Samþykktu verkfall með yfirburðum Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2025 13:36 Slökkviliðsmenn virðast vera á leið í verkfall. Vísir/Vilhelm Á hádegi í dag lauk kosningu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, um boðun verkfalls vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. 87,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að á kjörskrá hafi verið 1.163 félagsmenn og kjörsókn hafi verið 44.1 prósent, eða 513 atkvæði. 87.9 prósent hafi sagt já, 451 atkvæði, 6 prósent nei, 31 atkvæði og 6 prósent hafi ekki tekið afstöðu, eða 31 atkvæði. Þrjár vikur til stefnu LSS muni því að óbreyttu hefja verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar klukkan 08:00 ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma eða fresta aðgerðum félagsins. Í ályktun félagsfundar LSS þann 16. janúar segir að að félagið geri þá kröfu að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og kjörnir fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem afhent hafa SNS samningsumboð fyrir sína hönd axli ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna geri þá kröfu að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fái skýrt umboð til að setjast af alvöru við samningaborðið svo ekki þurfi að koma til aðgerða af hálfu félagsins. Ekkert sem bendir til þess að samið verði Þá segir að í ágúst árið 2023 hafi LSS undirritað framlengingu á gildandi kjarasamning við samninganefnd Samband íslenskra sveitarfélaga, SÍS. Í bókun með samningnum hafi verið verkáætlun sem tryggja hafi átt að nýr samningur yrði tilbúinn til undirritunar þegar framlengdur kjarasamningur myndi renna út. Fyrsti fundur LSS og SÍS samkvæmt verkáætlun hafi verið haldinn 10. október 2023 og fimm fundir hafi verið haldnir fram til áramóta. Árið 2024 hafi verið haldnir nokkrir fundir með hléum en LSS hafi gefið mikinn sveigjanleika vegna samningaviðræðna SÍS við heildarsamtök launafólks og svo aftur vegna samningaviðræðna SÍS við Kennarasamband Íslands. Þrátt fyrir fjölda funda hafi þeir litlu skilað. LSS hafi lagt fram skýra kröfugerð, lagt fram talsvert magn af gögnum sem hafi tekið mikinn tíma að vinna og kostað félagið töluverða fjármuni, en lítið hafi komið af vinnu frá SÍS. Þann 4. nóvember 2024 hafi kjaraviðræðum LSS og SÍS verið vísað til Ríkissáttasemjara og ástæðan hafi verið skortur á markvissum fundum og vinnuframlagi frá SNS. Núna níu mánuðum eftir að síðasti samningur rann út sé ekkert sem bendi til þess að nýr samningur verði undirritaður á næstunni. Það sé þungbær ákvörðun LSS að hefja undirbúning verkfallsaðgerða en félagið sjái sig knúið til að fara þessa leið vegna skorts frumkvæðis SÍS til að ganga frá kjarasamning við LSS. Slökkvilið Sjúkraflutningar Kjaramál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að á kjörskrá hafi verið 1.163 félagsmenn og kjörsókn hafi verið 44.1 prósent, eða 513 atkvæði. 87.9 prósent hafi sagt já, 451 atkvæði, 6 prósent nei, 31 atkvæði og 6 prósent hafi ekki tekið afstöðu, eða 31 atkvæði. Þrjár vikur til stefnu LSS muni því að óbreyttu hefja verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar klukkan 08:00 ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma eða fresta aðgerðum félagsins. Í ályktun félagsfundar LSS þann 16. janúar segir að að félagið geri þá kröfu að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og kjörnir fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem afhent hafa SNS samningsumboð fyrir sína hönd axli ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna geri þá kröfu að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fái skýrt umboð til að setjast af alvöru við samningaborðið svo ekki þurfi að koma til aðgerða af hálfu félagsins. Ekkert sem bendir til þess að samið verði Þá segir að í ágúst árið 2023 hafi LSS undirritað framlengingu á gildandi kjarasamning við samninganefnd Samband íslenskra sveitarfélaga, SÍS. Í bókun með samningnum hafi verið verkáætlun sem tryggja hafi átt að nýr samningur yrði tilbúinn til undirritunar þegar framlengdur kjarasamningur myndi renna út. Fyrsti fundur LSS og SÍS samkvæmt verkáætlun hafi verið haldinn 10. október 2023 og fimm fundir hafi verið haldnir fram til áramóta. Árið 2024 hafi verið haldnir nokkrir fundir með hléum en LSS hafi gefið mikinn sveigjanleika vegna samningaviðræðna SÍS við heildarsamtök launafólks og svo aftur vegna samningaviðræðna SÍS við Kennarasamband Íslands. Þrátt fyrir fjölda funda hafi þeir litlu skilað. LSS hafi lagt fram skýra kröfugerð, lagt fram talsvert magn af gögnum sem hafi tekið mikinn tíma að vinna og kostað félagið töluverða fjármuni, en lítið hafi komið af vinnu frá SÍS. Þann 4. nóvember 2024 hafi kjaraviðræðum LSS og SÍS verið vísað til Ríkissáttasemjara og ástæðan hafi verið skortur á markvissum fundum og vinnuframlagi frá SNS. Núna níu mánuðum eftir að síðasti samningur rann út sé ekkert sem bendi til þess að nýr samningur verði undirritaður á næstunni. Það sé þungbær ákvörðun LSS að hefja undirbúning verkfallsaðgerða en félagið sjái sig knúið til að fara þessa leið vegna skorts frumkvæðis SÍS til að ganga frá kjarasamning við LSS.
Slökkvilið Sjúkraflutningar Kjaramál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira