Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. janúar 2025 20:04 Eins og sést á þessari mynd, sem Einar Sindri tók er flóðið mjög stórt og nær yfir einhverja þúsundir hektara þegar allt er tiltekið. Einar Sindri Ólafsson Þúsundir hektara lands eru á floti eftir flóð í Ölfusá í Arnarbælishverfinu svonefnda í Ölfusi í dag. Nokkrir íbúar á sveitabæjum þar eru innlyksa í húsum sínum vegna flóðsins. Það er eins og yfir hafsjó að líta þegar horft er yfir svæðið og jarðirnar í Arnarbælishverfinu, það er vatn út um allt. Bændur hafa fylgst vel með ástandinu í dag. „Já, við höfum eiginlega ekki séð svona vatnsmagn síðan 1983 en þá var það töluvert meira og meiri jakaburður og ís, sem kom með því flóði,” segir Kristbjörg Eyvindsdóttir, bóndi á bænum Grænhóli í Ölfusi og bætir við. „Mér skilst að það sé farið að leka hérna inn í hús í Ósgerði í skemmu, sem er þar en ég veit ekki stöðuna á Arnarbælistorfunni, það er bara ekki fært þangað.” Og það hefur vaxið rosalega mikið í þessu í dag eða hvað ? „Já, þetta gerðist ótrúlega hratt. Rétt upp úr klukkan 11 var alveg akstursfært hérna út eftir en tæpum klukkutíma seinna var þetta alveg orðið kolófært, meira að segja á dráttarvél.” Kristbjörg, sem segir að flóðið hafi vaxtið ótrúlega hratt í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristbjörg segist vita um eitthvað af íbúum, sem eru innlyksa á heimilum sínum vegna flóðsins. Einar Sindri, starfsmaður Eflu myndaði flóði með dróna í dag og þar sést mjög vel hvað umfangið er rosalega mikið. „Það er bara vatn hérna alveg upp með öllu og niður með öllu. Þetta er bara eins og sjór yfir að líta,” segir Einar Sindri. Einar Sindri segir að þetta séu örugglega einhverjir þúsundir hektara, sem eru undir vatni. Hvert heldur þú að framhaldið verði, hverju spáir þú? „Það hlýtur að sjatna,” segir Kristbjörg hlægjandi. Einar Sindri, ásamt pabba sínum og Kristbjörgu að skoða drónamyndir, sem hann tók í dag af flóðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Veður Landbúnaður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Það er eins og yfir hafsjó að líta þegar horft er yfir svæðið og jarðirnar í Arnarbælishverfinu, það er vatn út um allt. Bændur hafa fylgst vel með ástandinu í dag. „Já, við höfum eiginlega ekki séð svona vatnsmagn síðan 1983 en þá var það töluvert meira og meiri jakaburður og ís, sem kom með því flóði,” segir Kristbjörg Eyvindsdóttir, bóndi á bænum Grænhóli í Ölfusi og bætir við. „Mér skilst að það sé farið að leka hérna inn í hús í Ósgerði í skemmu, sem er þar en ég veit ekki stöðuna á Arnarbælistorfunni, það er bara ekki fært þangað.” Og það hefur vaxið rosalega mikið í þessu í dag eða hvað ? „Já, þetta gerðist ótrúlega hratt. Rétt upp úr klukkan 11 var alveg akstursfært hérna út eftir en tæpum klukkutíma seinna var þetta alveg orðið kolófært, meira að segja á dráttarvél.” Kristbjörg, sem segir að flóðið hafi vaxtið ótrúlega hratt í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristbjörg segist vita um eitthvað af íbúum, sem eru innlyksa á heimilum sínum vegna flóðsins. Einar Sindri, starfsmaður Eflu myndaði flóði með dróna í dag og þar sést mjög vel hvað umfangið er rosalega mikið. „Það er bara vatn hérna alveg upp með öllu og niður með öllu. Þetta er bara eins og sjór yfir að líta,” segir Einar Sindri. Einar Sindri segir að þetta séu örugglega einhverjir þúsundir hektara, sem eru undir vatni. Hvert heldur þú að framhaldið verði, hverju spáir þú? „Það hlýtur að sjatna,” segir Kristbjörg hlægjandi. Einar Sindri, ásamt pabba sínum og Kristbjörgu að skoða drónamyndir, sem hann tók í dag af flóðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Veður Landbúnaður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira