Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. janúar 2025 14:01 Þrír borgarfulltrúar fengu bæði greitt frá borginni og Alþingi um síðustu mánaðamót. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir að almennt fái fólk greiddan uppsagnafrest þegar það skiptir um vinnu. Kjörnir fulltrúar þurfi þó að huga að ímynd sinni þegar þeir taki við tvöföldum greiðslum. Vísir/Sara Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun um síðustu mánaðamót. Þá fengu nokkrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á þing líka greitt frá borginni. Dæmi eru um greiðslur á fimmtu milljón. Forseti ASÍ segir að þessu sé svipað háttað á almennum markaði þegar skipt er um starf. Kjörnir fulltrúar þurfi hins vegar að velta fyrir sér ímynd sinni þegar þeir taki við tvöföldum greiðslum. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi fá þingmenn þingfararkaup frá og með degi eftir kjördag, sem er í dag ríflega fimmtán hundruð þúsund krónur. Eftir það er þingfararkaup greitt fyrir fram. Síðustu mánaðamót fengu þingmenn því greitt fyrir desember og janúar. Alþingi greiðir laun þó þingið sé í fríi Gert er ráð fyrir að Alþingi komi saman í kringum næstu mánaðamót. Kjörnir fulltrúar sem hafa lýst yfir að þeir taki ekki sæti á Alþingi fengu líka greitt fyrir desember og janúar um síðustu mánaðamót. Það á við Þórð Snæ Júlíusson frambjóðanda Samfylkingar í síðustu kosningum en hann getur ekki afsalað sér þingmennsku og þingfararkaupi fyrr en við þingsetningu samkvæmt upplýsingum frá Alþingi. Þá fengu þrír kjörnir fulltrúar á þingi líka greiðslur frá borginni sem borgarfulltrúar eða þau Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, sem fékk alls 1650 þúsund krónur í laun á mánuði frá Reykjavíkurborg sem er gerir samtals 4,7 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sem var með 1550 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá borginni sem þýðir um 4,6 milljónir króna frá hinu opinbera í janúar. Og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar var með um 1140 þúsund krónur í laun frá Reykjavíkurborg og fékk því tæpar 4,2 milljónir í laun um mánaðamótin. Í 32 gr. sveitarstjórnarlaga kemur fram að borgarfulltrúar mega ekki afsala sér launum. Borgarstjórn getur veitt borgarfulltrúa lausn frá störfum óski hann eftir því samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Frá kosningum 30. nóvember hafa verið þrír borgarstjórnarfundir. Svipaðar leikreglur á almennum markaði Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir að á almennum markaði gildi svipaðar leikreglur þegar einu vinnusambandi lýkur og annað tekur við. „Almenna reglan er sú að menn virði kjarasamninga hvort sem þeir eru kjörnir eða ekki þá eiga þeir sinn rétt. Ég veit að þetta lítur ankannalega út þegar menn eru farnir að fá háar upphæðir á tveimur stöðum. Þá hefur almenningur ekkert rosalegt umburðarlyndi fyrir því,“ segir Finnbjörn. Hann segir þó að kjörnir fulltrúar séu þó í annars konar vinnusambandi en almenningur eða við kjósendur sína og þurfi mögulega að huga að fleiru. „Ímynd hvers stjórnmálamanns er í hans höndum og hann ræður hvernig hann kemur fram og hvaða ímynd hann gefur gagnvart sínum kjósendum,“ segir Finnbjörn. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi fá þingmenn þingfararkaup frá og með degi eftir kjördag, sem er í dag ríflega fimmtán hundruð þúsund krónur. Eftir það er þingfararkaup greitt fyrir fram. Síðustu mánaðamót fengu þingmenn því greitt fyrir desember og janúar. Alþingi greiðir laun þó þingið sé í fríi Gert er ráð fyrir að Alþingi komi saman í kringum næstu mánaðamót. Kjörnir fulltrúar sem hafa lýst yfir að þeir taki ekki sæti á Alþingi fengu líka greitt fyrir desember og janúar um síðustu mánaðamót. Það á við Þórð Snæ Júlíusson frambjóðanda Samfylkingar í síðustu kosningum en hann getur ekki afsalað sér þingmennsku og þingfararkaupi fyrr en við þingsetningu samkvæmt upplýsingum frá Alþingi. Þá fengu þrír kjörnir fulltrúar á þingi líka greiðslur frá borginni sem borgarfulltrúar eða þau Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, sem fékk alls 1650 þúsund krónur í laun á mánuði frá Reykjavíkurborg sem er gerir samtals 4,7 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sem var með 1550 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá borginni sem þýðir um 4,6 milljónir króna frá hinu opinbera í janúar. Og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar var með um 1140 þúsund krónur í laun frá Reykjavíkurborg og fékk því tæpar 4,2 milljónir í laun um mánaðamótin. Í 32 gr. sveitarstjórnarlaga kemur fram að borgarfulltrúar mega ekki afsala sér launum. Borgarstjórn getur veitt borgarfulltrúa lausn frá störfum óski hann eftir því samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Frá kosningum 30. nóvember hafa verið þrír borgarstjórnarfundir. Svipaðar leikreglur á almennum markaði Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir að á almennum markaði gildi svipaðar leikreglur þegar einu vinnusambandi lýkur og annað tekur við. „Almenna reglan er sú að menn virði kjarasamninga hvort sem þeir eru kjörnir eða ekki þá eiga þeir sinn rétt. Ég veit að þetta lítur ankannalega út þegar menn eru farnir að fá háar upphæðir á tveimur stöðum. Þá hefur almenningur ekkert rosalegt umburðarlyndi fyrir því,“ segir Finnbjörn. Hann segir þó að kjörnir fulltrúar séu þó í annars konar vinnusambandi en almenningur eða við kjósendur sína og þurfi mögulega að huga að fleiru. „Ímynd hvers stjórnmálamanns er í hans höndum og hann ræður hvernig hann kemur fram og hvaða ímynd hann gefur gagnvart sínum kjósendum,“ segir Finnbjörn.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira