Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2025 13:33 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, ríður feitum hesti frá mánaðarmótunum sé litið til þess sem hið opinbera er að borga henni í laun. vísir/vilhelm RÚV greindi frá því nú rétt í þessu að borgarfulltrúar sem kjörnir voru á þing í nýafstöðnum kosningum fengu hver um sig hátt í fimm milljóna króna launagreiðslur um mánaðamótin. Samkvæmt frétt RÚV var það oddviti Flokks fólksins sem fékk hæstu greiðslurnar. Þing er ekki komið saman en nýkjörnir þingmenn fengu engu að síður greidd laun um síðustu mánaðamót. Og það sem meira er, þingmennirnir fengu raunar tvöfalda launagreiðslu nú þegar nýtt ár gekk í garð því Alþingi greiddi afturvirk laun fyrir desembermánuð og framvirk fyrir janúar. „Þingfararkaup alþingismanna er rúmlega 1525 þúsund krónur.“ Í fréttinni kemur fram að tveir borgarfulltrúar og einn varaborgarfulltrúi hafi verið kjörnir til þings í nýafstöðnum kosningum en þeir hafi ekki beðist lausnar í borginni. Því fengu þeir fullar launagreiðslur bæði frá borginni og Alþingi. Í samantektinni kemur fram að Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, hafi verið launahæst borgarfulltrúanna, með 1650 þúsund krónur í laun á mánuði frá Reykjavíkurborg. „Með þingfararkaupinu hljóða laun hennar upp á tæplega 3,2 milljónir króna, og þegar framvirkt þingfararkaupið bætist við eru það um 4,7 milljónir króna.“ Á hæla henni koma svo þeir Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sem var með 1550 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá borginni sem þýðir um 4,6 milljónir króna frá hinu opinbera í janúar. Og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar má vel við una. Hann var með um 1140 þúsund krónur í laun frá Reykjavíkurborg og fékk því tæpar 4,2 milljónir í laun um mánaðamótin. Rekstur hins opinbera Alþingi Borgarstjórn Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Samkvæmt frétt RÚV var það oddviti Flokks fólksins sem fékk hæstu greiðslurnar. Þing er ekki komið saman en nýkjörnir þingmenn fengu engu að síður greidd laun um síðustu mánaðamót. Og það sem meira er, þingmennirnir fengu raunar tvöfalda launagreiðslu nú þegar nýtt ár gekk í garð því Alþingi greiddi afturvirk laun fyrir desembermánuð og framvirk fyrir janúar. „Þingfararkaup alþingismanna er rúmlega 1525 þúsund krónur.“ Í fréttinni kemur fram að tveir borgarfulltrúar og einn varaborgarfulltrúi hafi verið kjörnir til þings í nýafstöðnum kosningum en þeir hafi ekki beðist lausnar í borginni. Því fengu þeir fullar launagreiðslur bæði frá borginni og Alþingi. Í samantektinni kemur fram að Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, hafi verið launahæst borgarfulltrúanna, með 1650 þúsund krónur í laun á mánuði frá Reykjavíkurborg. „Með þingfararkaupinu hljóða laun hennar upp á tæplega 3,2 milljónir króna, og þegar framvirkt þingfararkaupið bætist við eru það um 4,7 milljónir króna.“ Á hæla henni koma svo þeir Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sem var með 1550 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá borginni sem þýðir um 4,6 milljónir króna frá hinu opinbera í janúar. Og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar má vel við una. Hann var með um 1140 þúsund krónur í laun frá Reykjavíkurborg og fékk því tæpar 4,2 milljónir í laun um mánaðamótin.
Rekstur hins opinbera Alþingi Borgarstjórn Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira