Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Aron Guðmundsson skrifar 14. janúar 2025 14:53 Freyr Alexandersson náði að stýra Kortrijk í tæplega ár sem er nokkuð vel af sér vikið miðað við þjálfarasögu félagsins síðustu ár. Getty/Nico Vereecken Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. Freyr hafði íhugað að taka sér hlé frá þjálfun fram á næsta sumar þegar að leiðir hans og Kortrijk skildu í síðasta mánuði en áhuginn á hans kröftum var mikill og áhugaverðir valkostir komu inn á borðið sem erfitt var að hundsa. Einn þeirra valkosta var hjá Brann en Freyr átti einnig fund með forráðamönnum KSÍ. „Þetta hefur verið langt ferli,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild en nánar verður rætt við hann í Sportpakkanum í kvöld að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég hætti hjá Kortrijk 17.desember og daginn eftir hafa forráðamenn Brann samband við mig. Ég man ekki alveg hvenær KSÍ hafði samband við mig en svo voru einnig önnur lið sem höfðu samband. Eitthvað sem ég átti ekkert alveg von á. Ég vildi að sjálfsögðu tala við þá sem höfðu áhuga og svo eftir áramót fókuseraði ég á Ísland og Brann. Svo kemur síðasta vika. Áður en ég ákveð að fara til Brann fer ég til Íslands og hitti loksins fólkið hjá KSÍ. Við áttum frábæran fund. Ég er með mjög skýra sýn á það hvernig eigi að gera hlutina með íslenska landsliðinu og hvernig ég hefði viljað taka það áfram. Forráðamenn Brann voru mjög þolinmóðir fram að þeim fundi af því að ég þurfti líka bara fjölskyldunnar minna vegna að gera það almennilega upp við mig hvað ég vildi.“ Ferlið með Brann hafi verið mjög langt og mjög ítarlegt. „Faglegt í alla staði og tók langan tíma en þeir biðu í nokkra daga og ég fundaði með KSÍ. En eftir þann fund var ég mjög heiðarlegur og sagði að ég hefði ekki tíma í að bíða lengur en í 48 klukkustundir eftir því að vera boðið starfið eða ekki svo ég gæti valið á milli ef ég vildi það. Ég stóð bara við mín orð. Gaf þeim möguleika á því en ákvað að velja síðan Brann á föstudagskvöldið síðastliðið.“ „Ég brenn fyrir íslenska landsliðið“ Ef þú hefðir haft val um annað hvort Brann eða íslenska landsliðið, hefðirðu valið íslenska landsliðið? „Ég er ekki viss um það. Ég get ekki sagt það fullum fótum. Þetta var bara 50/50 fyrir mig. Það vita það allir sem þekkja mig að ég brenn fyrir íslenska landsliðið og mun alltaf verða stuðningsmaður þess. En þetta starf hjá Brann er bara þess eðlis að ég var mjög spenntur fyrir því og var mjög heiðarlegur gagnvart stjórn KSÍ varðandi það. Ég er bara mjög ánægður með að hafa ákveðið að fara hingað.“ Hvernig skilurðu þá við þessar viðræður við KSÍ. Ertu sáttur við það hvernig þær fóru fram og hvernig ferlið var eða er eitthvað sem situr eftir? „Ég er alveg sáttur við það ferli, skil bara vel við það og er búinn að tala við Þorvald, form KSÍ og styð sambandið, íslenska landsliðið og verðandi landsliðsþjálfara fullum fetum.“ Landslið karla í fótbolta KSÍ Norski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Freyr hafði íhugað að taka sér hlé frá þjálfun fram á næsta sumar þegar að leiðir hans og Kortrijk skildu í síðasta mánuði en áhuginn á hans kröftum var mikill og áhugaverðir valkostir komu inn á borðið sem erfitt var að hundsa. Einn þeirra valkosta var hjá Brann en Freyr átti einnig fund með forráðamönnum KSÍ. „Þetta hefur verið langt ferli,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild en nánar verður rætt við hann í Sportpakkanum í kvöld að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég hætti hjá Kortrijk 17.desember og daginn eftir hafa forráðamenn Brann samband við mig. Ég man ekki alveg hvenær KSÍ hafði samband við mig en svo voru einnig önnur lið sem höfðu samband. Eitthvað sem ég átti ekkert alveg von á. Ég vildi að sjálfsögðu tala við þá sem höfðu áhuga og svo eftir áramót fókuseraði ég á Ísland og Brann. Svo kemur síðasta vika. Áður en ég ákveð að fara til Brann fer ég til Íslands og hitti loksins fólkið hjá KSÍ. Við áttum frábæran fund. Ég er með mjög skýra sýn á það hvernig eigi að gera hlutina með íslenska landsliðinu og hvernig ég hefði viljað taka það áfram. Forráðamenn Brann voru mjög þolinmóðir fram að þeim fundi af því að ég þurfti líka bara fjölskyldunnar minna vegna að gera það almennilega upp við mig hvað ég vildi.“ Ferlið með Brann hafi verið mjög langt og mjög ítarlegt. „Faglegt í alla staði og tók langan tíma en þeir biðu í nokkra daga og ég fundaði með KSÍ. En eftir þann fund var ég mjög heiðarlegur og sagði að ég hefði ekki tíma í að bíða lengur en í 48 klukkustundir eftir því að vera boðið starfið eða ekki svo ég gæti valið á milli ef ég vildi það. Ég stóð bara við mín orð. Gaf þeim möguleika á því en ákvað að velja síðan Brann á föstudagskvöldið síðastliðið.“ „Ég brenn fyrir íslenska landsliðið“ Ef þú hefðir haft val um annað hvort Brann eða íslenska landsliðið, hefðirðu valið íslenska landsliðið? „Ég er ekki viss um það. Ég get ekki sagt það fullum fótum. Þetta var bara 50/50 fyrir mig. Það vita það allir sem þekkja mig að ég brenn fyrir íslenska landsliðið og mun alltaf verða stuðningsmaður þess. En þetta starf hjá Brann er bara þess eðlis að ég var mjög spenntur fyrir því og var mjög heiðarlegur gagnvart stjórn KSÍ varðandi það. Ég er bara mjög ánægður með að hafa ákveðið að fara hingað.“ Hvernig skilurðu þá við þessar viðræður við KSÍ. Ertu sáttur við það hvernig þær fóru fram og hvernig ferlið var eða er eitthvað sem situr eftir? „Ég er alveg sáttur við það ferli, skil bara vel við það og er búinn að tala við Þorvald, form KSÍ og styð sambandið, íslenska landsliðið og verðandi landsliðsþjálfara fullum fetum.“
Landslið karla í fótbolta KSÍ Norski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira