Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2025 13:33 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, ríður feitum hesti frá mánaðarmótunum sé litið til þess sem hið opinbera er að borga henni í laun. vísir/vilhelm RÚV greindi frá því nú rétt í þessu að borgarfulltrúar sem kjörnir voru á þing í nýafstöðnum kosningum fengu hver um sig hátt í fimm milljóna króna launagreiðslur um mánaðamótin. Samkvæmt frétt RÚV var það oddviti Flokks fólksins sem fékk hæstu greiðslurnar. Þing er ekki komið saman en nýkjörnir þingmenn fengu engu að síður greidd laun um síðustu mánaðamót. Og það sem meira er, þingmennirnir fengu raunar tvöfalda launagreiðslu nú þegar nýtt ár gekk í garð því Alþingi greiddi afturvirk laun fyrir desembermánuð og framvirk fyrir janúar. „Þingfararkaup alþingismanna er rúmlega 1525 þúsund krónur.“ Í fréttinni kemur fram að tveir borgarfulltrúar og einn varaborgarfulltrúi hafi verið kjörnir til þings í nýafstöðnum kosningum en þeir hafi ekki beðist lausnar í borginni. Því fengu þeir fullar launagreiðslur bæði frá borginni og Alþingi. Í samantektinni kemur fram að Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, hafi verið launahæst borgarfulltrúanna, með 1650 þúsund krónur í laun á mánuði frá Reykjavíkurborg. „Með þingfararkaupinu hljóða laun hennar upp á tæplega 3,2 milljónir króna, og þegar framvirkt þingfararkaupið bætist við eru það um 4,7 milljónir króna.“ Á hæla henni koma svo þeir Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sem var með 1550 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá borginni sem þýðir um 4,6 milljónir króna frá hinu opinbera í janúar. Og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar má vel við una. Hann var með um 1140 þúsund krónur í laun frá Reykjavíkurborg og fékk því tæpar 4,2 milljónir í laun um mánaðamótin. Rekstur hins opinbera Alþingi Borgarstjórn Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira
Samkvæmt frétt RÚV var það oddviti Flokks fólksins sem fékk hæstu greiðslurnar. Þing er ekki komið saman en nýkjörnir þingmenn fengu engu að síður greidd laun um síðustu mánaðamót. Og það sem meira er, þingmennirnir fengu raunar tvöfalda launagreiðslu nú þegar nýtt ár gekk í garð því Alþingi greiddi afturvirk laun fyrir desembermánuð og framvirk fyrir janúar. „Þingfararkaup alþingismanna er rúmlega 1525 þúsund krónur.“ Í fréttinni kemur fram að tveir borgarfulltrúar og einn varaborgarfulltrúi hafi verið kjörnir til þings í nýafstöðnum kosningum en þeir hafi ekki beðist lausnar í borginni. Því fengu þeir fullar launagreiðslur bæði frá borginni og Alþingi. Í samantektinni kemur fram að Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, hafi verið launahæst borgarfulltrúanna, með 1650 þúsund krónur í laun á mánuði frá Reykjavíkurborg. „Með þingfararkaupinu hljóða laun hennar upp á tæplega 3,2 milljónir króna, og þegar framvirkt þingfararkaupið bætist við eru það um 4,7 milljónir króna.“ Á hæla henni koma svo þeir Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sem var með 1550 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá borginni sem þýðir um 4,6 milljónir króna frá hinu opinbera í janúar. Og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar má vel við una. Hann var með um 1140 þúsund krónur í laun frá Reykjavíkurborg og fékk því tæpar 4,2 milljónir í laun um mánaðamótin.
Rekstur hins opinbera Alþingi Borgarstjórn Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira