Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Jón Þór Stefánsson skrifar 14. janúar 2025 14:41 Hafsteinn Daníel Þorsteinsson læknir var verktaki hjá HSU á Kirkjubæjarklaustri. Hafsteinn Daníel Þorsteinsson, læknir sem starfaði sem verktaki hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Kirkjubæjarklaustri, kom skyndilega að lokuðum dyrunum hjá Sögu, kerfi sem sér um rafræna sjúkraskrá, þegar hann ætlaði að skrá dánarvottorð. Honum skilst að þjónustu hans sé ekki lengur óskað. „Þetta er laukrétt. Það atvikaðist þannig að á mánudaginn [6. janúar] kom í ljós, þegar ég ætlaði að sinna mínum störfum, þá var búið að loka fyrir Sögu-aðgang minn. Hjúkrunarforstjórinn á Kirkjubæjarklaustri setti sig í samband við meðlim framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þá fékk hún það staðfest, þau stuttu svör að því miður gætu þau ekki lengur haft mig í starfi á Suðurlandi. Það hefur enginn enn þá til dagsins í dag haft samband við mig og upplýst mig um þetta,“ segir Hafsteinn, sem bætir við hjúkrunarforstjóranum hafi ekki verið falið að greina honum frá fregnunum. Hafsteinn tjáði sig um stöðuna hjá HSU í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudaginn 3. janúar. Það var síðan mánudaginn eftir, 6. janúar, sem hann kemst ekki inn á Sögu. Þá ræddi hann um læknaskort í umdæmdi HSU í sambandi við látinn mann sem ekki fékkst úrskurðaður látinn vegna læknaskorts í Rangárþingi. Þar sagði Hafsteinn að of oft myndist aðstæður sem séu hættulegar í umdæminu. „Ég gef mér þá það að þetta sé vegna þess að ég tjáði mig um stöðu heilbrigðismála í fréttum. Að þetta séu þeirra viðbrögð, að útiloka mig frá frekari störfum,“ segir Hafsteinn. Umfjöllun Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hann segist hafa leitað sér lagalegrar ráðgjafar og íhugar næstu skref. Honum finnst ekki bara illa staðið að uppsögninni, heldur telur hann hana jafnframt stangast á við lög. Jafnframt segir hann ljóst að hagsmunir íbúa á svæðinu séu ekki hafðir í fyrirrúmi þegar þessi ákvörðun er tekin. Á Kirkjubæjarklaustri er starfandi læknir með viðveru í um það bil tvær vikur í mánuði. Hinar vikurnar er viðbragðsaðilinn hjúkrunarfræðingur á vakt, en hann getur haft samband við Hafstein þessar vikur alla tíma sólarhringsins. Að sögn Hafsteins sá hann um ýmis störf sem hægt er að sinna í fjarlækningum. Þessi samningur hafi verið gerður fyrir um það bil þremur árum, en Hafsteinn segist hafa unnið við reglulegar afleysingar á svæðinu í meira en tíu ár. Eftirlitið ótengt fréttaflutningi Í svari HSU við fyrirspurn fréttastofu segir Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri heilsugæslu- og forvarnarsviðs stofnunarinnar, að þeim sé óheimilt að tjá sig um einstaka starfsmenn. Hins vegar segir hún HSU vinna samkvæmt reglugerð um sjúkraskrá, og vísar til 7. greinar þeirrar reglugerðar. „Starfsmenn í heilbrigðisþjónustu skulu hafa aðgang að sjúkraskrárupplýsingum sem nauðsyn ber til vegna starfa þeirra. Landlæknir gefur út fyrirmæli um öryggi og gæði sjúkraskráa þar sem tilgreindar eru aðgangsreglur og aðgangsheimildir sem byggjast meðal annars á starfsgrein og stöðu. Þau fyrirmæli skulu sett að fenginni umsögn Persónuverndar og skulu þau samrýmast reglum Persónuverndar um upplýsingaöryggi. Ábyrgðaraðili sjúkraskráa ber ábyrgð á að unnið sé eftir þessum fyrirmælum. Ávallt skal tryggt að allir starfsmenn í heilbrigðisþjónustu undirriti trúnaðaryfirlýsingu. Allur aðgangur starfsmanna að sjúkraskrárupplýsingum skal skráður sem og breytingar sem gerðar eru á aðgangi einstakra notenda. Umsjónaraðili sjúkraskráa á hverri stofnun ber ábyrgð á að fylgst sé reglulega með því að aðgangur sé í samræmi við reglur og til staðar skulu vera sérstakar verklagsreglur er lýsa því eftirliti. Þegar um sameiginlegt sjúkraskrárkerfi er að ræða skv. 20. gr. laga um sjúkraskrár er það á ábyrgð umsjónaraðila sjúkraskráa að tryggja að reglulega sé fylgst með að aðgangur sé í samræmi við reglur“ Þá segir í svari HSU að í reglulegu eftirliti, sem fari fram mánaðarlega, á aðgangsmálum sé lokað á aðganga sem ekki uppfylla ofangreindar kröfur. Eftirlitið og ákvarðanir sem byggi á því séu ótengdar áðurnefndum fréttaflutningi Stöðvar 2. Heilbrigðisstofnun Suðurlands Skaftárhreppur Heilbrigðismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
„Þetta er laukrétt. Það atvikaðist þannig að á mánudaginn [6. janúar] kom í ljós, þegar ég ætlaði að sinna mínum störfum, þá var búið að loka fyrir Sögu-aðgang minn. Hjúkrunarforstjórinn á Kirkjubæjarklaustri setti sig í samband við meðlim framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þá fékk hún það staðfest, þau stuttu svör að því miður gætu þau ekki lengur haft mig í starfi á Suðurlandi. Það hefur enginn enn þá til dagsins í dag haft samband við mig og upplýst mig um þetta,“ segir Hafsteinn, sem bætir við hjúkrunarforstjóranum hafi ekki verið falið að greina honum frá fregnunum. Hafsteinn tjáði sig um stöðuna hjá HSU í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudaginn 3. janúar. Það var síðan mánudaginn eftir, 6. janúar, sem hann kemst ekki inn á Sögu. Þá ræddi hann um læknaskort í umdæmdi HSU í sambandi við látinn mann sem ekki fékkst úrskurðaður látinn vegna læknaskorts í Rangárþingi. Þar sagði Hafsteinn að of oft myndist aðstæður sem séu hættulegar í umdæminu. „Ég gef mér þá það að þetta sé vegna þess að ég tjáði mig um stöðu heilbrigðismála í fréttum. Að þetta séu þeirra viðbrögð, að útiloka mig frá frekari störfum,“ segir Hafsteinn. Umfjöllun Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hann segist hafa leitað sér lagalegrar ráðgjafar og íhugar næstu skref. Honum finnst ekki bara illa staðið að uppsögninni, heldur telur hann hana jafnframt stangast á við lög. Jafnframt segir hann ljóst að hagsmunir íbúa á svæðinu séu ekki hafðir í fyrirrúmi þegar þessi ákvörðun er tekin. Á Kirkjubæjarklaustri er starfandi læknir með viðveru í um það bil tvær vikur í mánuði. Hinar vikurnar er viðbragðsaðilinn hjúkrunarfræðingur á vakt, en hann getur haft samband við Hafstein þessar vikur alla tíma sólarhringsins. Að sögn Hafsteins sá hann um ýmis störf sem hægt er að sinna í fjarlækningum. Þessi samningur hafi verið gerður fyrir um það bil þremur árum, en Hafsteinn segist hafa unnið við reglulegar afleysingar á svæðinu í meira en tíu ár. Eftirlitið ótengt fréttaflutningi Í svari HSU við fyrirspurn fréttastofu segir Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri heilsugæslu- og forvarnarsviðs stofnunarinnar, að þeim sé óheimilt að tjá sig um einstaka starfsmenn. Hins vegar segir hún HSU vinna samkvæmt reglugerð um sjúkraskrá, og vísar til 7. greinar þeirrar reglugerðar. „Starfsmenn í heilbrigðisþjónustu skulu hafa aðgang að sjúkraskrárupplýsingum sem nauðsyn ber til vegna starfa þeirra. Landlæknir gefur út fyrirmæli um öryggi og gæði sjúkraskráa þar sem tilgreindar eru aðgangsreglur og aðgangsheimildir sem byggjast meðal annars á starfsgrein og stöðu. Þau fyrirmæli skulu sett að fenginni umsögn Persónuverndar og skulu þau samrýmast reglum Persónuverndar um upplýsingaöryggi. Ábyrgðaraðili sjúkraskráa ber ábyrgð á að unnið sé eftir þessum fyrirmælum. Ávallt skal tryggt að allir starfsmenn í heilbrigðisþjónustu undirriti trúnaðaryfirlýsingu. Allur aðgangur starfsmanna að sjúkraskrárupplýsingum skal skráður sem og breytingar sem gerðar eru á aðgangi einstakra notenda. Umsjónaraðili sjúkraskráa á hverri stofnun ber ábyrgð á að fylgst sé reglulega með því að aðgangur sé í samræmi við reglur og til staðar skulu vera sérstakar verklagsreglur er lýsa því eftirliti. Þegar um sameiginlegt sjúkraskrárkerfi er að ræða skv. 20. gr. laga um sjúkraskrár er það á ábyrgð umsjónaraðila sjúkraskráa að tryggja að reglulega sé fylgst með að aðgangur sé í samræmi við reglur“ Þá segir í svari HSU að í reglulegu eftirliti, sem fari fram mánaðarlega, á aðgangsmálum sé lokað á aðganga sem ekki uppfylla ofangreindar kröfur. Eftirlitið og ákvarðanir sem byggi á því séu ótengdar áðurnefndum fréttaflutningi Stöðvar 2.
„Starfsmenn í heilbrigðisþjónustu skulu hafa aðgang að sjúkraskrárupplýsingum sem nauðsyn ber til vegna starfa þeirra. Landlæknir gefur út fyrirmæli um öryggi og gæði sjúkraskráa þar sem tilgreindar eru aðgangsreglur og aðgangsheimildir sem byggjast meðal annars á starfsgrein og stöðu. Þau fyrirmæli skulu sett að fenginni umsögn Persónuverndar og skulu þau samrýmast reglum Persónuverndar um upplýsingaöryggi. Ábyrgðaraðili sjúkraskráa ber ábyrgð á að unnið sé eftir þessum fyrirmælum. Ávallt skal tryggt að allir starfsmenn í heilbrigðisþjónustu undirriti trúnaðaryfirlýsingu. Allur aðgangur starfsmanna að sjúkraskrárupplýsingum skal skráður sem og breytingar sem gerðar eru á aðgangi einstakra notenda. Umsjónaraðili sjúkraskráa á hverri stofnun ber ábyrgð á að fylgst sé reglulega með því að aðgangur sé í samræmi við reglur og til staðar skulu vera sérstakar verklagsreglur er lýsa því eftirliti. Þegar um sameiginlegt sjúkraskrárkerfi er að ræða skv. 20. gr. laga um sjúkraskrár er það á ábyrgð umsjónaraðila sjúkraskráa að tryggja að reglulega sé fylgst með að aðgangur sé í samræmi við reglur“
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Skaftárhreppur Heilbrigðismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira