Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2025 08:30 Birkir Már Sævarsson sendi Brann-fólki skemmtilega kveðju á Instagram, eftir að Freyr Alexandersson var kynntur sem nýr þjálfari liðsins. @birkir84/brann.no Norskir fjölmiðlar fjölmenntu á blaðamannafund í Bergen í gærkvöld þegar Freyr Alexandersson var kynntur sem nýr aðalþjálfari fótboltaliðs Brann. Hann skrifaði undir samning sem gildir til næstu þriggja ára. Freyr hefur þar með formlega bæst við hóp fjölmargra Íslendinga sem hafa verið á mála hjá Brann í gegnum tíðina. Hann er annar íslenski þjálfarinn, á eftir Teiti Þórðarsyni, til að stýra liðinu sem hafnaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Auk þess hafa margir íslenskir leikmenn spilað með Brann, til að mynda Birkir Már Sævarsson sem sendi skemmtilega kveðju á Instagram og birti gamla mynd af sér með Frey þar sem þeir voru berir að ofan. „Óska Brann og Bergen til hamingju með þennan yndislega gaur,“ skrifaði Birkir sem er enn vinsæll á meðal stuðningsmanna Brann eftir tíma sinn þar. Blaðamaður BA sýndi Frey myndina: „Nei, þetta er geðveikt! Við hengum mikið saman í háskólanum. En burtu með myndina!“ sagði Freyr léttur. Birkir er á meðal þeirra sem Freyr hefur rætt við um Brann sem Freyr segir vera lið sem alla þjálfara á Norðurlöndum langi til að stýra: „Ein stærsta ástæðan fyrir því að ég valdi Brann er menningin sem hefur verið sköpuð hérna í Bergen. Stuðningsmennirnir… Það sem þið hafið hérna er eitthvað sem flest önnur félög í Skandinavíu dreymir um. Það hefur hópur Íslendinga verið hérna og ég hef talað við marga. Allir tala brjálæðislega vel um Brann og Bergen. Þeir nefna reyndar rigninguna en ég get alveg lifað með henni,“ sagði Freyr við BA. Vill halda Huseklepp sem vildi starfið Freyr tekur með sér aðstoðarþjálfarann Jonathan Hartmann sem starfað hefur með Frey frá því í Lyngby í Danmörku og því einnig hjá Kortrijk í Belgíu. Freyr vonast svo eftir því að halda Erik Huseklepp í þjálfarateyminu en Huseklepp var í teymi Eirik Horneland, forvera Freys, og hafði sjálfur áhuga á að taka við sem aðalþjálfari. Freyr kveðst þegar vera búinn að senda inn óskalista um leikmenn til að styrkja lið Brann sem eins og fyrr segir var nálægt því að landa norska meistaratitlinum á síðustu leiktíð. Það hefur liðinu þó ekki tekist síðan árið 2007, þá með Ólaf Örn Bjarnason, Ármann Smára Björnsson og Kristján Örn Sigurðsson innanborðs. Frey er nú treyst fyrir því að ljúka biðinni. „Ég finn fyrir stolti og ánægju. Ég hlakka mikið til,“ segir Freyr sem hefur nú tvo og hálfan mánuð þar til að keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst. Norski boltinn Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Sjá meira
Freyr hefur þar með formlega bæst við hóp fjölmargra Íslendinga sem hafa verið á mála hjá Brann í gegnum tíðina. Hann er annar íslenski þjálfarinn, á eftir Teiti Þórðarsyni, til að stýra liðinu sem hafnaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Auk þess hafa margir íslenskir leikmenn spilað með Brann, til að mynda Birkir Már Sævarsson sem sendi skemmtilega kveðju á Instagram og birti gamla mynd af sér með Frey þar sem þeir voru berir að ofan. „Óska Brann og Bergen til hamingju með þennan yndislega gaur,“ skrifaði Birkir sem er enn vinsæll á meðal stuðningsmanna Brann eftir tíma sinn þar. Blaðamaður BA sýndi Frey myndina: „Nei, þetta er geðveikt! Við hengum mikið saman í háskólanum. En burtu með myndina!“ sagði Freyr léttur. Birkir er á meðal þeirra sem Freyr hefur rætt við um Brann sem Freyr segir vera lið sem alla þjálfara á Norðurlöndum langi til að stýra: „Ein stærsta ástæðan fyrir því að ég valdi Brann er menningin sem hefur verið sköpuð hérna í Bergen. Stuðningsmennirnir… Það sem þið hafið hérna er eitthvað sem flest önnur félög í Skandinavíu dreymir um. Það hefur hópur Íslendinga verið hérna og ég hef talað við marga. Allir tala brjálæðislega vel um Brann og Bergen. Þeir nefna reyndar rigninguna en ég get alveg lifað með henni,“ sagði Freyr við BA. Vill halda Huseklepp sem vildi starfið Freyr tekur með sér aðstoðarþjálfarann Jonathan Hartmann sem starfað hefur með Frey frá því í Lyngby í Danmörku og því einnig hjá Kortrijk í Belgíu. Freyr vonast svo eftir því að halda Erik Huseklepp í þjálfarateyminu en Huseklepp var í teymi Eirik Horneland, forvera Freys, og hafði sjálfur áhuga á að taka við sem aðalþjálfari. Freyr kveðst þegar vera búinn að senda inn óskalista um leikmenn til að styrkja lið Brann sem eins og fyrr segir var nálægt því að landa norska meistaratitlinum á síðustu leiktíð. Það hefur liðinu þó ekki tekist síðan árið 2007, þá með Ólaf Örn Bjarnason, Ármann Smára Björnsson og Kristján Örn Sigurðsson innanborðs. Frey er nú treyst fyrir því að ljúka biðinni. „Ég finn fyrir stolti og ánægju. Ég hlakka mikið til,“ segir Freyr sem hefur nú tvo og hálfan mánuð þar til að keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst.
Norski boltinn Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti