„Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2025 19:55 Freyr Alexandersson er mættur til Bergen og mun skrifa undir samning við Brann innan skamms. Vísir/Getty Freyr Alexandersson lenti í Bergen í Noregi nú undir kvöld og verður innan skamms staðfestur sem nýr þjálfari Brann. Greint var frá því fyrir helgi að Freyr hefði fengið samningstilboð frá norska félaginu og í gær var svo gott sem klappað og klárt að hann myndi taka við sem knattspyrnustjóri liðsins. Freyr lenti síðan nú undir kvöld í Bergen og var töluvert fjölmiðlafár á flugvellinum þegar hann mætti á svæðið. „Þetta er aðeins of mikið,“ sagði Freyr hinn hressasti á flugvellinum, hundeltur af blaðamönnum. Freyr svaraði norsku blaðamönnunum á dönsku enda var hann stjóri Lyngby í Danmörku í nokkur tímabil. „Nú er ég með fimm hljóðnema í andlitinu og ég hef aldrei lent í slíku áður, vonandi verður þetta ekki svona á hverjum degi,“ sagði Freyr í samtali við Bergen Avisen. Norskir fjölmiðlamenn höfðu haft mikið fyrir því að leita að Frey fyrir helgi en gripu í tómt þar til í kvöld. „Það er gott að vera loksins kominn hingað og að þurfa ekki að fela sig lengur. Ég lofa að við munum ræða saman á morgun.“ Ennfremur sagði Freyr að viðræður hans og Brann hefðu staðið yfir síðan um miðjan desember. Ekki er búið að skrifa undir samninginn en í frétt Bergens Avisen er haft eftir íþróttastjóra Brann að búið sé að ganga frá flestum atriðum en samningurinn sé ekki í höfn fyrr en búið sé að skrifa undir. Norskir blaðamenn spurðu Frey fjölmargra spurninga á flugvellinum og svaraði Freyr nokkrum þeirra en sagði jafnframt að hann myndi segja meira á væntanlegaum blaðamannafundi. „Ég ætla að sýna stuðningsmönnunum að ég er rétti maðurinn,“ sagði Freyr að endingu við norska blaðamenn áður en hann þaut á braut. Brann hefur lent í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar síðustu tvö ár og hefur unnið norska meistaratitilinn þrívegis, síðast árið 2007. Stuðningsmenn liðsins eru þekktir fyrir mikla ástríðu og ekki ólíklegt að pressan á Frey verði ansi mikil þegar tímabilið hefst síðar í vor. Norski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sjá meira
Greint var frá því fyrir helgi að Freyr hefði fengið samningstilboð frá norska félaginu og í gær var svo gott sem klappað og klárt að hann myndi taka við sem knattspyrnustjóri liðsins. Freyr lenti síðan nú undir kvöld í Bergen og var töluvert fjölmiðlafár á flugvellinum þegar hann mætti á svæðið. „Þetta er aðeins of mikið,“ sagði Freyr hinn hressasti á flugvellinum, hundeltur af blaðamönnum. Freyr svaraði norsku blaðamönnunum á dönsku enda var hann stjóri Lyngby í Danmörku í nokkur tímabil. „Nú er ég með fimm hljóðnema í andlitinu og ég hef aldrei lent í slíku áður, vonandi verður þetta ekki svona á hverjum degi,“ sagði Freyr í samtali við Bergen Avisen. Norskir fjölmiðlamenn höfðu haft mikið fyrir því að leita að Frey fyrir helgi en gripu í tómt þar til í kvöld. „Það er gott að vera loksins kominn hingað og að þurfa ekki að fela sig lengur. Ég lofa að við munum ræða saman á morgun.“ Ennfremur sagði Freyr að viðræður hans og Brann hefðu staðið yfir síðan um miðjan desember. Ekki er búið að skrifa undir samninginn en í frétt Bergens Avisen er haft eftir íþróttastjóra Brann að búið sé að ganga frá flestum atriðum en samningurinn sé ekki í höfn fyrr en búið sé að skrifa undir. Norskir blaðamenn spurðu Frey fjölmargra spurninga á flugvellinum og svaraði Freyr nokkrum þeirra en sagði jafnframt að hann myndi segja meira á væntanlegaum blaðamannafundi. „Ég ætla að sýna stuðningsmönnunum að ég er rétti maðurinn,“ sagði Freyr að endingu við norska blaðamenn áður en hann þaut á braut. Brann hefur lent í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar síðustu tvö ár og hefur unnið norska meistaratitilinn þrívegis, síðast árið 2007. Stuðningsmenn liðsins eru þekktir fyrir mikla ástríðu og ekki ólíklegt að pressan á Frey verði ansi mikil þegar tímabilið hefst síðar í vor.
Norski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sjá meira