Útgöngubann í borginni í nótt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. janúar 2025 20:07 Dröfn Ösp hefur verið búsett í Los Angeles í fimmtán ár þar sem slökkviliðsmenn berjast nú við eina verstu gróðurelda í sögu borgarinnar. Vísir/Samsett Íslendingur sem býr í Los Angeles segir ófremdarástand ríkja í borginni en erfiðlega gengur að ná stjórn á gróðureldum sem þar geisa. Tíu hafa látist hið minnsta í eldunum og mörg þúsund hús brunnið, Útgöngubann verður í hluta borgarinnar í nótt en þjófar hafa nýtt sér ástandið og látið greipar sópa. Fyrstu eldarnir kviknuðu á þriðjudaginn. Mjög hvasst hefur verið á svæðinu og breiddust eldarnir því hratt út. Heilu hverfin eru nú rústir einar. Tíu eru látnir og yfir tíu þúsund hús hafa brunnið. Hátt í tvö hundruð þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín. Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas, sem hefur búið í Los Angeles í fimmtán ár, segir nokkurn ótta meðal íbúa. „Það hafa oft verið eldar hérna síðan ég flutti hingað en ég hef aldrei fundið fyrir jafn mikilli hættu og ótta frá öllum sem ég þekki. Það eru allir á nálum sem ég þekki og þessu er ekki lokið og það er nefnilega það versta við þetta. Svo náttúrulega var Kenneth eldurinn sem að byrjaði í gær og það var íkveikja. Þannig að þetta er ófremdarástand í borginni.“ Eldarnir loga á nokkrum stöðum. Dröfn býr í norðausturhluta borgarinnar í Highland Park eða aðeins fimmtán kílómetrum frá upptökum Eaton eldsins. Stór hraðbraut nærri húsinu hennar hefur hingað til náð að koma í veg fyrir að eldurinn hafi náð að heimili hennar og þá hefur hjálpað að vindáttin hefur snúist. Hún segir síðustu daga hafa verið erfiða. „Fyrstu tvo dagana þá var bara svört aska. Við fundum það strax þegar eldsupptökin byrjuðu þá gátum við varla sofið inni hjá okkur fyrir ösku og reykjarlykt og sváfum með grímu.“ Margir hafi misst allt sitt og eigi um sárt að binda. „Við eigum núna fimmtán vini sem eru gjörsamlega búnir að missa allt.“ Eyðileggingin er mikil í Palisades.AP/Mark J. Terrill Töskurnar tilbúnar ef þau þurfa að flýja Þau hjónin hafa fengið skilaboð um að vera tilbúin að fara ef rýma þarf svæðið. „Ég er með töskurnar mínar pakkaðar tilbúnar ef að ég fæ skipun um að yfirgefa. Gögnin í bílnum mínum sem eru mikilvæg, vegabréf og afsalið af húsinu og það allt saman en svona fatnaður og dótarí er hér. Svo þarf maður náttúrulega að passa upp á að það sé ekki sýnilegt af því síðan eru komnir glæpamenn sem eru byrjaðir að brjótast inn í hús og stela dóti hjá fólki því að mannkyninu er stundum er ekki bjargandi. Maður er svolítið vonlaus í augnablikinu.“ Eaton eldarnir loga nærri heimili Drafnar.AP/Etienne Laurent Útgöngubann verður í nótt í ákveðnum hverfum borgarinnar til að koma í veg fyrir þjófnað. Dröfn segir nýja elda enn verið að kvikna og óvíst hvenær ástandið batni en gert er ráð fyrir áframhaldandi hvössu og þurru veðri. „Það náttúrulega kviknaði eldur í Hollywood sem var hræðilegur. Ef það kviknar í Griffith Park sem er í miðjunni á Hollywood þar sem Hollywoodskiltið er þá í raun og veru er voðinn vís og þá brennur öll borginni niður til grunna. Maður getur ekki slakað á því að það er bara svo random hvenær næsti eldur getur kviknað. Maður getur í raun og veru ekki slakað á fyrr en þessu er bara lokið.“ Gróðureldar Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. 9. janúar 2025 14:53 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Fyrstu eldarnir kviknuðu á þriðjudaginn. Mjög hvasst hefur verið á svæðinu og breiddust eldarnir því hratt út. Heilu hverfin eru nú rústir einar. Tíu eru látnir og yfir tíu þúsund hús hafa brunnið. Hátt í tvö hundruð þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín. Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas, sem hefur búið í Los Angeles í fimmtán ár, segir nokkurn ótta meðal íbúa. „Það hafa oft verið eldar hérna síðan ég flutti hingað en ég hef aldrei fundið fyrir jafn mikilli hættu og ótta frá öllum sem ég þekki. Það eru allir á nálum sem ég þekki og þessu er ekki lokið og það er nefnilega það versta við þetta. Svo náttúrulega var Kenneth eldurinn sem að byrjaði í gær og það var íkveikja. Þannig að þetta er ófremdarástand í borginni.“ Eldarnir loga á nokkrum stöðum. Dröfn býr í norðausturhluta borgarinnar í Highland Park eða aðeins fimmtán kílómetrum frá upptökum Eaton eldsins. Stór hraðbraut nærri húsinu hennar hefur hingað til náð að koma í veg fyrir að eldurinn hafi náð að heimili hennar og þá hefur hjálpað að vindáttin hefur snúist. Hún segir síðustu daga hafa verið erfiða. „Fyrstu tvo dagana þá var bara svört aska. Við fundum það strax þegar eldsupptökin byrjuðu þá gátum við varla sofið inni hjá okkur fyrir ösku og reykjarlykt og sváfum með grímu.“ Margir hafi misst allt sitt og eigi um sárt að binda. „Við eigum núna fimmtán vini sem eru gjörsamlega búnir að missa allt.“ Eyðileggingin er mikil í Palisades.AP/Mark J. Terrill Töskurnar tilbúnar ef þau þurfa að flýja Þau hjónin hafa fengið skilaboð um að vera tilbúin að fara ef rýma þarf svæðið. „Ég er með töskurnar mínar pakkaðar tilbúnar ef að ég fæ skipun um að yfirgefa. Gögnin í bílnum mínum sem eru mikilvæg, vegabréf og afsalið af húsinu og það allt saman en svona fatnaður og dótarí er hér. Svo þarf maður náttúrulega að passa upp á að það sé ekki sýnilegt af því síðan eru komnir glæpamenn sem eru byrjaðir að brjótast inn í hús og stela dóti hjá fólki því að mannkyninu er stundum er ekki bjargandi. Maður er svolítið vonlaus í augnablikinu.“ Eaton eldarnir loga nærri heimili Drafnar.AP/Etienne Laurent Útgöngubann verður í nótt í ákveðnum hverfum borgarinnar til að koma í veg fyrir þjófnað. Dröfn segir nýja elda enn verið að kvikna og óvíst hvenær ástandið batni en gert er ráð fyrir áframhaldandi hvössu og þurru veðri. „Það náttúrulega kviknaði eldur í Hollywood sem var hræðilegur. Ef það kviknar í Griffith Park sem er í miðjunni á Hollywood þar sem Hollywoodskiltið er þá í raun og veru er voðinn vís og þá brennur öll borginni niður til grunna. Maður getur ekki slakað á því að það er bara svo random hvenær næsti eldur getur kviknað. Maður getur í raun og veru ekki slakað á fyrr en þessu er bara lokið.“
Gróðureldar Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. 9. janúar 2025 14:53 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39
„Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13
Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. 9. janúar 2025 14:53