Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2025 09:03 Niðurrif á gufuböðum í Vesturbæjarlaug hófst í desember. Nýju gufuböðin eiga að vera til í júní. Vísir/Vilhelm og Vesturbæjarlaug Reykjavíkurborg stefnir á að bjóða út framkvæmdir vegna endurbóta á sánuklefum í Vesturbæjarlaug og aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Framkvæmdin felur í sér að gera endurbætur á núverandi sánuklefum og rýmum tengdum þeim. Einnig á að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða með nýrri lyftu og skábraut. Niðurrif í Vesturbæjarlaug er þegar hafið. Komið verður fyrir tveimur nýjum hefðbundnum sánuklefum (þurrgufum) og einum infrarauðum klefa í stað þeirra sem voru. Framan við þessa klefa verður hvíldarrými með sturtum, bekk og drykkjarfonti. Á sama tíma á að gera nýja starfsmannaaðstöðu inn af alrými við afgreiðsluna þar sem staðsett verður þvottaaðstaða, ræstirými og aðstaða sundkennara. Auk þess verður lagfærð snyrting gesta á sama svæði. Ný skábraut og lyfta Þá verður bætt aðgengi hreyfihamlaðra að afgreiðslu um sólargang með nýrri skábraut. Skábrautin er með tvöföldum handlistum beggja vegna. Þá verður einnig sett inn ný lyfta með fallvörn sem felld er niður í gólf. Lyftan verður staðsett í alrými við afgreiðslu, sem tenging við skábrautina. Einnig á að endurnýja glugga á báðum langveggjum til suðurs og norðurs meðfram rýmum. Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar áætlar að heildarkostnaður við framkvæmdina sé 130 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja framkvæmdir í apríl og stefnt að því að þeim ljúki í júní 2025. Sjálfstæðismenn furða sig á sameiningu Málið var tekið fyrir á fundi borgarráðs í vikunni. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundinum þar sem þau furðuðu sig á áformum borgarinnar að hafa ekki lengur sánuklefana kynjaskipta. „Sundlaugar Reykjavíkur gegna mikilvægu lýðheilsuhlutverki og eru algengur samkomustaður fólks í hverfum borgarinnar. Sannarlega er nauðsynlegt að ráðast í endurbætur á sánuklefum Vesturbæjarlaugar en fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja mikilvægt að fylgja vilja íbúanna við alla útfærslu. Íbúar Vesturbæjar hafa þegar lýst ríkum vilja til að hafa sánuklefa sundlaugarinnar áfram kynjaskipta og undrast fulltrúar Sjálfstæðisflokks áform borgaryfirvalda að ætla ekki að fylgja þeirri afstöðu íbúa,“ segir í bókun borgarfulltrúanna. Breytingarnar hafa verið nokkuð umdeildar en með þeim er verið að fjarlægja kynjaskipta sánuklefa og sameina þá. Fjallað var um málið á Vísi í vetur. Þá sögðu einhverjir Vesturbæingar breytingarnar fæla fastagesti frá lauginni á meðan aðrir fögnuðu því að fá innrauða sánu í stað þurrgufunnar í karlaklefanum. Forstöðumaður laugarinnar sagði þó lítið annað hafa verið í stöðunni, þar sem karlasánan hafi verið orðin fúin og ógeðsleg. Sánunni var svo endanlega lokað þann 5. desember og þá var hafið niðurrif. Í fréttinni hér að neðan var fjallað um „Stóra sánumálið“ og meðal annars greint frá því að kynjasameiningunni væri ætlað að stemma stigu við óviðeigandi hegðun sem hefði viðgengist í sánuklefunum. Flestir vilji gufuböð fyrir öll kyn Reykjavíkurborg hefur síðustu vikur, í tengslum við þessar breytingar, athugað viðhorf borgarbúa til gufubaða í sundlaugum Reykjavíkur. Í tilkynningu á vef borgarinnar í dag kemur fram að flestir sundgestir kjósi fjölbreytt framboð gufubaða fyrir öll kyn. Mismunandi skoðanir eru á því hvort gufuböð eigi að vera kynjaskipt.Reykjavíkurborg Þar kom til dæmis fram að um 75 prósent gesta vilji annaðhvort hafa gufuböð fyrir öll kyn eða eru hlutlausir. Munur er þó á svörum á milli lauga og gestir þeirra lauga sem bjóða í dag aðgreindar gufur fyrir konur og karla leggja mun meiri áherslu á það. Nánar hér. Sund Reykjavík Sundlaugar og baðlón Borgarstjórn Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Komið verður fyrir tveimur nýjum hefðbundnum sánuklefum (þurrgufum) og einum infrarauðum klefa í stað þeirra sem voru. Framan við þessa klefa verður hvíldarrými með sturtum, bekk og drykkjarfonti. Á sama tíma á að gera nýja starfsmannaaðstöðu inn af alrými við afgreiðsluna þar sem staðsett verður þvottaaðstaða, ræstirými og aðstaða sundkennara. Auk þess verður lagfærð snyrting gesta á sama svæði. Ný skábraut og lyfta Þá verður bætt aðgengi hreyfihamlaðra að afgreiðslu um sólargang með nýrri skábraut. Skábrautin er með tvöföldum handlistum beggja vegna. Þá verður einnig sett inn ný lyfta með fallvörn sem felld er niður í gólf. Lyftan verður staðsett í alrými við afgreiðslu, sem tenging við skábrautina. Einnig á að endurnýja glugga á báðum langveggjum til suðurs og norðurs meðfram rýmum. Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar áætlar að heildarkostnaður við framkvæmdina sé 130 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja framkvæmdir í apríl og stefnt að því að þeim ljúki í júní 2025. Sjálfstæðismenn furða sig á sameiningu Málið var tekið fyrir á fundi borgarráðs í vikunni. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundinum þar sem þau furðuðu sig á áformum borgarinnar að hafa ekki lengur sánuklefana kynjaskipta. „Sundlaugar Reykjavíkur gegna mikilvægu lýðheilsuhlutverki og eru algengur samkomustaður fólks í hverfum borgarinnar. Sannarlega er nauðsynlegt að ráðast í endurbætur á sánuklefum Vesturbæjarlaugar en fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja mikilvægt að fylgja vilja íbúanna við alla útfærslu. Íbúar Vesturbæjar hafa þegar lýst ríkum vilja til að hafa sánuklefa sundlaugarinnar áfram kynjaskipta og undrast fulltrúar Sjálfstæðisflokks áform borgaryfirvalda að ætla ekki að fylgja þeirri afstöðu íbúa,“ segir í bókun borgarfulltrúanna. Breytingarnar hafa verið nokkuð umdeildar en með þeim er verið að fjarlægja kynjaskipta sánuklefa og sameina þá. Fjallað var um málið á Vísi í vetur. Þá sögðu einhverjir Vesturbæingar breytingarnar fæla fastagesti frá lauginni á meðan aðrir fögnuðu því að fá innrauða sánu í stað þurrgufunnar í karlaklefanum. Forstöðumaður laugarinnar sagði þó lítið annað hafa verið í stöðunni, þar sem karlasánan hafi verið orðin fúin og ógeðsleg. Sánunni var svo endanlega lokað þann 5. desember og þá var hafið niðurrif. Í fréttinni hér að neðan var fjallað um „Stóra sánumálið“ og meðal annars greint frá því að kynjasameiningunni væri ætlað að stemma stigu við óviðeigandi hegðun sem hefði viðgengist í sánuklefunum. Flestir vilji gufuböð fyrir öll kyn Reykjavíkurborg hefur síðustu vikur, í tengslum við þessar breytingar, athugað viðhorf borgarbúa til gufubaða í sundlaugum Reykjavíkur. Í tilkynningu á vef borgarinnar í dag kemur fram að flestir sundgestir kjósi fjölbreytt framboð gufubaða fyrir öll kyn. Mismunandi skoðanir eru á því hvort gufuböð eigi að vera kynjaskipt.Reykjavíkurborg Þar kom til dæmis fram að um 75 prósent gesta vilji annaðhvort hafa gufuböð fyrir öll kyn eða eru hlutlausir. Munur er þó á svörum á milli lauga og gestir þeirra lauga sem bjóða í dag aðgreindar gufur fyrir konur og karla leggja mun meiri áherslu á það. Nánar hér.
Sund Reykjavík Sundlaugar og baðlón Borgarstjórn Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent