Trump ekki dæmdur í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2025 15:08 Mótmlælendur komu saman við dómshúsið í New York. Einhverjir til að styðja Trump og aðrir til að mótmæla á þeim grunni að dómskerfið hafi tekið hann vetlingatökum. AP/Yuki Iwamura Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, mun ekki þurfa að sitja í fangelsi vegna þöggunarmálsins svokallaða. Hann mun ekki sæta neinni refsingu í málinu að öðru leyti en að hann verður á sakaskrá. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, sagði málaferlin hafa verið einstök en málið hefði samt farið sama ferli og önnur. Hann sagðist ekki eiga neinn annan kost en að sleppa Trump án refsingar, vegna stöðu hans. Trump sjálfur var ekki í dómsalnum þegar refsingin var opinberuð. Hann er staddur í Flórída en fylgdist með gegnum fjarfundarbúnað og tjáði sig einnig. Donald Trump og lögmaður hans Todd Blanche.AP/Brendan McDermid Merchan hafði áður gefið til kynna að hann ætlaði sér ekki að dæma Trump til fangelsisvistar. Samkvæmt fyrri yfirlýsingum hans þótti líklegt að málaferlin myndu enda með þessum hætti. Trump hefur ítrekað farið hörðum orðum um Merchan og jafnvel líkt honum við djöfulinn. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur í maí fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í aðdraganda forsetakosninganna 2020. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Trump sakfelldur fyrir skjalafals Lögmenn Trumps hafa varið miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir að Merchan fái að kveða upp refsingu Trumps í aðdraganda embættistöku hans þann 20. janúar. Þær tilraunur fóru alla leið til Hæstaréttar en dómarar þar höfunuðu kröfunni í gær. Sjá einnig: Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Emil Bove, einn lögmanna Trumps, var í dómsal í New York. Trump var í Flórída en með honum var Todd Blanche, annar lögmaður hans. Báðir hafa verið tilnefndir af Trump í háttsett embætti aðstoðar dómsmálaráðherra. Sagðist ekki hafa gert neitt rangt Áður en Merchan lýsti yfir ákvörðun sinni sagði Joshua Steinglass, saksóknari, að hann væri hlynntur því að Trump yrði sleppt án refsingar, vegna þess að hann tæki við embætti forseta eftir nokkra daga. Hann minnti hins vegar á að Trump hefði verið sakfelldur í 34 ákæruliðum og sagði að hann hefði ekki sýnt nokkra iðrun. Þess í stað hefði hann sýnt dómkerfi Bandaríkjanna fyrirlitningu í hverju skrefi málsins. Steinglass sagði Trump hafa ógnað saksókurum, dómaranum og kviðdómendum og heilt yfir hefði Trump valdið dómkerfinu ævarandi skaða. Blanche fór öfuga leið í ummælum sínum og hélt því að málaferlin gegn Trump hefðu ekki fylgt lögum. Trump hefði aldrei átt að vera ákærður og hélt hann því fram að með því að kjósa hann til embættis forseta, væri meirihluti þjóðarinnar sammála því. Trump tjáði sig einnig en hann sagði málaferlin gegn sér eiga rætur í pólitík. Hann sagði upplifunina hafa verið hræðilega og að málaferlin væru mikil mistök fyrir New York ríki og dómkerfi ríkisins. Þá staðhæfði Trump að hann hefði ekkert rangt gert og sagði, eins og hann hefur svo oft gert áður, að um „nornaveiðar“ væri að ræða. „Ég er algjörlega saklaus. Ég gerði ekkert rangt.“ Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. 9. janúar 2025 13:34 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, sagði málaferlin hafa verið einstök en málið hefði samt farið sama ferli og önnur. Hann sagðist ekki eiga neinn annan kost en að sleppa Trump án refsingar, vegna stöðu hans. Trump sjálfur var ekki í dómsalnum þegar refsingin var opinberuð. Hann er staddur í Flórída en fylgdist með gegnum fjarfundarbúnað og tjáði sig einnig. Donald Trump og lögmaður hans Todd Blanche.AP/Brendan McDermid Merchan hafði áður gefið til kynna að hann ætlaði sér ekki að dæma Trump til fangelsisvistar. Samkvæmt fyrri yfirlýsingum hans þótti líklegt að málaferlin myndu enda með þessum hætti. Trump hefur ítrekað farið hörðum orðum um Merchan og jafnvel líkt honum við djöfulinn. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur í maí fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í aðdraganda forsetakosninganna 2020. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Trump sakfelldur fyrir skjalafals Lögmenn Trumps hafa varið miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir að Merchan fái að kveða upp refsingu Trumps í aðdraganda embættistöku hans þann 20. janúar. Þær tilraunur fóru alla leið til Hæstaréttar en dómarar þar höfunuðu kröfunni í gær. Sjá einnig: Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Emil Bove, einn lögmanna Trumps, var í dómsal í New York. Trump var í Flórída en með honum var Todd Blanche, annar lögmaður hans. Báðir hafa verið tilnefndir af Trump í háttsett embætti aðstoðar dómsmálaráðherra. Sagðist ekki hafa gert neitt rangt Áður en Merchan lýsti yfir ákvörðun sinni sagði Joshua Steinglass, saksóknari, að hann væri hlynntur því að Trump yrði sleppt án refsingar, vegna þess að hann tæki við embætti forseta eftir nokkra daga. Hann minnti hins vegar á að Trump hefði verið sakfelldur í 34 ákæruliðum og sagði að hann hefði ekki sýnt nokkra iðrun. Þess í stað hefði hann sýnt dómkerfi Bandaríkjanna fyrirlitningu í hverju skrefi málsins. Steinglass sagði Trump hafa ógnað saksókurum, dómaranum og kviðdómendum og heilt yfir hefði Trump valdið dómkerfinu ævarandi skaða. Blanche fór öfuga leið í ummælum sínum og hélt því að málaferlin gegn Trump hefðu ekki fylgt lögum. Trump hefði aldrei átt að vera ákærður og hélt hann því fram að með því að kjósa hann til embættis forseta, væri meirihluti þjóðarinnar sammála því. Trump tjáði sig einnig en hann sagði málaferlin gegn sér eiga rætur í pólitík. Hann sagði upplifunina hafa verið hræðilega og að málaferlin væru mikil mistök fyrir New York ríki og dómkerfi ríkisins. Þá staðhæfði Trump að hann hefði ekkert rangt gert og sagði, eins og hann hefur svo oft gert áður, að um „nornaveiðar“ væri að ræða. „Ég er algjörlega saklaus. Ég gerði ekkert rangt.“
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. 9. janúar 2025 13:34 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. 9. janúar 2025 13:34