Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2025 13:00 Zinedine Zidane með Ólympíukyndilinn síðasta sumar. Tekur hann við öðrum kyndli af Didier Deschamps? Getty/Stephanie Lecocq Didier Deschamps hefur nú staðfest að hann muni hætta sem landsliðsþjálfari Frakka í fótbolta eftir HM í Ameríku á næsta ári. Zinedine Zidane þykir líklegasti arftaki hans. Deschamps greindi frá því í dag að hann myndi hætta eftir HM 2026 en þá rennur núgildandi samningur þessa 56 ára gamla þjálfara út. "I’m expected to be here until 2026… the next World Cup. "It’ll stop there, because it has to stop at some point. It’s clear in my head."Didier Deschamps has announced that he will step down as France men’s head coach following the 2026 World Cup.More from @CharlotteHarpur— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 8, 2025 Frakkar eiga reyndar enn eftir að tryggja sig inn á HM og því ekki útilokað að Deschamps hætti fyrr. Ísland gæti mögulega orðið hindrun í vegi Frakka því liðið sem vinnur einvígi Frakklands og Króatíu, í Þjóðadeildinni í mars, verður í riðli með Íslandi í undankeppninni í haust. Deschamps tók við franska landsliðinu af Laurent Blanc árið 2012 og undir hans stjórn hefur liðið meðal annars orðið heimsmeistari árið 2018 og unnið Þjóðadeildina 2021, auk silfurs á HM 2022 og EM 2016, og bronsverðlauna á EM í fyrra. Miðillinn virti L'Equipe í Frakklandi segir að Zidane sé efstur á lista yfir mögulega arftaka Deschamps. Þrjú ár eru síðan Zidane hætti sem þjálfari Real Madrid og þó að hann hafi verið orðaður við ýmis lið hefur hann ekki þjálfað síðan þá. Það má því leiða að því líkum að Zidane, sem varð sannkölluð goðsögn í franska landsliðinu sem leikmaður, bíði eftir því að geta tekið við sem landsliðsþjálfari. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Deschamps greindi frá því í dag að hann myndi hætta eftir HM 2026 en þá rennur núgildandi samningur þessa 56 ára gamla þjálfara út. "I’m expected to be here until 2026… the next World Cup. "It’ll stop there, because it has to stop at some point. It’s clear in my head."Didier Deschamps has announced that he will step down as France men’s head coach following the 2026 World Cup.More from @CharlotteHarpur— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 8, 2025 Frakkar eiga reyndar enn eftir að tryggja sig inn á HM og því ekki útilokað að Deschamps hætti fyrr. Ísland gæti mögulega orðið hindrun í vegi Frakka því liðið sem vinnur einvígi Frakklands og Króatíu, í Þjóðadeildinni í mars, verður í riðli með Íslandi í undankeppninni í haust. Deschamps tók við franska landsliðinu af Laurent Blanc árið 2012 og undir hans stjórn hefur liðið meðal annars orðið heimsmeistari árið 2018 og unnið Þjóðadeildina 2021, auk silfurs á HM 2022 og EM 2016, og bronsverðlauna á EM í fyrra. Miðillinn virti L'Equipe í Frakklandi segir að Zidane sé efstur á lista yfir mögulega arftaka Deschamps. Þrjú ár eru síðan Zidane hætti sem þjálfari Real Madrid og þó að hann hafi verið orðaður við ýmis lið hefur hann ekki þjálfað síðan þá. Það má því leiða að því líkum að Zidane, sem varð sannkölluð goðsögn í franska landsliðinu sem leikmaður, bíði eftir því að geta tekið við sem landsliðsþjálfari.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira