Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2025 09:50 Dagur segist hafa verið reiðubúinn til að taka við embætti þingflokksformanns. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa gert ráð fyrir því að verða þingflokksformaður flokksins. Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn formaður þingflokksins í gær. Kristrún Frostadóttir lagði til á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í gær að Guðmundur Ari yrði formaður, auk þess sem Arna Lára Jónsdóttir yrði varaformaður og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari þingflokks. Tillögurnar voru einróma samþykktar. Fer til annarra verkefna Í samtali við Morgunblaðið segir Dagur, sem hafði ítrekað verið nefndur sem mögulegur þingflokksformaður, að hann hafi verið tilbúinn til að takast á við það verkefni. „Ekki spurning um það, og gerði alveg ráð fyrir því. Þannig að ég fer til annara verkefna,“ hefur Mogginn eftir Degi. Þar nefnir hann þó ekki hvaða verkefni er um að ræða, en enn á eftir að raða niður í nefndir þingsins, bæði almennum nefndarmönnum en einnig formönnum. Formaðurinn segir samstöðu í þingflokknum Það fór hátt í kosningabaráttunni þegar Kristrún fullvissaði mögulegan kjósanda flokksins, sem var ósáttur við að Dagur væri í þingframboði, um að Dagur væri „aukaleikari“ og yrði ekki ráðherra. Nú er ljóst að hann fær ekki heldur ábyrgðarstöðu í stjórn þingflokksins. Fréttastofa ræddi við Guðmund Ara í gær, eftir að ljóst varð að hann yrði þingflokksformaður. Þá var hann meðal annars spurður hvernig Dagur hefði tekið þeim tíðindum. Guðmundur Ari svaraði því til að mikil samstaða hafi verið innan þingflokksins. „Og engin önnur tillaga sem barst á fundinum eða neitt svoleiðis. Þannig að það er bara mikil samstaða í þingflokknum,“ sagði Guðmundur Ari í gær. Fréttastofa hefur ekki náð í Dag nú í morgun. Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Guðmundur Ari Sigurjónsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur verið útnefndur þingflokksformaður flokksins. Tillaga Kristrúnar Frostadóttur þess efnis var samþykkt á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í dag. Dagur B. Eggertsson kemst ekki á blað í stjórn þingflokksins. 7. janúar 2025 14:34 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Kristrún Frostadóttir lagði til á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í gær að Guðmundur Ari yrði formaður, auk þess sem Arna Lára Jónsdóttir yrði varaformaður og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari þingflokks. Tillögurnar voru einróma samþykktar. Fer til annarra verkefna Í samtali við Morgunblaðið segir Dagur, sem hafði ítrekað verið nefndur sem mögulegur þingflokksformaður, að hann hafi verið tilbúinn til að takast á við það verkefni. „Ekki spurning um það, og gerði alveg ráð fyrir því. Þannig að ég fer til annara verkefna,“ hefur Mogginn eftir Degi. Þar nefnir hann þó ekki hvaða verkefni er um að ræða, en enn á eftir að raða niður í nefndir þingsins, bæði almennum nefndarmönnum en einnig formönnum. Formaðurinn segir samstöðu í þingflokknum Það fór hátt í kosningabaráttunni þegar Kristrún fullvissaði mögulegan kjósanda flokksins, sem var ósáttur við að Dagur væri í þingframboði, um að Dagur væri „aukaleikari“ og yrði ekki ráðherra. Nú er ljóst að hann fær ekki heldur ábyrgðarstöðu í stjórn þingflokksins. Fréttastofa ræddi við Guðmund Ara í gær, eftir að ljóst varð að hann yrði þingflokksformaður. Þá var hann meðal annars spurður hvernig Dagur hefði tekið þeim tíðindum. Guðmundur Ari svaraði því til að mikil samstaða hafi verið innan þingflokksins. „Og engin önnur tillaga sem barst á fundinum eða neitt svoleiðis. Þannig að það er bara mikil samstaða í þingflokknum,“ sagði Guðmundur Ari í gær. Fréttastofa hefur ekki náð í Dag nú í morgun.
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Guðmundur Ari Sigurjónsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur verið útnefndur þingflokksformaður flokksins. Tillaga Kristrúnar Frostadóttur þess efnis var samþykkt á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í dag. Dagur B. Eggertsson kemst ekki á blað í stjórn þingflokksins. 7. janúar 2025 14:34 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Guðmundur Ari Sigurjónsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur verið útnefndur þingflokksformaður flokksins. Tillaga Kristrúnar Frostadóttur þess efnis var samþykkt á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í dag. Dagur B. Eggertsson kemst ekki á blað í stjórn þingflokksins. 7. janúar 2025 14:34