Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2025 06:34 Sprengjan reyndist tundurdufl en ekki djúpsjávarsprengja eins og fyrst var talið. Landhelgisgæslan Sprengjan sem togarinn Björg EA kom með til hafnar við afhafnasvæði Útgerðarfélags Akureyrar í gær reyndist tundurdufl en ekki djúpsjávarsprengja, eins og fyrst var talið. Sprengjunni var komið ofan í sjó af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi og dregið út í Eyjafjörð, þar sem til stendur að eyða því í birtingu. Götulokunum við Hjalteyrargötu var aflétt um klukkan 20 og gefið út að óhætt væri að hefja aftur störf í fiskvinnslu ÚA. Greint var frá aðgerðunum á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar í nótt en þar segir meðal annars að tryggja hafi þurft hvellhettu tundurduflsins áður en hægt var að hefja flutning þess. „Að því búnu var tundurduflinu komið fyrir á lyftara og það fært innan hafnarsvæðisins. Af lyftaranum var tundurduflið híft og því komið fyrir í sjó. Næst var það dregið með dráttarbáti hafnarinnar á heppilegan stað þar sem gert er ráð fyrir að því verði eytt í birtingu á morgun.“ Vísir greindi frá götulokununum í gær en athafnasvæði ÚA var rýmt þegar komið var með sprengjuna í land. Lokunarsvæðið var stækkað eftir að ákveið var að flytja sprengjuna til austurs á hafnarsvæðinu. Samkvæmt uppfærslum lögreglunnar á Norðurlandi eystra á Facebook var sprengjunni komið ofan í sjó í framhaldinu og dregin frá svæðinu og á haf út. Þetta er annað skiptið á rétt rúmu árið sem Björg EA fær sprengju í veiðarfærin en brot úr breskri sprengju úr síðari heimsstyrjöldinni kom í trollið utan við Melrakkasléttu 3. janúar í fyrra. Akureyri Sjávarútvegur Hernaður Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Sprengjunni var komið ofan í sjó af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi og dregið út í Eyjafjörð, þar sem til stendur að eyða því í birtingu. Götulokunum við Hjalteyrargötu var aflétt um klukkan 20 og gefið út að óhætt væri að hefja aftur störf í fiskvinnslu ÚA. Greint var frá aðgerðunum á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar í nótt en þar segir meðal annars að tryggja hafi þurft hvellhettu tundurduflsins áður en hægt var að hefja flutning þess. „Að því búnu var tundurduflinu komið fyrir á lyftara og það fært innan hafnarsvæðisins. Af lyftaranum var tundurduflið híft og því komið fyrir í sjó. Næst var það dregið með dráttarbáti hafnarinnar á heppilegan stað þar sem gert er ráð fyrir að því verði eytt í birtingu á morgun.“ Vísir greindi frá götulokununum í gær en athafnasvæði ÚA var rýmt þegar komið var með sprengjuna í land. Lokunarsvæðið var stækkað eftir að ákveið var að flytja sprengjuna til austurs á hafnarsvæðinu. Samkvæmt uppfærslum lögreglunnar á Norðurlandi eystra á Facebook var sprengjunni komið ofan í sjó í framhaldinu og dregin frá svæðinu og á haf út. Þetta er annað skiptið á rétt rúmu árið sem Björg EA fær sprengju í veiðarfærin en brot úr breskri sprengju úr síðari heimsstyrjöldinni kom í trollið utan við Melrakkasléttu 3. janúar í fyrra.
Akureyri Sjávarútvegur Hernaður Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira