Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2025 12:42 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverifs-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur lagði línurnar fyrir fyrstu mánuðum þessa kjörtímabils á ríkisstjórnarfundi í morgun. Orkumál eru þar ofarlega á lista og hyggst orkumálaráðherra leggja fram tillögu að rammaáætlun. Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar, sem tók við keflinu í lok síðasta mánaðar voru skýrir um það að verkin verði látin tala á næstu misserum, þegar þeir gengu út af ríkisstjórnarfundi í morgun. Almenningur í forgangi Orkumál verða mikið áhersluatriði og segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að hann muni leggja áherslu á þrjú mál sem stefnt verði á að afgreiða á vorþinginu. Fyrst verði að liðka fyrir aukinni orkuöflun með einföldun á leyfisveitingaferlinu og þá þurfi að tryggja forgang almennings að afhendingu raforku. „Þannig að það sé algjörlega ljóst þegar er umframeftirspurn í kerfinu að almenningur, heimili og smærri fyrirtæki njóti forgangs. Þetta á í mínum huga að vera hluti af okkar samfélagssáttmála að allir hafi aðgang að öruggri orku og ódýrri orku og lögin í landinu verða að endurspegla þetta, sem þau gera ekki í dag.“ Eins ætlar hann að leggja fram þingsályktunartillögu um rammaáætlun. „Ég mun leggja til að ákveðnir kostir fari þar í nýtingarflokk og verndarflokk,“ segir Jóhann Páll. Ýmsar hugmyndir um hagræðingarmöguleika Þessi þrjú mál séu þess eðlis að mikilvægt sé að afgreiða þau sem allra fyrst. „Það er búið að skipa ofboðslega marga starfshópa og láta alls konar vinnu malla, búið að setja heilmikla fjármuni í það og skrifa ágætar skýrslur þar sem er margt sem er hægt að nýta og horfa til. Nú þarf bara að hefjast handa.“ Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir ýmsar aðgerðir til skoðunar til að hagræða í ríkisrekstri. „Það hafa til dæmis verið nefnd innkaup ríkisins, fjárstýring ríkisins, fjármögnun þess. Síðan eru þessar hugmyndir um hagræðingu einstakra verkefna og forgansröðun, sem ég er sannfærður um að við munum líka finna í þessum tillögum sem almenningur er að skila til okkar núna. Góðir punktar sem munu nýtast okkur í þeirri vinnu.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Tengdar fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42 Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar, sem tók við keflinu í lok síðasta mánaðar voru skýrir um það að verkin verði látin tala á næstu misserum, þegar þeir gengu út af ríkisstjórnarfundi í morgun. Almenningur í forgangi Orkumál verða mikið áhersluatriði og segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að hann muni leggja áherslu á þrjú mál sem stefnt verði á að afgreiða á vorþinginu. Fyrst verði að liðka fyrir aukinni orkuöflun með einföldun á leyfisveitingaferlinu og þá þurfi að tryggja forgang almennings að afhendingu raforku. „Þannig að það sé algjörlega ljóst þegar er umframeftirspurn í kerfinu að almenningur, heimili og smærri fyrirtæki njóti forgangs. Þetta á í mínum huga að vera hluti af okkar samfélagssáttmála að allir hafi aðgang að öruggri orku og ódýrri orku og lögin í landinu verða að endurspegla þetta, sem þau gera ekki í dag.“ Eins ætlar hann að leggja fram þingsályktunartillögu um rammaáætlun. „Ég mun leggja til að ákveðnir kostir fari þar í nýtingarflokk og verndarflokk,“ segir Jóhann Páll. Ýmsar hugmyndir um hagræðingarmöguleika Þessi þrjú mál séu þess eðlis að mikilvægt sé að afgreiða þau sem allra fyrst. „Það er búið að skipa ofboðslega marga starfshópa og láta alls konar vinnu malla, búið að setja heilmikla fjármuni í það og skrifa ágætar skýrslur þar sem er margt sem er hægt að nýta og horfa til. Nú þarf bara að hefjast handa.“ Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir ýmsar aðgerðir til skoðunar til að hagræða í ríkisrekstri. „Það hafa til dæmis verið nefnd innkaup ríkisins, fjárstýring ríkisins, fjármögnun þess. Síðan eru þessar hugmyndir um hagræðingu einstakra verkefna og forgansröðun, sem ég er sannfærður um að við munum líka finna í þessum tillögum sem almenningur er að skila til okkar núna. Góðir punktar sem munu nýtast okkur í þeirri vinnu.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Tengdar fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42 Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42
Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30