Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2025 18:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttr utanríkisráðherra gat ekki fullyrt í Kryddsíldinni að Ísraelar væru að fremja þjóðarmorð í Gasa. Hún segir hugtakið lagalegs eðlis og aðeins hægt að skera úr um það fyrir dómstólum. Vísir/Vilhelm Ísland mun greiða framlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrr en áætlað var og segir utanríkisráðherra öruggt að alvarleg brot á alþjóðalögum hafi verið framin í Gaza. Ekki sé hægt að skera úr um hvort um þjóðarmorð sé að ræða nema fyrir alþjóðadómstólum. Þetta kemur fram í færslu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur á Facebook. Þar segir hún ástandið á Gasa óásættanlegt og sýna „allar verstu og grimmustu hliðar mannlegs eðlis“. „Það er öruggt að framin hafa verið alvarleg brot á alþjóðalögum – jafnvel það sem okkur er tamt að tala um sem þjóðarmorð, en úr því fæst ekki endanlega skorið nema fyrir alþjóðadómstólum. Ég veit að íslensku þjóðinni ofbýður þetta ástand – og það sama á við um mig,“ skrifar hún í færslunni. Í Kryddsíldinni á gamlársdag var Þorgerður spurð út í það hvort Ísraelar væru að fremja þjóðarmorð í Gasa. Hún gaf loðin svör og sagði hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Hún var gagnrýnd fyrir svör sín og virðist að einhverju leyti vera að svara fyrir það í færslunni. Þar kemur einnig fram að hún hafi rætt í dag við Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóra UNRWA, og staðfest við hann að Ísland muni greiða framlög til stofnunarinnar fyrr en áætlað var „í ljósi gríðarlegrar mannúðarþarfar“. Einnig hafi hún rætt við Sigrid Kaag, yfirmann mannúðar- og uppbyggingarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Gaza, og farið yfir með henni „mikilvægi þess að koma á vopnahléi í Gaza, bæta aðgengi að mannúðaraðstoð og finna leið að lausn fyrir fólkið á svæðinu“. Staðan núna sé óviðunandi. Hryllingnum verði að linna Þorgerður segir það sína einlægu trú að „alþjóðasamfélagið geti gert meira og talað hærra - fyrir friði og fyrir fólkið sem býr við óhugsandi og grimmilegar aðstæður á degi hverjum.“ Íslendingar geti þar sannanlega orðið að liði og segist Þorgerður hafa einsett sér, við komuna í utanríkisráðuneytið, að beita rödd sinni hvert sem hún færi, í þágu mannúðar og frelsis. Þorgerður segist að lokum hafa óskað eftir fleiri samtölum við forsvarsmenn alþjóðastofnana og ríkja sem að deilunni koma til að öðlast dýpri skilning á stöðunni, gera grein fyrir afstöðu Íslands í málinu og bjóða fram krafta landsins. „Ísland stendur með saklausum borgurum og börnum sem líða fyrir þessar ólýsanlegu hörmungar. Þessum hryllingi verður að linna,“ segir hún að lokum. Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur á Facebook. Þar segir hún ástandið á Gasa óásættanlegt og sýna „allar verstu og grimmustu hliðar mannlegs eðlis“. „Það er öruggt að framin hafa verið alvarleg brot á alþjóðalögum – jafnvel það sem okkur er tamt að tala um sem þjóðarmorð, en úr því fæst ekki endanlega skorið nema fyrir alþjóðadómstólum. Ég veit að íslensku þjóðinni ofbýður þetta ástand – og það sama á við um mig,“ skrifar hún í færslunni. Í Kryddsíldinni á gamlársdag var Þorgerður spurð út í það hvort Ísraelar væru að fremja þjóðarmorð í Gasa. Hún gaf loðin svör og sagði hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Hún var gagnrýnd fyrir svör sín og virðist að einhverju leyti vera að svara fyrir það í færslunni. Þar kemur einnig fram að hún hafi rætt í dag við Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóra UNRWA, og staðfest við hann að Ísland muni greiða framlög til stofnunarinnar fyrr en áætlað var „í ljósi gríðarlegrar mannúðarþarfar“. Einnig hafi hún rætt við Sigrid Kaag, yfirmann mannúðar- og uppbyggingarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Gaza, og farið yfir með henni „mikilvægi þess að koma á vopnahléi í Gaza, bæta aðgengi að mannúðaraðstoð og finna leið að lausn fyrir fólkið á svæðinu“. Staðan núna sé óviðunandi. Hryllingnum verði að linna Þorgerður segir það sína einlægu trú að „alþjóðasamfélagið geti gert meira og talað hærra - fyrir friði og fyrir fólkið sem býr við óhugsandi og grimmilegar aðstæður á degi hverjum.“ Íslendingar geti þar sannanlega orðið að liði og segist Þorgerður hafa einsett sér, við komuna í utanríkisráðuneytið, að beita rödd sinni hvert sem hún færi, í þágu mannúðar og frelsis. Þorgerður segist að lokum hafa óskað eftir fleiri samtölum við forsvarsmenn alþjóðastofnana og ríkja sem að deilunni koma til að öðlast dýpri skilning á stöðunni, gera grein fyrir afstöðu Íslands í málinu og bjóða fram krafta landsins. „Ísland stendur með saklausum borgurum og börnum sem líða fyrir þessar ólýsanlegu hörmungar. Þessum hryllingi verður að linna,“ segir hún að lokum.
Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira