„Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2025 12:03 Haraldur Ólafsson veðurfræðingur er formaður Heimssýnar. Vísir/Vilhelm Formaður hreyfingar þeirra sem eru andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið, segir glórulaust að fara í vegferð sem miðar að inngöngu í sambandið. Ríkisstjórnarflokkarnir hafi komist til valda með því að ræða Evrópumálin sem minnst. Fleiri eru andvígir aðild Íslands að ESB en hlynntir samkvæmt könnun Maskínu. Þó vill meirihluti þjóðarinnar atkvæðagreiðslu um málið. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild fari eigi síðar fram en árið 2027. Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar, hreyfingar þeirra sem eru andvígir inngöngu Íslands í ESB, segir að miðað við niðurstöður könnunarinnar sé glórulaust að leggja í vegferð sem miðar að því að ganga í ESB. „Það þarf að vera traustur vilji, bæði hjá þjóðinni og Alþingi og ríkisstjórn, til að menn fari af stað í svona lagað. Það sem menn eru að tala um í sambandi við þjóðaratkvæðagreiðslu, er atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn, aðildarferli. Það er ferli sem þarf mikinn stuðning heima fyrir og kostar gríðarlegar upphæðir,“ segir Haraldur. Evrópusuðið haldi áfram Hann telur einhverja þeirra sem eru á móti inngöngu í sambandið vilja atkvæðagreiðslu til þess að hægt sé að hætta að ræða málið. „Því er til að svara að þetta evrópusuð, það hættir ekkert. Við sjáum það í Noregi að það var farið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972. Evrópusinnar töpuðu henni en þeir byrjuðu strax að suða aftur og fengu aðra atkvæðagreiðslu tuttugu árum seinna. Þeir hafa verið suðandi síðan þá. Þannig suðið hverfur ekki þótt það verði einhver þjóðaratkvæðagreiðsla, því miður er það bara þannig,“ segir Haraldur. Sópuðu Evrópumálunum undir teppi Viðreisn og Samfylking hafa í gegnum tíðina verið hlynnt inngöngu í ESB. Haraldur segir flokkana hafa falið þá afstöðu í kosningabaráttunni. „Samfylkingin gerði það mjög meðvitað. Svo rýkur Viðreisn þarna upp á lokametrunum fyrir kosningar. Það gera þeir með því að segja ekki orð um Evrópumálin, það er nú bara svo einfalt,“ segir Haraldur. Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Fleiri eru andvígir aðild Íslands að ESB en hlynntir samkvæmt könnun Maskínu. Þó vill meirihluti þjóðarinnar atkvæðagreiðslu um málið. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild fari eigi síðar fram en árið 2027. Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar, hreyfingar þeirra sem eru andvígir inngöngu Íslands í ESB, segir að miðað við niðurstöður könnunarinnar sé glórulaust að leggja í vegferð sem miðar að því að ganga í ESB. „Það þarf að vera traustur vilji, bæði hjá þjóðinni og Alþingi og ríkisstjórn, til að menn fari af stað í svona lagað. Það sem menn eru að tala um í sambandi við þjóðaratkvæðagreiðslu, er atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn, aðildarferli. Það er ferli sem þarf mikinn stuðning heima fyrir og kostar gríðarlegar upphæðir,“ segir Haraldur. Evrópusuðið haldi áfram Hann telur einhverja þeirra sem eru á móti inngöngu í sambandið vilja atkvæðagreiðslu til þess að hægt sé að hætta að ræða málið. „Því er til að svara að þetta evrópusuð, það hættir ekkert. Við sjáum það í Noregi að það var farið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972. Evrópusinnar töpuðu henni en þeir byrjuðu strax að suða aftur og fengu aðra atkvæðagreiðslu tuttugu árum seinna. Þeir hafa verið suðandi síðan þá. Þannig suðið hverfur ekki þótt það verði einhver þjóðaratkvæðagreiðsla, því miður er það bara þannig,“ segir Haraldur. Sópuðu Evrópumálunum undir teppi Viðreisn og Samfylking hafa í gegnum tíðina verið hlynnt inngöngu í ESB. Haraldur segir flokkana hafa falið þá afstöðu í kosningabaráttunni. „Samfylkingin gerði það mjög meðvitað. Svo rýkur Viðreisn þarna upp á lokametrunum fyrir kosningar. Það gera þeir með því að segja ekki orð um Evrópumálin, það er nú bara svo einfalt,“ segir Haraldur.
Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira