Skaut sig áður en bíllinn sprakk Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2025 20:40 Cybertruck sprakk fyrir utan andryri Trump-hótelsins í Las Vegas í gær, nýársdag. Getty/Ethan Miller Reynslumikill og margheiðraður sérsveitarmaður sem sprengdi sig í loft upp inn í Cybertruck frá Tesla fyrir utan Trump-hótelið í Las Vegas á nýársdag svipti sig lífi áður en bíllinn sprakk. Rannsakendur telja að maðurinn hafi ætlað sér að valda meiri skaða en sprengjan sem hann smíðaði er sögð hafa verið léleg og stálið sem bíllinn er gerður úr er sagt hafa dregið verulega úr áhrifum sprengingarinnar. Sjö slösuðust þegar Matthew Livelsberger, starfandi sérsveitarmaður í bandaríska hernum, sprengdi sig í loft upp fyrir utan hótelið á nýársdag. Livelsberger hafði margsinnis verið heiðraður af hernum fyrir störf sín en hann var í sérsveitum sem á ensku kallast „Green Berets“ og starfa að mestu við að þjálfa upp bandamenn Bandaríkjanna á erlendri grundu og sporna gegn hryðjuverkastarfsemi. Skilríki Livelsberger fundust í bílnum en vegna þess hve illa brunnið líkið er hefur ekki verið staðfest með lífsýnum, fingraförum eða sambærilegum aðferðum að um hann sé að ræða. Rannsakendur segja það þó mjög líklegt, samkvæmt frétt Washington Post, og er það meðal annars byggt á sýnilegum húðflúrum á líkinu og skilríkjunum sem fundust. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði Livelsberger verið í hernum frá 2006 og þjónað víðsvegar um heiminn. Hann hafði að minnsta kosti tvisvar sinnum fengið bronsstjörnuna svokölluðu og í annað sinn fyrir að sína mikið hugrekki í átökum, auk annarra orða frá hernum. Hann mun hafa verið í fríi frá hernum um áramótin. Fram kom á blaðamannafundi í dag að skotsár fannst á höfði mannsins og fannst einni skammbyssa við fætur hans í bílnum. Er þess vegna talið að hann hafi skotið sig áður en sprengjan sprakk. Önnur byssa fannst í bílnum en einnig flugeldar, skilríki, sími og aðrir munir. Frá Trump-hótelinu í Las Vegas.AP/Ian Maule Þá kom einnig fram að skaðinn vegna sprengingarinnar hefði að mestu átt sér stað inn í bílnum sjálfum. Krafturinn frá sprengjunni hafi leitað upp á við en ekki í átt að dyrum hótelsins þar rétt hjá. Sprengjan var gerð úr flugeldum og gaskútum en AP hefur eftir einum af rannsakendum í málinu, sérfræðingi frá löggæslustofnuninni ATF, sem heldur utan um málefni áfengis, tóbaks, skotvopna og sprengiefna, að miðað við reynslu Livelsberger sé undarlegt hversu vanþróuð bílsprengjan hafi í raun verið. Bandaríkin Erlend sakamál Donald Trump Tengdar fréttir Talinn hafa staðið einn að verki Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FB) telja nú að árásarmaðurinn í New Orleans hafi staðið einn að verki. Þá er ekki talið að tengsl séu á milli árásarinnar og sprengingar í Cybertruck í Las Vegas í gær, þó það sé ekki talið ómögulegt. 2. janúar 2025 17:44 Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn. 2. janúar 2025 08:26 Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar. 1. janúar 2025 21:56 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sjö slösuðust þegar Matthew Livelsberger, starfandi sérsveitarmaður í bandaríska hernum, sprengdi sig í loft upp fyrir utan hótelið á nýársdag. Livelsberger hafði margsinnis verið heiðraður af hernum fyrir störf sín en hann var í sérsveitum sem á ensku kallast „Green Berets“ og starfa að mestu við að þjálfa upp bandamenn Bandaríkjanna á erlendri grundu og sporna gegn hryðjuverkastarfsemi. Skilríki Livelsberger fundust í bílnum en vegna þess hve illa brunnið líkið er hefur ekki verið staðfest með lífsýnum, fingraförum eða sambærilegum aðferðum að um hann sé að ræða. Rannsakendur segja það þó mjög líklegt, samkvæmt frétt Washington Post, og er það meðal annars byggt á sýnilegum húðflúrum á líkinu og skilríkjunum sem fundust. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði Livelsberger verið í hernum frá 2006 og þjónað víðsvegar um heiminn. Hann hafði að minnsta kosti tvisvar sinnum fengið bronsstjörnuna svokölluðu og í annað sinn fyrir að sína mikið hugrekki í átökum, auk annarra orða frá hernum. Hann mun hafa verið í fríi frá hernum um áramótin. Fram kom á blaðamannafundi í dag að skotsár fannst á höfði mannsins og fannst einni skammbyssa við fætur hans í bílnum. Er þess vegna talið að hann hafi skotið sig áður en sprengjan sprakk. Önnur byssa fannst í bílnum en einnig flugeldar, skilríki, sími og aðrir munir. Frá Trump-hótelinu í Las Vegas.AP/Ian Maule Þá kom einnig fram að skaðinn vegna sprengingarinnar hefði að mestu átt sér stað inn í bílnum sjálfum. Krafturinn frá sprengjunni hafi leitað upp á við en ekki í átt að dyrum hótelsins þar rétt hjá. Sprengjan var gerð úr flugeldum og gaskútum en AP hefur eftir einum af rannsakendum í málinu, sérfræðingi frá löggæslustofnuninni ATF, sem heldur utan um málefni áfengis, tóbaks, skotvopna og sprengiefna, að miðað við reynslu Livelsberger sé undarlegt hversu vanþróuð bílsprengjan hafi í raun verið.
Bandaríkin Erlend sakamál Donald Trump Tengdar fréttir Talinn hafa staðið einn að verki Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FB) telja nú að árásarmaðurinn í New Orleans hafi staðið einn að verki. Þá er ekki talið að tengsl séu á milli árásarinnar og sprengingar í Cybertruck í Las Vegas í gær, þó það sé ekki talið ómögulegt. 2. janúar 2025 17:44 Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn. 2. janúar 2025 08:26 Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar. 1. janúar 2025 21:56 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Talinn hafa staðið einn að verki Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FB) telja nú að árásarmaðurinn í New Orleans hafi staðið einn að verki. Þá er ekki talið að tengsl séu á milli árásarinnar og sprengingar í Cybertruck í Las Vegas í gær, þó það sé ekki talið ómögulegt. 2. janúar 2025 17:44
Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn. 2. janúar 2025 08:26
Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar. 1. janúar 2025 21:56