Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2024 11:40 Maciej æfði fótbolta með Fylki. Á meðal þeirra sem voru viðstaddir kyrrðarstundina í Árbæjarkirkju í gær voru félagar hans úr íþróttum. Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins. Drengurinn hét Maciej Andrzej Bieda og gekk í 5. bekk í Árbæjarskóla. Hann og fjölskylda hans eru frá Póllandi en búsett á Íslandi. Maciej var ásamt foreldrum sínum, systur og öðrum fjölskyldumeðlimum í fríi í bænum Nola nærri borginni Napólí þegar bíl var ekið á hann, þar sem hann var á göngu með fjölskyldu sinni. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi og lögregla rannsakar málið, að því er fram kemur í ítölskum miðlum. Tendruðu ljós og sungu Fregnir af slysinu bárust heim til Íslands strax daginn eftir og samdægurs opnaði Árbæjarkirkja dyr sínar fyrir fólki sem vildi tendra ljós í minningu Maciej. Í gær var svo haldin formleg kyrrðar- og bænastund í kirkjunni, þar sem um tvö hundruð manns voru viðstaddir, að sögn Þórs Haukssonar sóknarprests. Maciej var í 5. bekk í Árbæjarskóla. „Fullorðnir og börn, skólafélagar og krakkar sem voru með honum í íþróttum komu og áttu þarna kyrrðarstund þar sem var bæði tendrað á ljósum og sungið. Og bara, hér var samfélag. Samfélagið hérna í Árbænum er bara í áfalli.“ Farið var yfir það á kyrrðarstundinni hvernig best sé að takast á við harmleik sem þennan. „Hvernig á að nálgast þetta allt saman, spurningar barnanna og það allt og ég held að þetta sé svona bara aðeins til að hópast saman og takast á við þennan hörmulega atburð,“ segir Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarkirkju. Safna fé fyrir fjölskylduna Fjölskylda Maciej er enn úti á Ítalíu og sér ekki fram á að koma heim til Íslands fyrr en eftir áramót. Foreldrar hans standa frammi fyrir miklum kostnaði vegna andláts sonarins, meðal annars við flutning hans heim. Fjölskylduvinur hefur því hrundið af stað söfnun fyrir fjölskylduna. Reikningurinn er í nafni Önnu, móður Maciej. Reikningsupplýsingar er að finna hér fyrir neðan: Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829 Reykjavík Samgönguslys Þjóðkirkjan Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka Sjá meira
Drengurinn hét Maciej Andrzej Bieda og gekk í 5. bekk í Árbæjarskóla. Hann og fjölskylda hans eru frá Póllandi en búsett á Íslandi. Maciej var ásamt foreldrum sínum, systur og öðrum fjölskyldumeðlimum í fríi í bænum Nola nærri borginni Napólí þegar bíl var ekið á hann, þar sem hann var á göngu með fjölskyldu sinni. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi og lögregla rannsakar málið, að því er fram kemur í ítölskum miðlum. Tendruðu ljós og sungu Fregnir af slysinu bárust heim til Íslands strax daginn eftir og samdægurs opnaði Árbæjarkirkja dyr sínar fyrir fólki sem vildi tendra ljós í minningu Maciej. Í gær var svo haldin formleg kyrrðar- og bænastund í kirkjunni, þar sem um tvö hundruð manns voru viðstaddir, að sögn Þórs Haukssonar sóknarprests. Maciej var í 5. bekk í Árbæjarskóla. „Fullorðnir og börn, skólafélagar og krakkar sem voru með honum í íþróttum komu og áttu þarna kyrrðarstund þar sem var bæði tendrað á ljósum og sungið. Og bara, hér var samfélag. Samfélagið hérna í Árbænum er bara í áfalli.“ Farið var yfir það á kyrrðarstundinni hvernig best sé að takast á við harmleik sem þennan. „Hvernig á að nálgast þetta allt saman, spurningar barnanna og það allt og ég held að þetta sé svona bara aðeins til að hópast saman og takast á við þennan hörmulega atburð,“ segir Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarkirkju. Safna fé fyrir fjölskylduna Fjölskylda Maciej er enn úti á Ítalíu og sér ekki fram á að koma heim til Íslands fyrr en eftir áramót. Foreldrar hans standa frammi fyrir miklum kostnaði vegna andláts sonarins, meðal annars við flutning hans heim. Fjölskylduvinur hefur því hrundið af stað söfnun fyrir fjölskylduna. Reikningurinn er í nafni Önnu, móður Maciej. Reikningsupplýsingar er að finna hér fyrir neðan: Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829
Reykjavík Samgönguslys Þjóðkirkjan Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka Sjá meira