Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2024 21:32 Svona var um að litast við hús eitt í Augusta í Georgíuríki eftir að Helene reið yfir. Ljóst er að kraftur óveðursins var mikill. Svo mikill að stærðarinnar tré rifnuðu upp með rótum. Joe Raedle/Getty Áhrifa fellibyljarins Helene, sem reið yfir Norður-Ameríku í september, gætir enn meðal bænda en uppskerubrestur varð vegna veðurofsans. Bændur óttast að þeir nái ekki að framleiða eins og þeir þurfa á næsta ári. Bændur um öll Suðurríki Bandaríkjanna urðu fyrir miklu áfalli í kjölfar þess að fellibylurinn Helene reið yfir. Talið er að tjónið nemi um 5,5 milljörðum bandaríkjadala í Georgíuríki einu, sem nemur um 770 milljörðum íslenskra króna. Tjón upp á 60 milljónir Chris Hopkins er einn þeirra bænda sem varð fyrir miklu tjóni, um helmingur bómullar-uppskeru hans bjargðaðist en tjón hans er metið á um 430 þúsund dali, eða um 60 milljónir króna. „Ég tapaði um helmingi uppskerunnar. Hún ýmist fauk í burtu eða plantan var svo löskuð og veðurbarin að við gátum ekki nýtt hana. Helmingur uppskerunanr er farinn. Helene tróð okkur ekki bara um tær, hún hryggbraut okkur,“ segir Hopkins. Hopkins hefur enn ekki náð að klára hreinsunaraðgerðir á býlinu sínu, þar sem hann ræktar bómull, maís og pekanhnetur. Þar má enn sjá ónýtan búnað og tré, sem rifnuðu upp með rótum, liggja sem hráviði á víð og dreif. „Áður en Helene reið yfir stóð hérna lóðrétt geymsla með losunarsnigli. Ég stend hérna þar sem dyrnar voru til að fara inn í korntankinn til að hreinsa hann og vinna við snigilinn. Nú er þetta allt horfið, það má enn sjá brak úr því en korntankurinn sjálfur er lengst í burtu.“ Þurfa aðstoð sem fyrst Hann óttast að framleiðslan verði ekki komin á eðlilegt skrið fyrir næstu uppskerutíð. „Við munum bíta á jaxlinn og gera okkar besta til að reyna að standa við skuldbindingar okkar fyrir '24 og halda áfram '25 í þeirri von að það ár verði betra, með betra afurðaverð og kannski fá eðlilega uppskeru. Við verðum að fá aðstoð og það tímanlega.“ Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Bændur um öll Suðurríki Bandaríkjanna urðu fyrir miklu áfalli í kjölfar þess að fellibylurinn Helene reið yfir. Talið er að tjónið nemi um 5,5 milljörðum bandaríkjadala í Georgíuríki einu, sem nemur um 770 milljörðum íslenskra króna. Tjón upp á 60 milljónir Chris Hopkins er einn þeirra bænda sem varð fyrir miklu tjóni, um helmingur bómullar-uppskeru hans bjargðaðist en tjón hans er metið á um 430 þúsund dali, eða um 60 milljónir króna. „Ég tapaði um helmingi uppskerunnar. Hún ýmist fauk í burtu eða plantan var svo löskuð og veðurbarin að við gátum ekki nýtt hana. Helmingur uppskerunanr er farinn. Helene tróð okkur ekki bara um tær, hún hryggbraut okkur,“ segir Hopkins. Hopkins hefur enn ekki náð að klára hreinsunaraðgerðir á býlinu sínu, þar sem hann ræktar bómull, maís og pekanhnetur. Þar má enn sjá ónýtan búnað og tré, sem rifnuðu upp með rótum, liggja sem hráviði á víð og dreif. „Áður en Helene reið yfir stóð hérna lóðrétt geymsla með losunarsnigli. Ég stend hérna þar sem dyrnar voru til að fara inn í korntankinn til að hreinsa hann og vinna við snigilinn. Nú er þetta allt horfið, það má enn sjá brak úr því en korntankurinn sjálfur er lengst í burtu.“ Þurfa aðstoð sem fyrst Hann óttast að framleiðslan verði ekki komin á eðlilegt skrið fyrir næstu uppskerutíð. „Við munum bíta á jaxlinn og gera okkar besta til að reyna að standa við skuldbindingar okkar fyrir '24 og halda áfram '25 í þeirri von að það ár verði betra, með betra afurðaverð og kannski fá eðlilega uppskeru. Við verðum að fá aðstoð og það tímanlega.“
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira