Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Lillý Valgerður Pétursdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 26. desember 2024 19:33 Frá Súðarvíkurhlíð í dag. aðsend Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum eftir mikið fannfergi síðustu daga og er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður. Nokkur snjóflóð féllu á vegi á Vestfjörðum í nótt. Leiðindaveður hefur verið víða um land um jólahátíðina og töluverð ofankoma og hvasst. Á Vestfjörðum hefur snjónum kyngt niður. „Suðvestan éljagangur frá því á aðfangadag og búinn að vera safnast snjór svona hægt og hægt í fjöll og féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð og nokkrum fleiri stöðum í nótt,“ segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á sviði snjóflóða hjá Veðurstofu Íslands. Þá féllu líka snjóflóð á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Um klukkan eitt í dag var vegurinn um Súðavíkurhlíð mokaður og umferð hleypt á veginn í nokkrar klukkustundir. „Vegagerðin nýtti þann glugga til að opna og hleypa umferð um veginn og svo er útlit fyrir að það fari að snjóa núna, koma skil yfir Vestfirði, og á að fara að snjóa samfellda snjókomu frekar en éljagang. Svo er útlit fyrir að það fari að rigna láglendi seint í kvöld og nótt en að það hvessi aftur með hvassri suðvestan átt og það taki aftur við þetta sama verður á morgun. En svo er í norðanátt á laugardag og svo er útlit fyrir að þetta fari nú að hætta og það verði skaplegt veður eftir sunnudag.“ Þá hefur víða verið þung færð á vegum landsins síðustu daga. Þannig voru Hellisheiði og Holtavörðuheiði ófærar um tíma og það sama á við um Öxnadalsheiði. Þá hefur víða verið flughált í dag en harður árekstur tveggja bíla varð í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og sex fluttir með henni á slysadeild Landspítalans en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru meiðsl þeirra ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið. Þá er snjóflóðahætta enn í gildi á Vestfjörðum og er viðbúið að hún verði þá þar til um helgina. „Það er bara áfram snjóflóðahætta undir þessum bröttu hlíðum og vegum sem eru mjög nálægt hlíðinni eins og Súðavíkurhlíð og það eru fleiri svoleiðis staðir en það er engin hætta í byggð eins og er. Svo er bara útlit fyrir fínasta veður eftir sunnudaginn en þá kólnar mikið. Spáir talsverðu frosti.“ Náttúruhamfarir Snjóflóð á Íslandi Veður Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Sjá meira
Leiðindaveður hefur verið víða um land um jólahátíðina og töluverð ofankoma og hvasst. Á Vestfjörðum hefur snjónum kyngt niður. „Suðvestan éljagangur frá því á aðfangadag og búinn að vera safnast snjór svona hægt og hægt í fjöll og féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð og nokkrum fleiri stöðum í nótt,“ segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á sviði snjóflóða hjá Veðurstofu Íslands. Þá féllu líka snjóflóð á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Um klukkan eitt í dag var vegurinn um Súðavíkurhlíð mokaður og umferð hleypt á veginn í nokkrar klukkustundir. „Vegagerðin nýtti þann glugga til að opna og hleypa umferð um veginn og svo er útlit fyrir að það fari að snjóa núna, koma skil yfir Vestfirði, og á að fara að snjóa samfellda snjókomu frekar en éljagang. Svo er útlit fyrir að það fari að rigna láglendi seint í kvöld og nótt en að það hvessi aftur með hvassri suðvestan átt og það taki aftur við þetta sama verður á morgun. En svo er í norðanátt á laugardag og svo er útlit fyrir að þetta fari nú að hætta og það verði skaplegt veður eftir sunnudag.“ Þá hefur víða verið þung færð á vegum landsins síðustu daga. Þannig voru Hellisheiði og Holtavörðuheiði ófærar um tíma og það sama á við um Öxnadalsheiði. Þá hefur víða verið flughált í dag en harður árekstur tveggja bíla varð í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og sex fluttir með henni á slysadeild Landspítalans en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru meiðsl þeirra ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið. Þá er snjóflóðahætta enn í gildi á Vestfjörðum og er viðbúið að hún verði þá þar til um helgina. „Það er bara áfram snjóflóðahætta undir þessum bröttu hlíðum og vegum sem eru mjög nálægt hlíðinni eins og Súðavíkurhlíð og það eru fleiri svoleiðis staðir en það er engin hætta í byggð eins og er. Svo er bara útlit fyrir fínasta veður eftir sunnudaginn en þá kólnar mikið. Spáir talsverðu frosti.“
Náttúruhamfarir Snjóflóð á Íslandi Veður Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Sjá meira