Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2024 18:01 Englandsmeistarar Manchester City hafa aðeins unnið einn af síðustu tólf leikjum sínum í öllum keppnum. James Gill - Danehouse/Getty Images Einu sinni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur það gerst að liðið sem situr í sjöunda sæti deildarinnar yfir jólahátíðina hefur fallið úr deild þeirra bestu. Englandsmeistarar Manchester City sitja í sjöunda sæti þessi jólin. Í gær, aðfangadag, var farið yfir það hér á Vísi hversu oft það hefur gerst að liðið sem vermir toppsætið yfir jólin haldi dampi og vinni deildina. Þá var greint frá því að Liverpool sæti í toppsæti deildarinnar í sjöunda sinn yfir jólahátíðina, en hvað segir sagan okkur að verði um liðin sem sitja í fallsæti þegar hátíð ljóss og friðar gengur í garð? Heimasíða ensku úrvalsdeildarinnar heldur vel utan um alla tölfræði í kringum deildina og þar er ekki undanskilin tölfræðin yfir það hvaða lið falla og hvaða lið verða Englandsmeistarar miðað við stöðu þeirra í deildinni á jóladag. Eins og staðan er þessi jólin sitja Wolves, Ipswich og Southampton í fallsætunum þremur, en liðin þurfa þó ekki að örvænta alveg strax ef marka má tölfræði síðustu ára. Aðeins þrisvar hefur það komið fyrir að öll þrjú liðin sem sitja í fallsæti yfir jólin hafi fallið. Árið 2002 féllu Derby, Leicester og Ipswich eftir að hafa verið í fallsæti á þessum tíma árs, 2013 féllu Wigan, QPR og Reading og 2021 féllu Fulham, WBA og Sheffield United. Liðsmenn Southampton, sem sitja á botni deildarinnar með aðeins sex stig eftir 17 umferðir, gætu þó þurft að hafa meiri áhyggjur en aðrir. Aðeins fjórum sinnum hefur það gerst að liðið sem er á botninum yfir jólahátíðina hefur haldið sér uppi. Það gerðist tímabilin 2004-2005 (WBA), 2013-2014 (Sunderland), 2014-2015 (Leicester) og 2022-2023 (Wolves). Southampton er í veseni.Catherine Ivill - AMA/Getty Images Þá hefur það tvisvar gerst í sögu ensku úrvalsdeildarinnar að lið sem situr í efri hluta töflunnar um jólin hefur fallið. Tímabilið 2010-2011 féll Blackpool eftir að hafa verið í tíunda sæti um jólin og meira að segja hefur lið sem sat í sjöunda sæti um jólin, sætinu sem Englandsmeistarar Manchester City sitja í núna, fallið þegar Norwich náði því vafasama afreki 1994-1995. Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Í gær, aðfangadag, var farið yfir það hér á Vísi hversu oft það hefur gerst að liðið sem vermir toppsætið yfir jólin haldi dampi og vinni deildina. Þá var greint frá því að Liverpool sæti í toppsæti deildarinnar í sjöunda sinn yfir jólahátíðina, en hvað segir sagan okkur að verði um liðin sem sitja í fallsæti þegar hátíð ljóss og friðar gengur í garð? Heimasíða ensku úrvalsdeildarinnar heldur vel utan um alla tölfræði í kringum deildina og þar er ekki undanskilin tölfræðin yfir það hvaða lið falla og hvaða lið verða Englandsmeistarar miðað við stöðu þeirra í deildinni á jóladag. Eins og staðan er þessi jólin sitja Wolves, Ipswich og Southampton í fallsætunum þremur, en liðin þurfa þó ekki að örvænta alveg strax ef marka má tölfræði síðustu ára. Aðeins þrisvar hefur það komið fyrir að öll þrjú liðin sem sitja í fallsæti yfir jólin hafi fallið. Árið 2002 féllu Derby, Leicester og Ipswich eftir að hafa verið í fallsæti á þessum tíma árs, 2013 féllu Wigan, QPR og Reading og 2021 féllu Fulham, WBA og Sheffield United. Liðsmenn Southampton, sem sitja á botni deildarinnar með aðeins sex stig eftir 17 umferðir, gætu þó þurft að hafa meiri áhyggjur en aðrir. Aðeins fjórum sinnum hefur það gerst að liðið sem er á botninum yfir jólahátíðina hefur haldið sér uppi. Það gerðist tímabilin 2004-2005 (WBA), 2013-2014 (Sunderland), 2014-2015 (Leicester) og 2022-2023 (Wolves). Southampton er í veseni.Catherine Ivill - AMA/Getty Images Þá hefur það tvisvar gerst í sögu ensku úrvalsdeildarinnar að lið sem situr í efri hluta töflunnar um jólin hefur fallið. Tímabilið 2010-2011 féll Blackpool eftir að hafa verið í tíunda sæti um jólin og meira að segja hefur lið sem sat í sjöunda sæti um jólin, sætinu sem Englandsmeistarar Manchester City sitja í núna, fallið þegar Norwich náði því vafasama afreki 1994-1995.
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira