Markið var af dýrari gerðinni þar sem Bellingham lék á einn varnarmann eftir að hafa tekið niður erfiða sendingu í teignum og smellti boltanum svo upp í fjærhornið.
Öll toppliðin fjögur í deildinni unnu sína leiki í dag en topplið Sheffield United lék sinn ellefta leik án taps þegar liðið lagði Cardiff á útivelli 0-2.
Það syrtir heldur betur í álinn hjá Guðlaugi Victori Pálssyni og félögum í Plymouth en liðið er á botni deildarinnar með 18 stig. Liðið fékk gullið tækifæri til að komast á beinu brautina í dag en missti niður 2-1 forystu gegn Middlesbrough í leik sem endaði 3-3.