Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Bjarki Sigurðsson skrifar 20. desember 2024 11:34 Því yngri sem börn eru, því verri einkenni fá þau ef þau sýkjast af RS-veirunni. Vísir/Vilhelm Sex börn liggja inni á Barnaspítala hringsins vegna RS-veirusýkingar. Læknir á spítalanum segir að langt sé í land hvað varðar faraldurinn þennan veturinn. Hann biðlar til fólks að fara varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðum. RS-veiran hefur lagst þungt á landann þennan veturinn. Fleiri börn hafa verið að veikjast en venjulega og þau fengið meiri einkenni. Nokkur börn hafa verið lögð inn á gjörgæslu með sýkingu. Veiran leggst á öndunarveg þeirra sem smitast og getur valdið berkju- og lungnabólgu, sérstaklega í börnum yngri en eins árs. Sindri Valdimarsson, læknir á Barnaspítalanum, segir mikið álag á starfsfólki spítalans þessa dagana. RS-veiran og fleiri pestir hrjái marga. „Þetta er því miður jólagjöfin okkar hvert einasta ár. Börnin sem leggjast inn þurfa þá oftast aðstoð með næringu, annað hvort með sondu eða í æð, eða þau sem þurfa aðstoð með súrefni,“ segir Sindri. Faraldurinn gengur hér yfir á hverju ári. Sindri segir langt í land í þetta sinn, faraldurinn sé nýhafinn. „Við búumst við því að þessi sýking verði töluvert ríkjandi af þeim sem koma til okkar í margar vikur í viðbót. Það getur alveg verið í einn til tvo mánuði í viðbót. Þannig það er mikilvægt að passa eins vel og hægt er eigin smitvarnir og ekki að smita nýfædd börn af kvefi í jólaboðunum. Fara sérstaklega varlega í kringum nýfædd börn,“ segir Sindri. Sóttvarnayfirvöld eru með til skoðunar nýtt mótefni gegn RS-veirunni. Frá og með næsta vetri gætu nýfædd börn fengið mótefnið sem góð reynsla er af í öðrum Evrópuríkjum. Með því sé hægt að koma í veg fyrir allt að áttatíu prósent af alvarlegum veikindum og innlögnum barna sem fá veiruna. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
RS-veiran hefur lagst þungt á landann þennan veturinn. Fleiri börn hafa verið að veikjast en venjulega og þau fengið meiri einkenni. Nokkur börn hafa verið lögð inn á gjörgæslu með sýkingu. Veiran leggst á öndunarveg þeirra sem smitast og getur valdið berkju- og lungnabólgu, sérstaklega í börnum yngri en eins árs. Sindri Valdimarsson, læknir á Barnaspítalanum, segir mikið álag á starfsfólki spítalans þessa dagana. RS-veiran og fleiri pestir hrjái marga. „Þetta er því miður jólagjöfin okkar hvert einasta ár. Börnin sem leggjast inn þurfa þá oftast aðstoð með næringu, annað hvort með sondu eða í æð, eða þau sem þurfa aðstoð með súrefni,“ segir Sindri. Faraldurinn gengur hér yfir á hverju ári. Sindri segir langt í land í þetta sinn, faraldurinn sé nýhafinn. „Við búumst við því að þessi sýking verði töluvert ríkjandi af þeim sem koma til okkar í margar vikur í viðbót. Það getur alveg verið í einn til tvo mánuði í viðbót. Þannig það er mikilvægt að passa eins vel og hægt er eigin smitvarnir og ekki að smita nýfædd börn af kvefi í jólaboðunum. Fara sérstaklega varlega í kringum nýfædd börn,“ segir Sindri. Sóttvarnayfirvöld eru með til skoðunar nýtt mótefni gegn RS-veirunni. Frá og með næsta vetri gætu nýfædd börn fengið mótefnið sem góð reynsla er af í öðrum Evrópuríkjum. Með því sé hægt að koma í veg fyrir allt að áttatíu prósent af alvarlegum veikindum og innlögnum barna sem fá veiruna.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46