Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2024 11:15 Freyr Alexandersson gæti mögulega orðið næsti knattspyrnustjóri Cardiff. Getty Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. Frey var sagt upp störfum í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Dender á laugardaginn var. Hann segist hafa verið undirbúinn fyrir sparkið enda líftími þjálfarastarfs í Belgíu almennt skammur. „Þegar ég ákvað að koma til Belgíu vissi ég alveg hvernig landið liggur hérna. Nú var ég kominn í tólf mánuði og meðal líftími þjálfara í Belgíu er fimm mánuðir. Þegar við fundum að ákveðinn hluti stuðningsmanna væri að kalla eftir stjórn félagsins vissi ég að þeir myndu nýta fyrsta tækifæri til að vernda sjálfa sig og losa mig,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. „Það er bara kúltúrinn hérna og ég er ekki að dæma þá fyrir það. Ég reyndi að breyta þeim og fá þá til að hugsa meira strategískt yfir lengri tíma en þegar þú upplifir þig með bakið upp við vegg sem stjórnarmaður tekurðu ákvarðanir sem þú þekkir,“ „Þetta þekkja þeir. Ég var alveg undirbúinn fyrir þetta og samdi þannig þegar ég kom hingað að það er allt í góðu hjá mér,“ segir Freyr. Ekki heyrt frá KSÍ Freyr hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarf karla en kveðst ekki hafa heyrt frá forystu KSÍ. Hann muni taka upp tólið og til í að skoða þann möguleika. „Ég mun alltaf taka samtalið við Knattspyrnusambandið ef þeir hafa áhuga á að fá mig til starfa. Það sem ég les er að þeir eru fara í gegnum mikinn process að finna út úr því hvernig þeir vilja gera þetta, hvernig þjálfara þeir vilja fá og manneskju,“ „Ef ég fæ samtalið frá Knattspyrnusambandinu hlakka ég til að heyra hvaða pælingar þeir hafa og hvort ég rími við það. Ég er í engum vafa um það hvað ég hef fram að færa fyrir landsliðið og íslensku þjóðina og er fullur ástríðu fyrir íslenska landsliðinu,“ segir Freyr. „Það sem er mikilvægast í þessu er að stjórn Knattspyrnusambandsins og ég pössum saman, að við getum róað í sömu átt. Sem Íslendingur og fyrrum starfsmaður með mikla tengingu við þetta lið er það mikilvægasta að rétti maðurinn verði þarna,“ „Ef það er ég mun ég taka það samtal mjög alvarlega. Ef það er einhver annar mun ég styðja það heilshugar. Það mikilvægasta er að þetta sé gert rétt og rétti maðurinn finnist. Samtalið verður tekið ef það er áhugi fyrir því en hingað til hef ég ekki átt samskipti við Knattspyrnusambandið,“ segir Freyr. Tvö félög sett sig í samband Tvö félög hafa hins vegar þegar sett sig í samband við Frey. Eitt á Norðurlöndum og annað á Bretlandseyjum. „Þetta er allt hluti af stærra ferðalagi sem ég er á. Ég er það heppinn að það eru nú þegar tvö félög búin að hafa samband og vilja fund. Ég ætla að taka alla fundi og skoða þá möguleika sem ég fæ upp. En ég ætla líka að reyna að velja vel og ég er með ákveðnar hugmyndir um það sem mig langar til að gera,“ „Maður verður að skoða hvað kemur. Það kemur eitthvað spennanadi og kannski tkkar það í öll boxin sem mig langar að gera. Kannski ekki en þá þarf maður bara að búa sér til eitthvað plan og eitthvað spennandi í kringum það,“ segir Freyr. Nánar verður rætt við Frey í Sportpakkanum sem er klukkan 18:50 á Stöð 2 í kvöld. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Frey var sagt upp störfum í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Dender á laugardaginn var. Hann segist hafa verið undirbúinn fyrir sparkið enda líftími þjálfarastarfs í Belgíu almennt skammur. „Þegar ég ákvað að koma til Belgíu vissi ég alveg hvernig landið liggur hérna. Nú var ég kominn í tólf mánuði og meðal líftími þjálfara í Belgíu er fimm mánuðir. Þegar við fundum að ákveðinn hluti stuðningsmanna væri að kalla eftir stjórn félagsins vissi ég að þeir myndu nýta fyrsta tækifæri til að vernda sjálfa sig og losa mig,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. „Það er bara kúltúrinn hérna og ég er ekki að dæma þá fyrir það. Ég reyndi að breyta þeim og fá þá til að hugsa meira strategískt yfir lengri tíma en þegar þú upplifir þig með bakið upp við vegg sem stjórnarmaður tekurðu ákvarðanir sem þú þekkir,“ „Þetta þekkja þeir. Ég var alveg undirbúinn fyrir þetta og samdi þannig þegar ég kom hingað að það er allt í góðu hjá mér,“ segir Freyr. Ekki heyrt frá KSÍ Freyr hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarf karla en kveðst ekki hafa heyrt frá forystu KSÍ. Hann muni taka upp tólið og til í að skoða þann möguleika. „Ég mun alltaf taka samtalið við Knattspyrnusambandið ef þeir hafa áhuga á að fá mig til starfa. Það sem ég les er að þeir eru fara í gegnum mikinn process að finna út úr því hvernig þeir vilja gera þetta, hvernig þjálfara þeir vilja fá og manneskju,“ „Ef ég fæ samtalið frá Knattspyrnusambandinu hlakka ég til að heyra hvaða pælingar þeir hafa og hvort ég rími við það. Ég er í engum vafa um það hvað ég hef fram að færa fyrir landsliðið og íslensku þjóðina og er fullur ástríðu fyrir íslenska landsliðinu,“ segir Freyr. „Það sem er mikilvægast í þessu er að stjórn Knattspyrnusambandsins og ég pössum saman, að við getum róað í sömu átt. Sem Íslendingur og fyrrum starfsmaður með mikla tengingu við þetta lið er það mikilvægasta að rétti maðurinn verði þarna,“ „Ef það er ég mun ég taka það samtal mjög alvarlega. Ef það er einhver annar mun ég styðja það heilshugar. Það mikilvægasta er að þetta sé gert rétt og rétti maðurinn finnist. Samtalið verður tekið ef það er áhugi fyrir því en hingað til hef ég ekki átt samskipti við Knattspyrnusambandið,“ segir Freyr. Tvö félög sett sig í samband Tvö félög hafa hins vegar þegar sett sig í samband við Frey. Eitt á Norðurlöndum og annað á Bretlandseyjum. „Þetta er allt hluti af stærra ferðalagi sem ég er á. Ég er það heppinn að það eru nú þegar tvö félög búin að hafa samband og vilja fund. Ég ætla að taka alla fundi og skoða þá möguleika sem ég fæ upp. En ég ætla líka að reyna að velja vel og ég er með ákveðnar hugmyndir um það sem mig langar til að gera,“ „Maður verður að skoða hvað kemur. Það kemur eitthvað spennanadi og kannski tkkar það í öll boxin sem mig langar að gera. Kannski ekki en þá þarf maður bara að búa sér til eitthvað plan og eitthvað spennandi í kringum það,“ segir Freyr. Nánar verður rætt við Frey í Sportpakkanum sem er klukkan 18:50 á Stöð 2 í kvöld.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira