Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. desember 2024 11:37 Jón Haukur Steingrímsson er jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Vísir/Vilhelm Áætlað er að verktakar hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári, til þess að hækka varnargarða norðan við orkuverið í Svartsengi. Kostnaður við aðgerðina er minnst milljarður, en verkfræðingur segir tjónið af því að aðhafast ekkert geta orðið mun meira. Dómsmálaráðherra sagði frá því í síðustu viku að til stæði að hækka varnargarða norðaustan og norðvestan við Svartsengi verulega, með það fyrir augum að verja orkuverið. Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir um þrjá garða að ræða, sem eldgos í nóvember hafi sett mikið álag á. Einbeita sér að veikasta punktinum „Þá liggur fyrir að það er veikleiki þar sem þarf að bæta úr til að gerta tekið á móti næstu hraunstraumum. Það er aðallega þetta „L2“ svæði sem er frá Grindavíkurvegi og niður að Njarðvíkuræðinni sem er veikasti punkturinn. Aðalfókusinn er að hækka það,“ segir Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur. Breytilegt sé hversu háir garðarnir verði eftir hækkun. Varnargarðar á Reykjanesskaga.Vísir/Vilhelm „Þetta eru svona átta, níu metrar, og svo deyr það út þarna til vesturs, hægt og rólega. Víða er þetta átta metrar, fylgir hrauninu og dettur svo niður vestan við Bláa lónið.“ Horfa til upphafs febrúar Verið sé að áætla hvað aðgerðir muni taka langan tíma og hvernig vinnufyrirkomulagi verði háttað. „Það eru ákveðnar vísbendingar um að mögulega þurfum við að vera undirbúnir undir næsta atburð í byrjun febrúar, eitthvað þess háttar,“ segir Jón Haukur. „Það þyrfti að nást að koma megninu af þessu fyrir vind á svona fjórum, fimm vikum á nýju ári.“ Haft hefur verið eftir dómsmálaráðherra að hækkunin muni kosta allt að 1,25 milljarða, og heildarkostnaður við garðana sé orðinn meiri en tíu milljarðar. Það sé þó til mikils að vinna að halda heitu vatni á Suðurnesjum. „Það er stóra málið sem er undir, fyrir utan auðvitað að missa sjálft orkuverið. Það yrði gríðarlegt samfélagslegt tjón.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. 15. desember 2024 12:01 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Dómsmálaráðherra sagði frá því í síðustu viku að til stæði að hækka varnargarða norðaustan og norðvestan við Svartsengi verulega, með það fyrir augum að verja orkuverið. Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir um þrjá garða að ræða, sem eldgos í nóvember hafi sett mikið álag á. Einbeita sér að veikasta punktinum „Þá liggur fyrir að það er veikleiki þar sem þarf að bæta úr til að gerta tekið á móti næstu hraunstraumum. Það er aðallega þetta „L2“ svæði sem er frá Grindavíkurvegi og niður að Njarðvíkuræðinni sem er veikasti punkturinn. Aðalfókusinn er að hækka það,“ segir Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur. Breytilegt sé hversu háir garðarnir verði eftir hækkun. Varnargarðar á Reykjanesskaga.Vísir/Vilhelm „Þetta eru svona átta, níu metrar, og svo deyr það út þarna til vesturs, hægt og rólega. Víða er þetta átta metrar, fylgir hrauninu og dettur svo niður vestan við Bláa lónið.“ Horfa til upphafs febrúar Verið sé að áætla hvað aðgerðir muni taka langan tíma og hvernig vinnufyrirkomulagi verði háttað. „Það eru ákveðnar vísbendingar um að mögulega þurfum við að vera undirbúnir undir næsta atburð í byrjun febrúar, eitthvað þess háttar,“ segir Jón Haukur. „Það þyrfti að nást að koma megninu af þessu fyrir vind á svona fjórum, fimm vikum á nýju ári.“ Haft hefur verið eftir dómsmálaráðherra að hækkunin muni kosta allt að 1,25 milljarða, og heildarkostnaður við garðana sé orðinn meiri en tíu milljarðar. Það sé þó til mikils að vinna að halda heitu vatni á Suðurnesjum. „Það er stóra málið sem er undir, fyrir utan auðvitað að missa sjálft orkuverið. Það yrði gríðarlegt samfélagslegt tjón.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. 15. desember 2024 12:01 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. 15. desember 2024 12:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent