Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2024 09:19 Frá fangelsinu á Hólmsheiði. Niðurskurðaraðgerðir eru sagðar ná til allrar Fangelsismálastofnunar. Vísir/Vilhelm Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að niðurskurðaraðgerðir stæðu fyrir dyrum hjá Fangelsismálastofnun vegna áttatíu milljóna króna halla á rekstri hennar. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, staðfestir þetta við Vísi en segir eiginlega uppsagnir ekki á dagskránni. Þess í stað fái starfsmenn með stutta ráðningarsamninga ekki ráðningu áfram. Hann ætlar að kynna starfsfólki aðgerðirnar á fundi klukkan 15:00 í dag en þær ná til allrar stofnunarinnar. Fangelsismálastofnun glími við rekstrarhalla sem hafi komið í ljós við rekstraráætlunargerð. Þótt framlög til stofnunar hafi ekki verið skorin niður í fjárlögum næsta árs segir Birgir ekki borð fyrir báru nema að skorið verði niður. „Á þessu ári erum við að glíma við það að við munum væntanlega skila tapi upp á einhverja tugi milljóna króna. Við erum náttúrulega fyrst og fremst að bregðast við því,“ segir Birgir. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri var áður lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.Stöð 2 Hann vísar til hækkana á ýmsum kostnaði auk launa og að bregðast þurfi við ýmsu öðru í rekstrinum en mannahaldi sem ekki geti beðið lengur. „Það hefur náttúrulega verið skorið inn að beini í þessari starfsemi í mörg, mörg ár og við erum komin algerlega að þolmörkum. Innviðirnir í stofnuninni eru bara verulega veikburða,“ segir Birgir. Sérstaklega bendir hann á að stytting vinnuviku opinberra starfsmanna hafi aldrei verið fullfjármögnuð. Stöðugildum hjá Fangelsismálastofnun hafi fjölgað um nokkra tugi við þá breytingu. „Við höfum kannski bara ekki náð jafnvægi í því,“ segir Birgir. Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Kostnaður við byggingu nýs fangelsis í landi Stóra-Hrauns er áætlaður um sautján milljarðar króna. Fangelsið á að koma í stað Litla-Hrauns og geta hýst hundrað fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. 29. nóvember 2024 07:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að niðurskurðaraðgerðir stæðu fyrir dyrum hjá Fangelsismálastofnun vegna áttatíu milljóna króna halla á rekstri hennar. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, staðfestir þetta við Vísi en segir eiginlega uppsagnir ekki á dagskránni. Þess í stað fái starfsmenn með stutta ráðningarsamninga ekki ráðningu áfram. Hann ætlar að kynna starfsfólki aðgerðirnar á fundi klukkan 15:00 í dag en þær ná til allrar stofnunarinnar. Fangelsismálastofnun glími við rekstrarhalla sem hafi komið í ljós við rekstraráætlunargerð. Þótt framlög til stofnunar hafi ekki verið skorin niður í fjárlögum næsta árs segir Birgir ekki borð fyrir báru nema að skorið verði niður. „Á þessu ári erum við að glíma við það að við munum væntanlega skila tapi upp á einhverja tugi milljóna króna. Við erum náttúrulega fyrst og fremst að bregðast við því,“ segir Birgir. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri var áður lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.Stöð 2 Hann vísar til hækkana á ýmsum kostnaði auk launa og að bregðast þurfi við ýmsu öðru í rekstrinum en mannahaldi sem ekki geti beðið lengur. „Það hefur náttúrulega verið skorið inn að beini í þessari starfsemi í mörg, mörg ár og við erum komin algerlega að þolmörkum. Innviðirnir í stofnuninni eru bara verulega veikburða,“ segir Birgir. Sérstaklega bendir hann á að stytting vinnuviku opinberra starfsmanna hafi aldrei verið fullfjármögnuð. Stöðugildum hjá Fangelsismálastofnun hafi fjölgað um nokkra tugi við þá breytingu. „Við höfum kannski bara ekki náð jafnvægi í því,“ segir Birgir.
Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Kostnaður við byggingu nýs fangelsis í landi Stóra-Hrauns er áætlaður um sautján milljarðar króna. Fangelsið á að koma í stað Litla-Hrauns og geta hýst hundrað fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. 29. nóvember 2024 07:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Kostnaður við byggingu nýs fangelsis í landi Stóra-Hrauns er áætlaður um sautján milljarðar króna. Fangelsið á að koma í stað Litla-Hrauns og geta hýst hundrað fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. 29. nóvember 2024 07:00