Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2024 07:00 Tölvuteiknuð loftmynd af hvernig fangelsissvæðið á Stóra-Hrauni gæti litið út þegar það verður tilbúið árið 2028. Framkvæmdasýslan ríkiseignir Kostnaður við byggingu nýs fangelsis í landi Stóra-Hrauns er áætlaður um sautján milljarðar króna. Fangelsið á að koma í stað Litla-Hrauns og geta hýst hundrað fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Guðrún Hafsteinsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, kynnti nýtt öryggisfangelsi sem á að rísa í landi Stóra-Hrauns, steinsnar frá Litla-Hrauni, á fundi á Eyrarbakka á miðvikudag. Greint var frá því í fyrra að ekki svaraði kostnaði að gera endurbætur á fangelsinu á Litla-Hrauni sem er talið úr sér gengið. Lýsti ráðherrann, sem er jafnframt þingmaður Suðurkjördæmis þar sem fangelsið á að rísa, stöðunni í fangelsismálum þannig að ráðast þyrfti í tafarlausar aðgerðir til þess að leiðrétta hana. Íslensk stjórnvöld hefðu fengið margar athugasemdir, meðal annars um aðbúnað kvenfanga og húsakostinn að Litla-Hrauni. Nýja fangelsið verður að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og fangavarða. Sagði Guðrún það forsendu umbóta á fullnustukerfi refsinga sem hefur sætt gagnrýni vegna langra biðlista eftir afplánun. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, sagði á kynningarfundinum að boðunarlistar hefðu lengst og dómar fyrnst í hlutfalli við þá. Hægt að bæta við 28 rýmum Ríkisjörðin Stóra-Hraun varð fyrir valinu sem heppilegt svæði fyrir nýtt öryggisfangelsi. Þar eiga að rísa fangadeildir, vinnustaðir, skóli og enduhæfingarhús fyrir fanga. Áætlað er að í framtíðinni verði þörf fyrir 128 afplánunarrými í öryggisfangelsi svo hægt sé að stytta biðlista eftir aflplánun og sjá til þess að refsingar fyrnist ekki vegna þeirra. Fangelsið á að rísa á jörðinni Stóra-Hrauni sem sést hér innan brotalínu, rétt norðaustan við Litla-Hraun.Framkvæmdasýslan ríkiseignir Áformin á Stóra-Hrauni gera ráð fyrir aðstöðu fyrir hundrað afplánunarrými og plássi til þess að byggja síðar annan búsetukjarna með 28 rýmum til viðbótar. Allir innviðir og stoðrými á fangelsissvæðinu verða tilbúin til að taka við þeim 28 rýmum þegar og ef ákveðið verður að byggja þau. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2025 til 2028 er gert ráð fyrir 12,6 milljörðum króna í byggingu fangelsis sem á að koma í staðinn fyrir Litla-Hraun. Í kynningunni í síðustu viku kom fram að kostnaður við framkvæmdina væri metinn 16,6 milljarðar króna á verðlagi í janúar á þessu ári. Núvirt nemur hann um sautján milljörðum króna. Ef ákveðið yrði að reisa strax 128 afplánunarrými næmi kostnaðurinn nítján milljörðum króna að núvirði. Miðað við núverandi byggingaráform næmi kostnaður á hvern fanga um 173 milljónum króna. Ef ráðist yrði strax í byggingu 128 rýma næmi kostnaður á haus um 157 milljónum króna. Sýnishorn af byggingum og rýmum í nýja öryggisfangelsi að Stóra-Hrauni sem voru sýnd á kynningarfundi á Eyrarbakka í siíðustu viku.Framkvæmdasýslan ríkiseignir Tilbúið til afhendingar síðla árs 2028 Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á Stóra-Hrauni hefjist strax næsta vor samkvæmt tímalínu sem Nína Baldursdóttir, fulltrúi Framkvæmdasýslunnar ríkiseigna, kynnti á fundinum á Eyrarbakka. Fangelsið eigi svo að vera tilbúið til afhendingar á síðasta ársfjórðungi ársins 2028. Fyrir utan möguleikann á að byggja 28 rýma búsetukjarna á fangelsislóðinni sagði Nína að mögulegt væri að stækka fangelsið enn frekar um 112 rými. Ef ekki væri þörf á að bæta við afplánunarrýmum væri hægt að nýta það í tengda starfsemi eins og kvennafangelsi eða opið fangelsi þar sem möguleiki væri á að samnýta innviði og starfskrafta að einhverju leyti. Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Árborg Tengdar fréttir Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. 23. nóvember 2024 10:30 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, kynnti nýtt öryggisfangelsi sem á að rísa í landi Stóra-Hrauns, steinsnar frá Litla-Hrauni, á fundi á Eyrarbakka á miðvikudag. Greint var frá því í fyrra að ekki svaraði kostnaði að gera endurbætur á fangelsinu á Litla-Hrauni sem er talið úr sér gengið. Lýsti ráðherrann, sem er jafnframt þingmaður Suðurkjördæmis þar sem fangelsið á að rísa, stöðunni í fangelsismálum þannig að ráðast þyrfti í tafarlausar aðgerðir til þess að leiðrétta hana. Íslensk stjórnvöld hefðu fengið margar athugasemdir, meðal annars um aðbúnað kvenfanga og húsakostinn að Litla-Hrauni. Nýja fangelsið verður að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og fangavarða. Sagði Guðrún það forsendu umbóta á fullnustukerfi refsinga sem hefur sætt gagnrýni vegna langra biðlista eftir afplánun. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, sagði á kynningarfundinum að boðunarlistar hefðu lengst og dómar fyrnst í hlutfalli við þá. Hægt að bæta við 28 rýmum Ríkisjörðin Stóra-Hraun varð fyrir valinu sem heppilegt svæði fyrir nýtt öryggisfangelsi. Þar eiga að rísa fangadeildir, vinnustaðir, skóli og enduhæfingarhús fyrir fanga. Áætlað er að í framtíðinni verði þörf fyrir 128 afplánunarrými í öryggisfangelsi svo hægt sé að stytta biðlista eftir aflplánun og sjá til þess að refsingar fyrnist ekki vegna þeirra. Fangelsið á að rísa á jörðinni Stóra-Hrauni sem sést hér innan brotalínu, rétt norðaustan við Litla-Hraun.Framkvæmdasýslan ríkiseignir Áformin á Stóra-Hrauni gera ráð fyrir aðstöðu fyrir hundrað afplánunarrými og plássi til þess að byggja síðar annan búsetukjarna með 28 rýmum til viðbótar. Allir innviðir og stoðrými á fangelsissvæðinu verða tilbúin til að taka við þeim 28 rýmum þegar og ef ákveðið verður að byggja þau. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2025 til 2028 er gert ráð fyrir 12,6 milljörðum króna í byggingu fangelsis sem á að koma í staðinn fyrir Litla-Hraun. Í kynningunni í síðustu viku kom fram að kostnaður við framkvæmdina væri metinn 16,6 milljarðar króna á verðlagi í janúar á þessu ári. Núvirt nemur hann um sautján milljörðum króna. Ef ákveðið yrði að reisa strax 128 afplánunarrými næmi kostnaðurinn nítján milljörðum króna að núvirði. Miðað við núverandi byggingaráform næmi kostnaður á hvern fanga um 173 milljónum króna. Ef ráðist yrði strax í byggingu 128 rýma næmi kostnaður á haus um 157 milljónum króna. Sýnishorn af byggingum og rýmum í nýja öryggisfangelsi að Stóra-Hrauni sem voru sýnd á kynningarfundi á Eyrarbakka í siíðustu viku.Framkvæmdasýslan ríkiseignir Tilbúið til afhendingar síðla árs 2028 Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á Stóra-Hrauni hefjist strax næsta vor samkvæmt tímalínu sem Nína Baldursdóttir, fulltrúi Framkvæmdasýslunnar ríkiseigna, kynnti á fundinum á Eyrarbakka. Fangelsið eigi svo að vera tilbúið til afhendingar á síðasta ársfjórðungi ársins 2028. Fyrir utan möguleikann á að byggja 28 rýma búsetukjarna á fangelsislóðinni sagði Nína að mögulegt væri að stækka fangelsið enn frekar um 112 rými. Ef ekki væri þörf á að bæta við afplánunarrýmum væri hægt að nýta það í tengda starfsemi eins og kvennafangelsi eða opið fangelsi þar sem möguleiki væri á að samnýta innviði og starfskrafta að einhverju leyti.
Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Árborg Tengdar fréttir Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. 23. nóvember 2024 10:30 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. 23. nóvember 2024 10:30