Heimir og O'Shea glöddu börn á sjúkrahúsi Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2024 12:01 John O'Shea og Heimir Hallgrímsson vöktu lukku á barnaspítala í Dublin og færðu börnum gjafir. Skjáskot/Twitter Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, fór ásamt aðstoðarmanni sínum John O‘Shea og heimsótti Crumlin-barnaspítalann í Dublin þar sem þeir glöddu börnin með gjöfum fyrir jólin. Írska knattspyrnusambandið deildi í gær myndbandi af heimsókninni sem sjá má hér að neðan. The power of football 💚Republic of Ireland Head Coach Heimir Hallgrímsson and Assistant Head Coach John O'Shea visited the young patients @CHI_Ireland at Crumlin Hospital this week 👏Always a privilege to spread some Christmas cheer 🌲 pic.twitter.com/DNRGGgvLgM— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) December 14, 2024 Heimir og O‘Shea færðu börnunum meðal annars landsliðstreyjur og gleðin var svo sannarlega fölskvalaus hjá einni stelpunni þegar hún fékk að vita að hún yrði gestur á heimaleiknum mikilvæga við Búlgaríu, í Þjóðadeildarumspilinu í mars. Heimir tók við írska landsliðinu síðasta sumar og fékk O'Shea sér til aðstoðar en O'Shea hafði áður verið aðalþjálfari í skamman tíma. O'Shea var einn þekktasti leikmaður Íra og lék 118 A-landsleiki auk þess að spila fyrir enska stórveldið Manchester United um árabil og vinna fimm Englandsmeistaratitla, Evrópumeistaratitil og fleira. Sagði fólki að vera á tánum varðandi flug til Bandaríkjanna Umspilið í Þjóðadeildinni er næsta landsliðsverkefni Heimis og O‘Shea en Írland þarf að vinna Búlgaríu í mars til að halda sér í B-deild, rétt eins og Ísland þarf að vinna Kósovó á sama tíma. Írar fengu svo eins og aðrir að vita það á föstudag með hverjum þeir verða í riðli í undankeppni HM 2026. Írar drógust í riðil með Armeníu, Ungverjalandi og sigurliðinu úr einvígi Portúgals og Danmerkur sem mætast í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Undaanriðillinn verður spilaður frá september og fram í nóvember, rétt eins og í tilviki Íslands. Irish Independent segir að Írar hefðu bæði getað verið heppnari og óheppnari, en hefur eftir Heimi að allt sé opið varðandi möguleikann á að komast á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. „Ef við viljum komast áfram þá verðum við að fá stig gegn þessum þjóðum sem eru hærra skrifaðar en við [Ungverjaland og Portúgal/Danmörk]. Við verðum tilbúnir í september. Ég ætla ekki að segja fólki að bóka flug til Bandaríkjanna en… byrjið að leita. Það er ekkert lið öruggt um efsta sætið í þessum riðli. Auðvitað er liðið úr efsta flokki líklegast en það endar ekki alltaf þannig,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira
Írska knattspyrnusambandið deildi í gær myndbandi af heimsókninni sem sjá má hér að neðan. The power of football 💚Republic of Ireland Head Coach Heimir Hallgrímsson and Assistant Head Coach John O'Shea visited the young patients @CHI_Ireland at Crumlin Hospital this week 👏Always a privilege to spread some Christmas cheer 🌲 pic.twitter.com/DNRGGgvLgM— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) December 14, 2024 Heimir og O‘Shea færðu börnunum meðal annars landsliðstreyjur og gleðin var svo sannarlega fölskvalaus hjá einni stelpunni þegar hún fékk að vita að hún yrði gestur á heimaleiknum mikilvæga við Búlgaríu, í Þjóðadeildarumspilinu í mars. Heimir tók við írska landsliðinu síðasta sumar og fékk O'Shea sér til aðstoðar en O'Shea hafði áður verið aðalþjálfari í skamman tíma. O'Shea var einn þekktasti leikmaður Íra og lék 118 A-landsleiki auk þess að spila fyrir enska stórveldið Manchester United um árabil og vinna fimm Englandsmeistaratitla, Evrópumeistaratitil og fleira. Sagði fólki að vera á tánum varðandi flug til Bandaríkjanna Umspilið í Þjóðadeildinni er næsta landsliðsverkefni Heimis og O‘Shea en Írland þarf að vinna Búlgaríu í mars til að halda sér í B-deild, rétt eins og Ísland þarf að vinna Kósovó á sama tíma. Írar fengu svo eins og aðrir að vita það á föstudag með hverjum þeir verða í riðli í undankeppni HM 2026. Írar drógust í riðil með Armeníu, Ungverjalandi og sigurliðinu úr einvígi Portúgals og Danmerkur sem mætast í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Undaanriðillinn verður spilaður frá september og fram í nóvember, rétt eins og í tilviki Íslands. Irish Independent segir að Írar hefðu bæði getað verið heppnari og óheppnari, en hefur eftir Heimi að allt sé opið varðandi möguleikann á að komast á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. „Ef við viljum komast áfram þá verðum við að fá stig gegn þessum þjóðum sem eru hærra skrifaðar en við [Ungverjaland og Portúgal/Danmörk]. Við verðum tilbúnir í september. Ég ætla ekki að segja fólki að bóka flug til Bandaríkjanna en… byrjið að leita. Það er ekkert lið öruggt um efsta sætið í þessum riðli. Auðvitað er liðið úr efsta flokki líklegast en það endar ekki alltaf þannig,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira