„Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. desember 2024 17:11 Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir borgina þurfa að axla ábyrgð. Vísir/Samsett Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. Í vikunni hefur verið fjallað um stærðar vöruhús sem reist hefur verið steinsnar frá fjölbýlishúsi í Breiðholti. Íbúar í húsinu eru afar ósáttir með nýbygginguna og nýja útsýnið sem getur seint talist eftirsóknarvert. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir að gefa leyfi fyrir uppbyggingunni en borgarstjóri hefur sagst vilja hefja samtal við uppbyggingaraðila um að lækka húsið. Standa þurfi vörð um íbúabyggðina Líf segir ekkert annað koma til greina en að finna starfseminni sem á að fara fram í vöruhúsinu nýjan stað og að borgin þurfi að axla ábyrgð á mistökunum og vinda ofan af þeim. „Ég held að borgin þurfi að axla ábyrgð og leita einhverra leiða sem allir geta sætt sig við,“ segir Líf. „Í stað þess að vera að klóra í bakkann og vera með miðjumoð eins og borgarstjóri sem var með mjög Framsóknarlegt svar: Við ætlum að athuga hvort við getum lækkað þetta um einhverjar hæðir. Þetta snýst ekki um það,“ segir hún. Líf segist ekki vilja baka uppbyggingaraðilanum neitt tjón og að hægt sé að koma til móts við íbúa með því að flytja starfsemina. „Við þurfum að standa vörð um íbúabyggðina og hverfisbraginn. Það er að byggjast upp lítið hverfi. Það vantar einhverja atvinnustarfsemi en ekki starfsemi sem ætti að vera á skilgreindri atvinnulóð,“ segir Líf. Borgin taki á sig tapið Hún segir ábyrgðina borgarinnar. „Ég held að okkur sé best að vera ekki að klóra í bakkann og viðurkenna að þetta hafi verið klúður og leysa það. Þá finnst mér allt í lagi að borgin taki á sig tapið,“ segir Líf. „Mér finnst líka leiðinlegt að leita alltaf að sökudólgum en við verðum að fara í saumana á hvernig þetta gat farið fram hjá öllum þangað til að húsið var risið. Við þurfum líka að læra af þessu og gera þetta betur framvegis,“ segir hún. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. 13. desember 2024 06:53 Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46 Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira
Í vikunni hefur verið fjallað um stærðar vöruhús sem reist hefur verið steinsnar frá fjölbýlishúsi í Breiðholti. Íbúar í húsinu eru afar ósáttir með nýbygginguna og nýja útsýnið sem getur seint talist eftirsóknarvert. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir að gefa leyfi fyrir uppbyggingunni en borgarstjóri hefur sagst vilja hefja samtal við uppbyggingaraðila um að lækka húsið. Standa þurfi vörð um íbúabyggðina Líf segir ekkert annað koma til greina en að finna starfseminni sem á að fara fram í vöruhúsinu nýjan stað og að borgin þurfi að axla ábyrgð á mistökunum og vinda ofan af þeim. „Ég held að borgin þurfi að axla ábyrgð og leita einhverra leiða sem allir geta sætt sig við,“ segir Líf. „Í stað þess að vera að klóra í bakkann og vera með miðjumoð eins og borgarstjóri sem var með mjög Framsóknarlegt svar: Við ætlum að athuga hvort við getum lækkað þetta um einhverjar hæðir. Þetta snýst ekki um það,“ segir hún. Líf segist ekki vilja baka uppbyggingaraðilanum neitt tjón og að hægt sé að koma til móts við íbúa með því að flytja starfsemina. „Við þurfum að standa vörð um íbúabyggðina og hverfisbraginn. Það er að byggjast upp lítið hverfi. Það vantar einhverja atvinnustarfsemi en ekki starfsemi sem ætti að vera á skilgreindri atvinnulóð,“ segir Líf. Borgin taki á sig tapið Hún segir ábyrgðina borgarinnar. „Ég held að okkur sé best að vera ekki að klóra í bakkann og viðurkenna að þetta hafi verið klúður og leysa það. Þá finnst mér allt í lagi að borgin taki á sig tapið,“ segir Líf. „Mér finnst líka leiðinlegt að leita alltaf að sökudólgum en við verðum að fara í saumana á hvernig þetta gat farið fram hjá öllum þangað til að húsið var risið. Við þurfum líka að læra af þessu og gera þetta betur framvegis,“ segir hún.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. 13. desember 2024 06:53 Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46 Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira
„Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. 13. desember 2024 06:53
Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46
Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03