„Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2024 06:53 Ef horft er út um stofugluggana blasir ekkert við nema útveggur vöruhússins og svona er útsýnið af svölunum. Vísir/Bjarni „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. Að sögn Dóru Bjartar, sem sagðist í samtali við Reykjavík síðdegis í gær hafa kynnt sér málið í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar, var að byggingaraðili fjölbýlishússins sem ákvað að færa það nær iðnaðarlóðinni árið 2015. Dóra sagði þekkt að byggingar væru þétt upp við hvor aðra, sérstaklega í nýrri hverfum. „En það sem er náttúrulega svo sjokkerandi hér er að þetta er bara grár veggur, þetta er bara einhvers konar gímald, og upplifunin af þessu er auðvitað ömurleg. Það eru engir gluggar, það er ekkert sem er einhvern veginn... einhver „dínamík“ eða einhvers konar flæði sem mildar áhrifin af þessum vegg. Það er það sem er sérstaklega vont þarna og upplifunin er auðvitað vond.“ Að sögn Dóru Bjartar hefur lóðinni verið breytt nokkrum sinnum en ætlunin með uppbyggingunni á reitnum hafi meðal annars verið sú að skýla öðrum byggingum frá hljóðmengun frá stofnbrautinni sem liggur framhjá. „Við sáum auðvitað kosti við það og ég held að öll sjái að það er kostur að fá atvinnustarfsemi inn í hverfið og jafnvel blómlega þjónustu og verslun og eitthvað svoleiðis. Og okkur var sagt að þarna ættu að koma höfuðstöðvar stórfyrirtækis og ég hugsaði bara og sá fyrir mér eitthvað allt annað.“ Aðspurð segist hún þó ekki geta fullyrt að borgaryfirvöld hafi verið blekkt. „Ég veit bara að fólk hafði allt aðrar væntingar og varð bara mjög sjokkerað þegar það sá að þetta ætti bara að vera einhvers konar vöruskemma. Og vandinn er þá kannski svolítið að það er gert skipulag um þetta og auðvitað væri hægt að hafa ennþá þrengri skilmála, eða stífari skilmála, um þetta hús. Það er það sem ég hef beitt mér fyrir og haft miklar skoðanir á, til að tryggja gæðin.“ Dóra Björt gat ekki svarað því hvort borgin væri beinlínis ábyrg gagnvart þeim íbúum sem horfa nú beint á umræddan vegg út um stofugluggann en ítrekar að það hafi alltaf legið fyrir að þarna myndi rísa iðnaðarhúsnæði. Málið sé ágætt dæmi um nauðsyn þess að hafa uppi reglur og skilyrði í skipulagi, sem andstæðingar borgaryfirvalda hafi oft kvartað undan og gagnrýnt. „Til að tryggja að svona fíaskó eigi sér ekki stað,“ segir hún. „Hér erum við með Haga, stórfyrirtæki sem kemur þarna, og þetta er bara fyrirtæki sem er að þjónusta almenning og á allt sitt undir viðskiptum við almenning, og maður hefði haldið að þau hefðu þá einhvern metnað fyrir umhverfinu og huga að því. En það virðist ekki vera, því miður.“ Borgaryfirvöld hafi þrýst á um breytingar og henni skildist að forsvarsmenn Haga væru opnir fyrir því. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, tjáði sig um málið á Facebook í gær og sagðist meðal annars velta því fyrir sér hvort eigendur „ferlíkisins“ finndu ekki til ábyrgðar. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Neytendur Reykjavík síðdegis Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Að sögn Dóru Bjartar, sem sagðist í samtali við Reykjavík síðdegis í gær hafa kynnt sér málið í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar, var að byggingaraðili fjölbýlishússins sem ákvað að færa það nær iðnaðarlóðinni árið 2015. Dóra sagði þekkt að byggingar væru þétt upp við hvor aðra, sérstaklega í nýrri hverfum. „En það sem er náttúrulega svo sjokkerandi hér er að þetta er bara grár veggur, þetta er bara einhvers konar gímald, og upplifunin af þessu er auðvitað ömurleg. Það eru engir gluggar, það er ekkert sem er einhvern veginn... einhver „dínamík“ eða einhvers konar flæði sem mildar áhrifin af þessum vegg. Það er það sem er sérstaklega vont þarna og upplifunin er auðvitað vond.“ Að sögn Dóru Bjartar hefur lóðinni verið breytt nokkrum sinnum en ætlunin með uppbyggingunni á reitnum hafi meðal annars verið sú að skýla öðrum byggingum frá hljóðmengun frá stofnbrautinni sem liggur framhjá. „Við sáum auðvitað kosti við það og ég held að öll sjái að það er kostur að fá atvinnustarfsemi inn í hverfið og jafnvel blómlega þjónustu og verslun og eitthvað svoleiðis. Og okkur var sagt að þarna ættu að koma höfuðstöðvar stórfyrirtækis og ég hugsaði bara og sá fyrir mér eitthvað allt annað.“ Aðspurð segist hún þó ekki geta fullyrt að borgaryfirvöld hafi verið blekkt. „Ég veit bara að fólk hafði allt aðrar væntingar og varð bara mjög sjokkerað þegar það sá að þetta ætti bara að vera einhvers konar vöruskemma. Og vandinn er þá kannski svolítið að það er gert skipulag um þetta og auðvitað væri hægt að hafa ennþá þrengri skilmála, eða stífari skilmála, um þetta hús. Það er það sem ég hef beitt mér fyrir og haft miklar skoðanir á, til að tryggja gæðin.“ Dóra Björt gat ekki svarað því hvort borgin væri beinlínis ábyrg gagnvart þeim íbúum sem horfa nú beint á umræddan vegg út um stofugluggann en ítrekar að það hafi alltaf legið fyrir að þarna myndi rísa iðnaðarhúsnæði. Málið sé ágætt dæmi um nauðsyn þess að hafa uppi reglur og skilyrði í skipulagi, sem andstæðingar borgaryfirvalda hafi oft kvartað undan og gagnrýnt. „Til að tryggja að svona fíaskó eigi sér ekki stað,“ segir hún. „Hér erum við með Haga, stórfyrirtæki sem kemur þarna, og þetta er bara fyrirtæki sem er að þjónusta almenning og á allt sitt undir viðskiptum við almenning, og maður hefði haldið að þau hefðu þá einhvern metnað fyrir umhverfinu og huga að því. En það virðist ekki vera, því miður.“ Borgaryfirvöld hafi þrýst á um breytingar og henni skildist að forsvarsmenn Haga væru opnir fyrir því. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, tjáði sig um málið á Facebook í gær og sagðist meðal annars velta því fyrir sér hvort eigendur „ferlíkisins“ finndu ekki til ábyrgðar.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Neytendur Reykjavík síðdegis Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira