Við förum einnig yfir vendingar í suður-kóreskum stjórnmálum - en gleymum ekki stjórnmálunum hér heima. Stjórnmálafræðingur segir ljóst að valkyrjunar svokölluðu hafi leyst stór ágreiningsmál á síðustu dögum. Þær séu staðráðnar í að mynda ríkisstjórn og aðrir flokkar hafi sætt sig við það.
Þá fer Magnús Hlynur yfir harðnandi samkeppni á matvörumarkaði á Selfossi. Umboðsmaður hljómsveitarinnar Iceguys, sem standa fyrir mikilli tónleikaröð í Laugardalshöll nú um helgina, vonar að gestir á fjölskyldutónleikum sveitarinnar sýni sérstaka tillitsemi í dag. Talsverð umræða skapaðist á samfélagsmiðlum eftir samskonar tónleika í gær, þar sem , þar sem reiði gætti í garð foreldra sem höfðu börn sín á háhesti og byrgðu öðrum sýn.