Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. desember 2024 20:44 Líf hefur sínar efasemdir fyrirtækjaleikskólana. vísir/vilhelm Líf Magneudóttir oddviti VG í borgarstjórn veltir fyrir sér afleiðingum þess að fyrirtæki hefji rekstur leikskóla. Færist starfsfólk yfir gæti það leitt til þess að mönnunarvandinn, rót vandans að hennar sögn, aukist. Líf og Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins ræddu nýjustu vendingar í leikskólamálum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Felast þær vendingar í framtaki fyrirtækja, á borð við Alvotech og Arion banka, um að koma á fót leikskólum og dagvistun á höfuðborgarsvæðinu, til að bregðast við leikskólavanda sem starfsmenn glíma við. Borgarstjóri sagðist í dag einmitt hafa hvatt atvinnulífið til að beita sér í málaflokknum. Líf segir máli skipta hvernig brugðist verði við mönnunarvanda leikskólanna. „Eiga þessir fyrirtækjaleikskólar að vera þá bara fyrir börn þeirra sem starfa í fyrirtækinu? Af því að hugmyndafræðin er sú að öll börn eigi að sitja jöfn við sama borð þegar það kemur að inntöku í leikskólana. Auðvitað er raunin sú að það er ekki, vegna þess að okkur vantar pláss en okkur vantar líka starfsfólk til að manna þessi pláss, leikskólakennara.“ „Maður veltir líka fyrir sér í þessu, hvaðan kemur þetta starfsfólk, leikskólakennarar, sem eiga að starfa í þessum fyrirtækjaleikskólum?“ Rót vandans sé vandi við mönnun, og veltir Líf því fyrir sér hvort staðan batni ef starfsfólk Reykjavíkurborgar færi sig yfir í fyrirtækjaskólana. „Erum við þá ekki bara á verri stað?,“ spyr hún. „Kannski væri ráð að Alvotech gæti komið að því að byggja þessa leikskóla gegn því að fá úthlutuðum nokkrum plássum, en annars tæki borgin að sér að reka þessa leikskóla.“ Fjölbreyttar lausnir, segir Hildur Hildur Björnsdóttir fagnar framtaki einkafyrirtækjanna. Hún segir þau Líf Magneudóttur oddvita VG í borginni sammála um að framtakið „spretti ekki úr tómarúmi“. „Þetta er viðbragð við mjög alvarlegri stöðu sem hefur skapast í leikskólamálum borgarinnar. Biðlistar eru hvergi lengri eftir leikskólaplássi en í Reykjavík og meðalaldur hvergi hærri. Svo eru mörg pláss ónothæf vegna myglu og raka og svo eru mörg hundruð börn í viku hverri sem þurfa að vera heima vegna mönnunarvanda,“ segir Hildur. Ljóst sé að leikskólavandinn verði ekki leystur nema með fjölbreyttum leiðum. „Þetta höfum við ítrekað bent á og mér hefur þótt vont að sjá meirihlutann hjakka í sama farinu og reyna að plástra gamalt og ónýtt kerfi. Augljóslega þurfum við að horfa á fjölbreyttar lausnir, efla leikskólastigið. Dagforeldrakerfið er því miður á undanhaldi og það þarf að bregðast við því. Ég fagna daggæslu á vinnustöðum og leikskólum. En til þess þarf regluverk borgarinnar að vera sveigjanlegt, því miður er það frekar þröngt í dag og ekki mjög einfalt fyrir þá sem vilja opna svona starfsemi.“ Leikskólar Reykjavík Fjármálafyrirtæki Fæðingarorlof Börn og uppeldi Alvotech Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Líf og Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins ræddu nýjustu vendingar í leikskólamálum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Felast þær vendingar í framtaki fyrirtækja, á borð við Alvotech og Arion banka, um að koma á fót leikskólum og dagvistun á höfuðborgarsvæðinu, til að bregðast við leikskólavanda sem starfsmenn glíma við. Borgarstjóri sagðist í dag einmitt hafa hvatt atvinnulífið til að beita sér í málaflokknum. Líf segir máli skipta hvernig brugðist verði við mönnunarvanda leikskólanna. „Eiga þessir fyrirtækjaleikskólar að vera þá bara fyrir börn þeirra sem starfa í fyrirtækinu? Af því að hugmyndafræðin er sú að öll börn eigi að sitja jöfn við sama borð þegar það kemur að inntöku í leikskólana. Auðvitað er raunin sú að það er ekki, vegna þess að okkur vantar pláss en okkur vantar líka starfsfólk til að manna þessi pláss, leikskólakennara.“ „Maður veltir líka fyrir sér í þessu, hvaðan kemur þetta starfsfólk, leikskólakennarar, sem eiga að starfa í þessum fyrirtækjaleikskólum?“ Rót vandans sé vandi við mönnun, og veltir Líf því fyrir sér hvort staðan batni ef starfsfólk Reykjavíkurborgar færi sig yfir í fyrirtækjaskólana. „Erum við þá ekki bara á verri stað?,“ spyr hún. „Kannski væri ráð að Alvotech gæti komið að því að byggja þessa leikskóla gegn því að fá úthlutuðum nokkrum plássum, en annars tæki borgin að sér að reka þessa leikskóla.“ Fjölbreyttar lausnir, segir Hildur Hildur Björnsdóttir fagnar framtaki einkafyrirtækjanna. Hún segir þau Líf Magneudóttur oddvita VG í borginni sammála um að framtakið „spretti ekki úr tómarúmi“. „Þetta er viðbragð við mjög alvarlegri stöðu sem hefur skapast í leikskólamálum borgarinnar. Biðlistar eru hvergi lengri eftir leikskólaplássi en í Reykjavík og meðalaldur hvergi hærri. Svo eru mörg pláss ónothæf vegna myglu og raka og svo eru mörg hundruð börn í viku hverri sem þurfa að vera heima vegna mönnunarvanda,“ segir Hildur. Ljóst sé að leikskólavandinn verði ekki leystur nema með fjölbreyttum leiðum. „Þetta höfum við ítrekað bent á og mér hefur þótt vont að sjá meirihlutann hjakka í sama farinu og reyna að plástra gamalt og ónýtt kerfi. Augljóslega þurfum við að horfa á fjölbreyttar lausnir, efla leikskólastigið. Dagforeldrakerfið er því miður á undanhaldi og það þarf að bregðast við því. Ég fagna daggæslu á vinnustöðum og leikskólum. En til þess þarf regluverk borgarinnar að vera sveigjanlegt, því miður er það frekar þröngt í dag og ekki mjög einfalt fyrir þá sem vilja opna svona starfsemi.“
Leikskólar Reykjavík Fjármálafyrirtæki Fæðingarorlof Börn og uppeldi Alvotech Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira