Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. desember 2024 15:58 Valtýr Thors er yfirlæknir barnalækninga á Landspítalanum. Vísir/Arnar Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins. Á norðurhveli jarðar hefst hann jafnan í desember og stendur fram í febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir, börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga á Landspítalanum segir stöðuna á spítalanum þunga. „Það er mjög mikið af börnum sem liggja inni á barnadeilinni með RS og þurfa þá stuðning með súrefni og oft þurfa þau að fá fæðu gegnum magasondu og svona. Og svo er mikið álag á bráðamóttökunni,“ segir Valtýr. Býsna hátt hlutfall barna sem koma á bráðamóttökuna með sýkinguna þurfi á endanum að leggjast inn, einkum þau allra yngstu. Valtýr segir erfitt að meta það hvort faraldurinn nú sé umfangsmeiri en fyrri ár, þar sem hann sé svo stutt á veg kominn. Það sé þó ljóst að hann fari kröftuglega af stað. Þannig að miðað við hvernig þetta fer af stað þá er ástæða til að kvíða næstu mánuðum? „Já, algjörlega og núna í byrjun vikunnar var deildin alveg full og það var bara ekki pláss, þannig að við vorum að setja okkur í stellingar með að opna sérstakt rými á annarri hæð hjá okkur.“ Bylting innan seilingar Á endanum tókst þó að greiða úr flækjunni og ekki þurfti að opna aukarými. En staðan er sannarlega alvarleg. Valtýr benti á í aðsendri grein á Vísi í morgun að miklar framfarir hafi orðið í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn RS-veirunni. Nokkur Evrópulönd hófu í fyrra almennar mótefnagjafir til nýfæddra barna, sem reynst hafi gríðarvel. Verkefni sem þetta yrði afar kostnaðarsamt fyrir íslensk stjórnvöld, en Valtýr telur að það myndi þó margborga sig. „Það fækkar alvarlegum veikindum og innlögnum inn á spítala um allt að áttatíu prósent, eða meira en það. Þetta er svona það sem kallað er í fræðunum „algjör gamechanger“,“ segir Valtýr. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir RS veiran – blikur á lofti Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. 13. desember 2024 10:30 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins. Á norðurhveli jarðar hefst hann jafnan í desember og stendur fram í febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir, börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga á Landspítalanum segir stöðuna á spítalanum þunga. „Það er mjög mikið af börnum sem liggja inni á barnadeilinni með RS og þurfa þá stuðning með súrefni og oft þurfa þau að fá fæðu gegnum magasondu og svona. Og svo er mikið álag á bráðamóttökunni,“ segir Valtýr. Býsna hátt hlutfall barna sem koma á bráðamóttökuna með sýkinguna þurfi á endanum að leggjast inn, einkum þau allra yngstu. Valtýr segir erfitt að meta það hvort faraldurinn nú sé umfangsmeiri en fyrri ár, þar sem hann sé svo stutt á veg kominn. Það sé þó ljóst að hann fari kröftuglega af stað. Þannig að miðað við hvernig þetta fer af stað þá er ástæða til að kvíða næstu mánuðum? „Já, algjörlega og núna í byrjun vikunnar var deildin alveg full og það var bara ekki pláss, þannig að við vorum að setja okkur í stellingar með að opna sérstakt rými á annarri hæð hjá okkur.“ Bylting innan seilingar Á endanum tókst þó að greiða úr flækjunni og ekki þurfti að opna aukarými. En staðan er sannarlega alvarleg. Valtýr benti á í aðsendri grein á Vísi í morgun að miklar framfarir hafi orðið í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn RS-veirunni. Nokkur Evrópulönd hófu í fyrra almennar mótefnagjafir til nýfæddra barna, sem reynst hafi gríðarvel. Verkefni sem þetta yrði afar kostnaðarsamt fyrir íslensk stjórnvöld, en Valtýr telur að það myndi þó margborga sig. „Það fækkar alvarlegum veikindum og innlögnum inn á spítala um allt að áttatíu prósent, eða meira en það. Þetta er svona það sem kallað er í fræðunum „algjör gamechanger“,“ segir Valtýr.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir RS veiran – blikur á lofti Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. 13. desember 2024 10:30 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
RS veiran – blikur á lofti Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. 13. desember 2024 10:30