RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar 13. desember 2024 10:30 Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Nánast öll börn sýkjast af veirunni á fyrstu 2-3 æviárum sínum en með mismunandi miklum einkennum. Veiran veldur kvefi og stundum hósta hjá eldri börnum og fullorðnum en yfirleitt ekki alvarlegum veikindum. Aldraðir og hrumir geta þó veikst alvarlega. Börn yngri en eins árs, og sérstaklega börn undir sex mánaða aldri, eru í mestri hættu á miklum einkennum og geta þurft innlögn á Barnaspítala Hringsins. Sjaldgæft er að sýkingin valdi dauðsföllum þar sem góð heilbrigðisþjónusta er í boði. Í lágtekjulöndum veldur veiran enn meiri skaða og látast yfir 100.000 börn árlega á heimsvísu. RSV veiran veldur bólgum í smæstu einingum loftvega hjá ungum börnum sem leiðir til öndunarerfiðleika og getur leitt til þess að súrefnismettun í blóði verður verri. Börnin verða móð og eiga stundum erfitt með að nærast. Meðferðin við veirunni er fyrst og fremst í formi stuðnings við börn sem eru veik, stundum þarf súrefnisgjöf og aðstoð með næringu. Stundum er reynd innöndunarmeðferð með pústum til stuðnings við öndunarfæraeinkennin en engin lyfjameðferð er til við veirusýkingunni. Börn geta hins vegar fengið bakteríusýkingu s.s. eyrnabólgu eða lungnabólgu í kjölfar RSV sýkingar sem leiðir til sýklalyfjameðferðar, og er það nokkuð algengt. Margt bendir til þess að börn sem veikjast snemma af veirunni séu líklegri til að hafa astma einkenni fyrstu fjögur ár ævinnar en þau sem veikjast ekki. Fjölmörg börn hafa leitað á Barnaspítala Hringsins undanfarnar vikur og mörg þeirra hefur þurft að leggja inn til stuðnings og sum þurft gjörgæslumeðferð. Álagið er mjög mikið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins og legudeildin full af börnum með sýkinguna. Miklar framfarir hafa orðið í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn veirunni og nú eru til bólusetningar fyrir verðandi mæður og mótefnagjafir fyrir nýfædd börn. Nokkur Evrópulönd hafa nú þegar innleitt slíkar aðgerðir þar sem öllum nýfæddum börnum er boðin mótefnagjöf sem dugar í allt að níu mánuði. Árangurinn af þessum aðgerðum er mjög góður. Bólusetning barnshafandi kvenna dregur einnig greinilega úr smiti nýfæddra barna fyrstu mánuði ævinnar. Mótefnagjafirnar (nirsevimab) eða bólusetning barnshafandi kvenna koma ekki í veg fyrir smit, en minnka verulega hættuna á alvarlegum veikindum, og sýna nýlegar rannsóknir um 80% árangur. Ljóst er að ef slíkar aðgerðir yrðu innleiddar hér á landi myndi það draga verulega úr veikindum ungra barna vegna RS veirunnar, draga úr notkun sýkla- og innúðalyfja, fækka smitum til aldraðra og draga úr fjarvistum foreldra frá vinnu. Kostnaður við að bjóða öllum nýfæddum börnum á Íslandi slíka fyrirbyggjandi meðferð er vissulega mikill, en auðveldlega má færa rök fyrir því að það sé þó kostnaðarhagkvæmt þegar allt er tekið saman. Með heilsu ungra barna að leiðarljósi er von til þess að heilbrigðisyfirvöld á Íslandi bjóði þessa fyrirbyggjandi meðferð sem allra fyrst. Fyrir foreldra ungra barna má benda á alþjóðlega heimasíðu um RSV veiruna sem inniheldur ýmsan fróðleik og er einnig hægt að notast við spjallmenni sem svarar spurningum um ýmis málefni sem tengjast veirunni og einkennum sem hún veldur. Höfundur er barnasmitsjúkdómlæknir og yfirlæknir barnalækninga á Barnaspítala Hringsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Nánast öll börn sýkjast af veirunni á fyrstu 2-3 æviárum sínum en með mismunandi miklum einkennum. Veiran veldur kvefi og stundum hósta hjá eldri börnum og fullorðnum en yfirleitt ekki alvarlegum veikindum. Aldraðir og hrumir geta þó veikst alvarlega. Börn yngri en eins árs, og sérstaklega börn undir sex mánaða aldri, eru í mestri hættu á miklum einkennum og geta þurft innlögn á Barnaspítala Hringsins. Sjaldgæft er að sýkingin valdi dauðsföllum þar sem góð heilbrigðisþjónusta er í boði. Í lágtekjulöndum veldur veiran enn meiri skaða og látast yfir 100.000 börn árlega á heimsvísu. RSV veiran veldur bólgum í smæstu einingum loftvega hjá ungum börnum sem leiðir til öndunarerfiðleika og getur leitt til þess að súrefnismettun í blóði verður verri. Börnin verða móð og eiga stundum erfitt með að nærast. Meðferðin við veirunni er fyrst og fremst í formi stuðnings við börn sem eru veik, stundum þarf súrefnisgjöf og aðstoð með næringu. Stundum er reynd innöndunarmeðferð með pústum til stuðnings við öndunarfæraeinkennin en engin lyfjameðferð er til við veirusýkingunni. Börn geta hins vegar fengið bakteríusýkingu s.s. eyrnabólgu eða lungnabólgu í kjölfar RSV sýkingar sem leiðir til sýklalyfjameðferðar, og er það nokkuð algengt. Margt bendir til þess að börn sem veikjast snemma af veirunni séu líklegri til að hafa astma einkenni fyrstu fjögur ár ævinnar en þau sem veikjast ekki. Fjölmörg börn hafa leitað á Barnaspítala Hringsins undanfarnar vikur og mörg þeirra hefur þurft að leggja inn til stuðnings og sum þurft gjörgæslumeðferð. Álagið er mjög mikið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins og legudeildin full af börnum með sýkinguna. Miklar framfarir hafa orðið í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn veirunni og nú eru til bólusetningar fyrir verðandi mæður og mótefnagjafir fyrir nýfædd börn. Nokkur Evrópulönd hafa nú þegar innleitt slíkar aðgerðir þar sem öllum nýfæddum börnum er boðin mótefnagjöf sem dugar í allt að níu mánuði. Árangurinn af þessum aðgerðum er mjög góður. Bólusetning barnshafandi kvenna dregur einnig greinilega úr smiti nýfæddra barna fyrstu mánuði ævinnar. Mótefnagjafirnar (nirsevimab) eða bólusetning barnshafandi kvenna koma ekki í veg fyrir smit, en minnka verulega hættuna á alvarlegum veikindum, og sýna nýlegar rannsóknir um 80% árangur. Ljóst er að ef slíkar aðgerðir yrðu innleiddar hér á landi myndi það draga verulega úr veikindum ungra barna vegna RS veirunnar, draga úr notkun sýkla- og innúðalyfja, fækka smitum til aldraðra og draga úr fjarvistum foreldra frá vinnu. Kostnaður við að bjóða öllum nýfæddum börnum á Íslandi slíka fyrirbyggjandi meðferð er vissulega mikill, en auðveldlega má færa rök fyrir því að það sé þó kostnaðarhagkvæmt þegar allt er tekið saman. Með heilsu ungra barna að leiðarljósi er von til þess að heilbrigðisyfirvöld á Íslandi bjóði þessa fyrirbyggjandi meðferð sem allra fyrst. Fyrir foreldra ungra barna má benda á alþjóðlega heimasíðu um RSV veiruna sem inniheldur ýmsan fróðleik og er einnig hægt að notast við spjallmenni sem svarar spurningum um ýmis málefni sem tengjast veirunni og einkennum sem hún veldur. Höfundur er barnasmitsjúkdómlæknir og yfirlæknir barnalækninga á Barnaspítala Hringsins.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar