Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2024 11:20 Hætta skapaðist á því að farþegaþotur Icelandair og Play rækjust á við Keflavíkurflugvöll í febrúar. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að þjálfun í flugturni á Keflavíkurflugvelli hafi haft áhrif á árekstrarhætta skapaðist á milli farþegaþotna Icelandair og Play í febrúar. Uppákoman var skráð sem alvarlegt flugumferðaratvik. Atvikið átti sér stað í lokaaðflugi fyrir flugbraut nítján á Keflavíkurflugvelli 20. febrúar. Áhöfn Airbus 320-vélar Play var þá við lendingaræfingar í sjónflugi á flugbrautinni um sama leyti og Boeing 737-8 vél Icelandair var í blindu aðflugi. Þjálfun var þá í gangi í flugturninum á flugvellinum. Nemi sem sinnti bæði turn- og grundbylgju var um það bil hálfnaður í verklegri þjálfun sinni en flugumferðarstjórinn sem þjálfaði hann var í fyrsta skipti með nema í flugumferðarstjórn, að því er segir í lokaskýrslu rannsóknarnefndarinnar um atvikið. Flugturninn gaf Play-vélinni fyrirmæli um að hún væri næst til lendingar á flugbraut nítján. Skömmu síðar upplýsti hann stjórnendur Play-vélarinnar um flugumferð við níu sjómílu lokastefnu. Á þeim tíma var Icelandair-vélin hins vegar komin nær flugbrautinni. Á þessum tímapunkti er flugumferðarstjórinn sagður hafa sagt nemanum að ratsjármynd liti illa út en að hún breyttist með framvindu flugvélanna. Í viðtali hjá rannsóknarnefndinni sagði flugumferðarstjórinn að hann hefði talið að umferðarhringur Play-vélarinnar væri öðruvísi en hann var í raun þrátt fyrir að vélin hefði þá verið að æfingum í að vera í einn og hálfan tíma og að áhöfnin hefði rétt áður verið í sambandi við nemann um upplýsingar sem hún þyrfti fyrir aðflugið. Sáu aðra farþegaþotu þegar þeir komu niður úr skýjunum Flugmenn Icelandair-vélarinnar sögðu rannsóknarnefndinni að þegar þeir skiptu yfir á turnbylgju hefðu þeir heyrt að einhver væri að beygja inn á undan þeim en ekki hver. Þeir hefðu talið líklegast að það væri lítil kennsluvél í snertilendingum. Tekið er fram í skýrslu rannsóknarnefndar að kveðið sé á um í verklagshandbók flugumferðarstjóra að lýsa skuli nálægum loftförum svo hægt að bera kennsl á þau auðveldlega. Fyrirmælin sem flugmennirnir fengu frá nema var að vél þeirra væri önnur í röðinni til lendingar á flugbrautinni. Það þótti flugmönnunum skrítið í ljósi þess að þeir voru á lokastefnu og komnir mjög nálægt flugvellinum. Um leið og Icelandair-vélin kom niður í skýjunum tóku flugmennirnir eftir Play-vélinni sem stefndi á sama stað og sömu hæð og þeir á lokastefnunni. „Ok. Við sjáum umferð. Hún er er að nálgast mjög núna, ICEAIR29E,“ kallaði áhöfn Icelandair-vélarinnar þá. Minnst í þriggja kílómetra fjarlægð og fimmtán metra hæðarmun Þegar þetta gerðist voru rúmir fjórir kílómetrar á milli vélanna. Play-vélin var þá í 1.200 fetum á hægri þverlegg fyrir flugbrautina ena Icelandair-vélin í um 1.900 fetum í lækkun á lokastefnu sinni inn að flugbrautinni. Áhöfn Play-vélarinnar brást við því með að breyta stefnu sinni og var í kjölfarið sagt að koma inn til lendingar á eftir Icelandair-vélinni. Þegar flugvélarnar voru sem næst hvor annarri að lengd var 1,56 sjómílur á milli þeirra, tæpir þrír kílómetrar. Hæðaraðskilnaður var þá 375 fet, um 114 metrar. Minnst munaði fimmtíu fetum, um fimmtán metrum, en þá voru þær í rétt rúmlega þriggja kílómetra fjarlægð frá hvor annarri samkvæmt skýrslunni. Rannsóknarnefndin ályktaði að þjálfunin í flugturninum hefði haft áhrif á atvikið en gerði engar tillögur í öryggisátt vegna þess. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Sjá meira
Atvikið átti sér stað í lokaaðflugi fyrir flugbraut nítján á Keflavíkurflugvelli 20. febrúar. Áhöfn Airbus 320-vélar Play var þá við lendingaræfingar í sjónflugi á flugbrautinni um sama leyti og Boeing 737-8 vél Icelandair var í blindu aðflugi. Þjálfun var þá í gangi í flugturninum á flugvellinum. Nemi sem sinnti bæði turn- og grundbylgju var um það bil hálfnaður í verklegri þjálfun sinni en flugumferðarstjórinn sem þjálfaði hann var í fyrsta skipti með nema í flugumferðarstjórn, að því er segir í lokaskýrslu rannsóknarnefndarinnar um atvikið. Flugturninn gaf Play-vélinni fyrirmæli um að hún væri næst til lendingar á flugbraut nítján. Skömmu síðar upplýsti hann stjórnendur Play-vélarinnar um flugumferð við níu sjómílu lokastefnu. Á þeim tíma var Icelandair-vélin hins vegar komin nær flugbrautinni. Á þessum tímapunkti er flugumferðarstjórinn sagður hafa sagt nemanum að ratsjármynd liti illa út en að hún breyttist með framvindu flugvélanna. Í viðtali hjá rannsóknarnefndinni sagði flugumferðarstjórinn að hann hefði talið að umferðarhringur Play-vélarinnar væri öðruvísi en hann var í raun þrátt fyrir að vélin hefði þá verið að æfingum í að vera í einn og hálfan tíma og að áhöfnin hefði rétt áður verið í sambandi við nemann um upplýsingar sem hún þyrfti fyrir aðflugið. Sáu aðra farþegaþotu þegar þeir komu niður úr skýjunum Flugmenn Icelandair-vélarinnar sögðu rannsóknarnefndinni að þegar þeir skiptu yfir á turnbylgju hefðu þeir heyrt að einhver væri að beygja inn á undan þeim en ekki hver. Þeir hefðu talið líklegast að það væri lítil kennsluvél í snertilendingum. Tekið er fram í skýrslu rannsóknarnefndar að kveðið sé á um í verklagshandbók flugumferðarstjóra að lýsa skuli nálægum loftförum svo hægt að bera kennsl á þau auðveldlega. Fyrirmælin sem flugmennirnir fengu frá nema var að vél þeirra væri önnur í röðinni til lendingar á flugbrautinni. Það þótti flugmönnunum skrítið í ljósi þess að þeir voru á lokastefnu og komnir mjög nálægt flugvellinum. Um leið og Icelandair-vélin kom niður í skýjunum tóku flugmennirnir eftir Play-vélinni sem stefndi á sama stað og sömu hæð og þeir á lokastefnunni. „Ok. Við sjáum umferð. Hún er er að nálgast mjög núna, ICEAIR29E,“ kallaði áhöfn Icelandair-vélarinnar þá. Minnst í þriggja kílómetra fjarlægð og fimmtán metra hæðarmun Þegar þetta gerðist voru rúmir fjórir kílómetrar á milli vélanna. Play-vélin var þá í 1.200 fetum á hægri þverlegg fyrir flugbrautina ena Icelandair-vélin í um 1.900 fetum í lækkun á lokastefnu sinni inn að flugbrautinni. Áhöfn Play-vélarinnar brást við því með að breyta stefnu sinni og var í kjölfarið sagt að koma inn til lendingar á eftir Icelandair-vélinni. Þegar flugvélarnar voru sem næst hvor annarri að lengd var 1,56 sjómílur á milli þeirra, tæpir þrír kílómetrar. Hæðaraðskilnaður var þá 375 fet, um 114 metrar. Minnst munaði fimmtíu fetum, um fimmtán metrum, en þá voru þær í rétt rúmlega þriggja kílómetra fjarlægð frá hvor annarri samkvæmt skýrslunni. Rannsóknarnefndin ályktaði að þjálfunin í flugturninum hefði haft áhrif á atvikið en gerði engar tillögur í öryggisátt vegna þess.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Sjá meira