Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2024 11:20 Hætta skapaðist á því að farþegaþotur Icelandair og Play rækjust á við Keflavíkurflugvöll í febrúar. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að þjálfun í flugturni á Keflavíkurflugvelli hafi haft áhrif á árekstrarhætta skapaðist á milli farþegaþotna Icelandair og Play í febrúar. Uppákoman var skráð sem alvarlegt flugumferðaratvik. Atvikið átti sér stað í lokaaðflugi fyrir flugbraut nítján á Keflavíkurflugvelli 20. febrúar. Áhöfn Airbus 320-vélar Play var þá við lendingaræfingar í sjónflugi á flugbrautinni um sama leyti og Boeing 737-8 vél Icelandair var í blindu aðflugi. Þjálfun var þá í gangi í flugturninum á flugvellinum. Nemi sem sinnti bæði turn- og grundbylgju var um það bil hálfnaður í verklegri þjálfun sinni en flugumferðarstjórinn sem þjálfaði hann var í fyrsta skipti með nema í flugumferðarstjórn, að því er segir í lokaskýrslu rannsóknarnefndarinnar um atvikið. Flugturninn gaf Play-vélinni fyrirmæli um að hún væri næst til lendingar á flugbraut nítján. Skömmu síðar upplýsti hann stjórnendur Play-vélarinnar um flugumferð við níu sjómílu lokastefnu. Á þeim tíma var Icelandair-vélin hins vegar komin nær flugbrautinni. Á þessum tímapunkti er flugumferðarstjórinn sagður hafa sagt nemanum að ratsjármynd liti illa út en að hún breyttist með framvindu flugvélanna. Í viðtali hjá rannsóknarnefndinni sagði flugumferðarstjórinn að hann hefði talið að umferðarhringur Play-vélarinnar væri öðruvísi en hann var í raun þrátt fyrir að vélin hefði þá verið að æfingum í að vera í einn og hálfan tíma og að áhöfnin hefði rétt áður verið í sambandi við nemann um upplýsingar sem hún þyrfti fyrir aðflugið. Sáu aðra farþegaþotu þegar þeir komu niður úr skýjunum Flugmenn Icelandair-vélarinnar sögðu rannsóknarnefndinni að þegar þeir skiptu yfir á turnbylgju hefðu þeir heyrt að einhver væri að beygja inn á undan þeim en ekki hver. Þeir hefðu talið líklegast að það væri lítil kennsluvél í snertilendingum. Tekið er fram í skýrslu rannsóknarnefndar að kveðið sé á um í verklagshandbók flugumferðarstjóra að lýsa skuli nálægum loftförum svo hægt að bera kennsl á þau auðveldlega. Fyrirmælin sem flugmennirnir fengu frá nema var að vél þeirra væri önnur í röðinni til lendingar á flugbrautinni. Það þótti flugmönnunum skrítið í ljósi þess að þeir voru á lokastefnu og komnir mjög nálægt flugvellinum. Um leið og Icelandair-vélin kom niður í skýjunum tóku flugmennirnir eftir Play-vélinni sem stefndi á sama stað og sömu hæð og þeir á lokastefnunni. „Ok. Við sjáum umferð. Hún er er að nálgast mjög núna, ICEAIR29E,“ kallaði áhöfn Icelandair-vélarinnar þá. Minnst í þriggja kílómetra fjarlægð og fimmtán metra hæðarmun Þegar þetta gerðist voru rúmir fjórir kílómetrar á milli vélanna. Play-vélin var þá í 1.200 fetum á hægri þverlegg fyrir flugbrautina ena Icelandair-vélin í um 1.900 fetum í lækkun á lokastefnu sinni inn að flugbrautinni. Áhöfn Play-vélarinnar brást við því með að breyta stefnu sinni og var í kjölfarið sagt að koma inn til lendingar á eftir Icelandair-vélinni. Þegar flugvélarnar voru sem næst hvor annarri að lengd var 1,56 sjómílur á milli þeirra, tæpir þrír kílómetrar. Hæðaraðskilnaður var þá 375 fet, um 114 metrar. Minnst munaði fimmtíu fetum, um fimmtán metrum, en þá voru þær í rétt rúmlega þriggja kílómetra fjarlægð frá hvor annarri samkvæmt skýrslunni. Rannsóknarnefndin ályktaði að þjálfunin í flugturninum hefði haft áhrif á atvikið en gerði engar tillögur í öryggisátt vegna þess. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Atvikið átti sér stað í lokaaðflugi fyrir flugbraut nítján á Keflavíkurflugvelli 20. febrúar. Áhöfn Airbus 320-vélar Play var þá við lendingaræfingar í sjónflugi á flugbrautinni um sama leyti og Boeing 737-8 vél Icelandair var í blindu aðflugi. Þjálfun var þá í gangi í flugturninum á flugvellinum. Nemi sem sinnti bæði turn- og grundbylgju var um það bil hálfnaður í verklegri þjálfun sinni en flugumferðarstjórinn sem þjálfaði hann var í fyrsta skipti með nema í flugumferðarstjórn, að því er segir í lokaskýrslu rannsóknarnefndarinnar um atvikið. Flugturninn gaf Play-vélinni fyrirmæli um að hún væri næst til lendingar á flugbraut nítján. Skömmu síðar upplýsti hann stjórnendur Play-vélarinnar um flugumferð við níu sjómílu lokastefnu. Á þeim tíma var Icelandair-vélin hins vegar komin nær flugbrautinni. Á þessum tímapunkti er flugumferðarstjórinn sagður hafa sagt nemanum að ratsjármynd liti illa út en að hún breyttist með framvindu flugvélanna. Í viðtali hjá rannsóknarnefndinni sagði flugumferðarstjórinn að hann hefði talið að umferðarhringur Play-vélarinnar væri öðruvísi en hann var í raun þrátt fyrir að vélin hefði þá verið að æfingum í að vera í einn og hálfan tíma og að áhöfnin hefði rétt áður verið í sambandi við nemann um upplýsingar sem hún þyrfti fyrir aðflugið. Sáu aðra farþegaþotu þegar þeir komu niður úr skýjunum Flugmenn Icelandair-vélarinnar sögðu rannsóknarnefndinni að þegar þeir skiptu yfir á turnbylgju hefðu þeir heyrt að einhver væri að beygja inn á undan þeim en ekki hver. Þeir hefðu talið líklegast að það væri lítil kennsluvél í snertilendingum. Tekið er fram í skýrslu rannsóknarnefndar að kveðið sé á um í verklagshandbók flugumferðarstjóra að lýsa skuli nálægum loftförum svo hægt að bera kennsl á þau auðveldlega. Fyrirmælin sem flugmennirnir fengu frá nema var að vél þeirra væri önnur í röðinni til lendingar á flugbrautinni. Það þótti flugmönnunum skrítið í ljósi þess að þeir voru á lokastefnu og komnir mjög nálægt flugvellinum. Um leið og Icelandair-vélin kom niður í skýjunum tóku flugmennirnir eftir Play-vélinni sem stefndi á sama stað og sömu hæð og þeir á lokastefnunni. „Ok. Við sjáum umferð. Hún er er að nálgast mjög núna, ICEAIR29E,“ kallaði áhöfn Icelandair-vélarinnar þá. Minnst í þriggja kílómetra fjarlægð og fimmtán metra hæðarmun Þegar þetta gerðist voru rúmir fjórir kílómetrar á milli vélanna. Play-vélin var þá í 1.200 fetum á hægri þverlegg fyrir flugbrautina ena Icelandair-vélin í um 1.900 fetum í lækkun á lokastefnu sinni inn að flugbrautinni. Áhöfn Play-vélarinnar brást við því með að breyta stefnu sinni og var í kjölfarið sagt að koma inn til lendingar á eftir Icelandair-vélinni. Þegar flugvélarnar voru sem næst hvor annarri að lengd var 1,56 sjómílur á milli þeirra, tæpir þrír kílómetrar. Hæðaraðskilnaður var þá 375 fet, um 114 metrar. Minnst munaði fimmtíu fetum, um fimmtán metrum, en þá voru þær í rétt rúmlega þriggja kílómetra fjarlægð frá hvor annarri samkvæmt skýrslunni. Rannsóknarnefndin ályktaði að þjálfunin í flugturninum hefði haft áhrif á atvikið en gerði engar tillögur í öryggisátt vegna þess.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira