Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. desember 2024 12:04 Erindi borgarans til borgarinnar var ekki svarað í tvö ár. Vísir/Vilhelm Lögfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar segist taka ábendingar Umboðsmanns Alþingis um aðgengi fólks að starfsfólki og þjónustu sviðsins alvarlega. Mannleg mistök hafi leitt til þess að gagnabeiðni frá borgara var ekki afgreidd í tvö ár. Í gær birti umboðsmaður bréf sem hann sendi Reykjavíkurborg fyrr í mánuðinum, vegna kvörtunar manns sem beið í meira en tvö ár eftir afgreiðslu beiðni sinnar um aðgang að gögnum og upplýsingum hjá umhverfis- og skipulagssviði. Lögfræðingur hjá borginni segir miður að farist hafi fyrir að afgreiða gagnabeiðni mannsins, sem barst í ágúst 2022. Beiðnin hafi einfaldlega gleymst. „Síðan er það í raun ekki fyrr en kvörtun berst til umboðsmanns og umboðsmaður snýr sér að okkur, að það er orðið við þessari gagnabeiðni. Auðvitað hefði átt að afgreiða hana á þessum tíma, eins og gengur og gerist,“ segir Auðun Helgason, deildarstjóri lögfræðideildar hjá umhverfis- og skipulagssviði Umboðsmaður sjálfur í vandræðum að fá svör Í bréfinu sagði að umboðsmanni hefði gengið erfiðlega að fá svör við spurningum sínum, meðal annars þar sem ekki væri hægt að ná í starfsfólk sviðsins í síma. Umboðsmaður hafi ítrekað þurft að ganga eftir skýrari svörum við fyrirspurnum sínum með tölvubréfi. Auðun Helgason er deildarstjóri lögfræðideildar umhverfis- og skiplagssviðs Reykjavíkurborgar. „Í þessu tilviki var reynt að ná í starfsmann sem var upptekinn en það má kannski leiðrétta það að það er að öllu jöfnu hægt að hafa samband við starfsfólk, og ef það er upptekið þá á fólk að hringja til baka. Una tilmælum umboðsmanns og taka þau til sín Niðurstöðu umboðsmanns verði unað og skoðað hvort mál sem þetta eigi sér einhverja hliðstæðu. „Að sjálfsögðu tökum við þessu tilmæli til okkar. Við erum enn í samskiptum við umboðsmann Alþingis og reiknum með að bregðast við bréfinu eigi síðar en í dag.“ Með hvaða hætti verður það gert? „Það stendur enn út af borðinu að svara aðallega tveimur spurningum. Þær varða leiðbeiningarskyldu umhverfis- og skipulagssviðs og fara nánar út í það hvernig símsvörun fer fram almennt hjá sviðinu,“ segir Auðun. Reykjavík Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Í gær birti umboðsmaður bréf sem hann sendi Reykjavíkurborg fyrr í mánuðinum, vegna kvörtunar manns sem beið í meira en tvö ár eftir afgreiðslu beiðni sinnar um aðgang að gögnum og upplýsingum hjá umhverfis- og skipulagssviði. Lögfræðingur hjá borginni segir miður að farist hafi fyrir að afgreiða gagnabeiðni mannsins, sem barst í ágúst 2022. Beiðnin hafi einfaldlega gleymst. „Síðan er það í raun ekki fyrr en kvörtun berst til umboðsmanns og umboðsmaður snýr sér að okkur, að það er orðið við þessari gagnabeiðni. Auðvitað hefði átt að afgreiða hana á þessum tíma, eins og gengur og gerist,“ segir Auðun Helgason, deildarstjóri lögfræðideildar hjá umhverfis- og skipulagssviði Umboðsmaður sjálfur í vandræðum að fá svör Í bréfinu sagði að umboðsmanni hefði gengið erfiðlega að fá svör við spurningum sínum, meðal annars þar sem ekki væri hægt að ná í starfsfólk sviðsins í síma. Umboðsmaður hafi ítrekað þurft að ganga eftir skýrari svörum við fyrirspurnum sínum með tölvubréfi. Auðun Helgason er deildarstjóri lögfræðideildar umhverfis- og skiplagssviðs Reykjavíkurborgar. „Í þessu tilviki var reynt að ná í starfsmann sem var upptekinn en það má kannski leiðrétta það að það er að öllu jöfnu hægt að hafa samband við starfsfólk, og ef það er upptekið þá á fólk að hringja til baka. Una tilmælum umboðsmanns og taka þau til sín Niðurstöðu umboðsmanns verði unað og skoðað hvort mál sem þetta eigi sér einhverja hliðstæðu. „Að sjálfsögðu tökum við þessu tilmæli til okkar. Við erum enn í samskiptum við umboðsmann Alþingis og reiknum með að bregðast við bréfinu eigi síðar en í dag.“ Með hvaða hætti verður það gert? „Það stendur enn út af borðinu að svara aðallega tveimur spurningum. Þær varða leiðbeiningarskyldu umhverfis- og skipulagssviðs og fara nánar út í það hvernig símsvörun fer fram almennt hjá sviðinu,“ segir Auðun.
Reykjavík Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira