Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Bjarki Sigurðsson skrifar 11. desember 2024 13:02 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Arnar Fimmtungur meðlima samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hefur sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar segir aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. Efling boðaði í gær aðgerðir gegn SVEIT vegna kjarasamnings þeirra við stéttarfélagið Virðingu. Efling segir Virðingu vera gervistéttarfélag, stofnað af fólki tengdu SVEIT, til að skerða kjör starfsmanna til muna. SVEIT hefur vísað ásökunum um tengsl þess og Virðingar á bug og segir kjarasamning þeirra löglegan. Erindi um aðgerðirnar var sent á fyrirtækin 108 í SVEIT. Voru þau hvött til að segja sig úr samtökunum. „Af þeim sem hafa svarað er yfirgnæfandi meirihluti sem upplýsti um það að þau ætli ekki að innleiða þennan svikakjarasamning Virðingar og ætli sér að fylgja kjarasamningi Eflingar. Svo er stór hópur sem hefur jafnframt lýst því yfir að þau hafi sagt sig úr SVEIT eða ætli sér að gera það,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Enginn frá Virðingu hefur sett sig í samband við Eflingu frá því að aðgerðirnar hófust. „En ég hef einn tölvupóst frá forsvarsmanni SVEIT sem bauð mér að koma í það sem hann kallaði óformlegt kaffispjall. Sem er að mínu viti til marks um að það virðist ekki vera skilningur til staðar SVEITarmegin á því hversu grafalvarlegt athæfi þeirra er,“ segir Sólveig. Aðgerðir Eflingar hafa verið gagnrýndar. Sólveig gefur lítið fyrir þá gagnrýni. „Ef að við værum ekki að grípa til þessara aðgerða þá værum við einfaldlega að svíkja okkar hlutverk. Þá væri ég augljóslega vanhæfur formaður í því stéttarfélagi sem hefur samningsumboð fyrir þessu störf,“ segir Sólveig. Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Efling boðaði í gær aðgerðir gegn SVEIT vegna kjarasamnings þeirra við stéttarfélagið Virðingu. Efling segir Virðingu vera gervistéttarfélag, stofnað af fólki tengdu SVEIT, til að skerða kjör starfsmanna til muna. SVEIT hefur vísað ásökunum um tengsl þess og Virðingar á bug og segir kjarasamning þeirra löglegan. Erindi um aðgerðirnar var sent á fyrirtækin 108 í SVEIT. Voru þau hvött til að segja sig úr samtökunum. „Af þeim sem hafa svarað er yfirgnæfandi meirihluti sem upplýsti um það að þau ætli ekki að innleiða þennan svikakjarasamning Virðingar og ætli sér að fylgja kjarasamningi Eflingar. Svo er stór hópur sem hefur jafnframt lýst því yfir að þau hafi sagt sig úr SVEIT eða ætli sér að gera það,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Enginn frá Virðingu hefur sett sig í samband við Eflingu frá því að aðgerðirnar hófust. „En ég hef einn tölvupóst frá forsvarsmanni SVEIT sem bauð mér að koma í það sem hann kallaði óformlegt kaffispjall. Sem er að mínu viti til marks um að það virðist ekki vera skilningur til staðar SVEITarmegin á því hversu grafalvarlegt athæfi þeirra er,“ segir Sólveig. Aðgerðir Eflingar hafa verið gagnrýndar. Sólveig gefur lítið fyrir þá gagnrýni. „Ef að við værum ekki að grípa til þessara aðgerða þá værum við einfaldlega að svíkja okkar hlutverk. Þá væri ég augljóslega vanhæfur formaður í því stéttarfélagi sem hefur samningsumboð fyrir þessu störf,“ segir Sólveig.
Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira