Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Jón Þór Stefánsson skrifar 9. desember 2024 21:04 Mangione er 26 ára gamall og frá Maryland í Bandaríkjunum. Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. Í síðustu viku var Brian Thompson, einn forstjóri UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, skotinn til bana úti á götu í New York. Drápið náðist á upptöku öryggismyndavéla og þótti það benda til þess að morðinginn hefði beðið sérstaklega eftir hinum látna. Morðinginn flúði af vettvangi, en talið var að hann hefði komið sér á brott með strætisvagni og síðan flúið New York-ríki. Við tók gríðarlega umfangsmikil leit að viðkomandi. Sagður hafa látið undarlega Greint var frá því á blaðamannafundi í dag að lögreglu hefði borist ábending frá starfsmanni McDonalds um Mangione. Lögreglan hafi komið á vettvang og tekið skýrslu af honum. Hann er sagður hafa látið undarlega og verið með mörg fölsuð skilríki og vegabréf undir höndum. Mangione er sagður hafa verið með byssu og hljóðdeyfi, en grunur er um byssan hafi verið þrívíddarprentuð. „Þar að auki lögðum við hald á handskrifað skjal þar sem hvatningu og hugarástandi hans er lýst,“ sagði Jessica Tisch, talskona lögregluyfirvalda. Lögreglumenn frá New York eru sagðir á leið til Pennsylvaníu til að taka frekari skýrslur af Mangione. „Hann er undir sterkum grun,“ sagði Eric Adams, borgarstjóri New York. „Hann passar við lýsinguna á þeim sem við höfðum verið að leita að. Þar að auki var hann með ýmsa muni sem við teljum að tengi hann við málið.“ Háskólamenntaður dúx Luigi Mangione er 26 ára gamall. Hann var frá Maryland-ríkinu í Bandaríkjunum, en talið er að síðasti búsetustaður hans hafi verið í Honolulu í Hawaii. Hann hafði aldrei áður verið handtekinn í New York, eða annars staðar í Bandaríkjunum svo vitað sé til. Forbes segir að miðað við samfélagsmiðla Mangione hafi hann útskrifast úr Háskólanum í Pennsylvaníu árið 2020 með bachelor- og meistaragráðu í tölvunar- og upplýsingafræðum. Þá var greint frá því árið 2016 í New York Times að Mangione hefði dúxað úr einkaskóla í Maryland. The Daily Pennsylvanian, stúdentablað Háskólans í Pennsylvaníu, greindi frá því að Mangione hefði stofnað klúbb í skólanum sem snerist um rannsóknir og framleiðslu tölvuleikja. Samkvæmt LinkedIn-síðu í nafni Mangione hafði hann farið í starfsnám hjá John Hopkins-háskólanum og hjá tölvuleikjaframleiðandanum Firaxis Games. Þá hafði hann síðastliðinn fjögur ár starfað hjá TrueCar, bílasöluvefsíðu í Kaliforníuríki. Umsögn um Unabomberinn Síða í nafni Mangione á síðunni GoodReads hefur vakið athygli í kjölfar þess að nafn hans var gert opinbert. Þar má meðal annars finna bókadóm um Industrial Society and Its Future, stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins Ted Kaczynski, sem er þekktur undir nafninu Unabomber. Kaczynski, sem lést á síðasta ári, myrti þrjá og slasaði 23 á árunum 1978 til 1995 með bréfasprengjum. Árásir hans beindust að fólki sem hann taldi standa að tækniþróun, sem hann taldi slæma og auka eyðileggingu náttúrunnar. Í stuttum bókadómi Mangione, sem er frá janúar á þessu ári, segir hann að spádómar Kaczynski hafi margir hverjir ræst. „Hann var ofbeldisfullur einstaklingur, sem var réttilega fangelsaður, og réðst að saklausu fólki. Gjörðir hans eru oft sagðar á ábyrgð brjálaðs afturhaldssinna, en réttara er að skoða þær sem gjörðir byltingarsinna með öfgakenndar pólitískar skoðanir,“ skrifaði Mangione. Jafnframt vísaði hann í aðra umsögn um skrif Kaczynski þar sem því er haldið fram að ofbeldi sé nauðsynlegt. Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Í síðustu viku var Brian Thompson, einn forstjóri UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, skotinn til bana úti á götu í New York. Drápið náðist á upptöku öryggismyndavéla og þótti það benda til þess að morðinginn hefði beðið sérstaklega eftir hinum látna. Morðinginn flúði af vettvangi, en talið var að hann hefði komið sér á brott með strætisvagni og síðan flúið New York-ríki. Við tók gríðarlega umfangsmikil leit að viðkomandi. Sagður hafa látið undarlega Greint var frá því á blaðamannafundi í dag að lögreglu hefði borist ábending frá starfsmanni McDonalds um Mangione. Lögreglan hafi komið á vettvang og tekið skýrslu af honum. Hann er sagður hafa látið undarlega og verið með mörg fölsuð skilríki og vegabréf undir höndum. Mangione er sagður hafa verið með byssu og hljóðdeyfi, en grunur er um byssan hafi verið þrívíddarprentuð. „Þar að auki lögðum við hald á handskrifað skjal þar sem hvatningu og hugarástandi hans er lýst,“ sagði Jessica Tisch, talskona lögregluyfirvalda. Lögreglumenn frá New York eru sagðir á leið til Pennsylvaníu til að taka frekari skýrslur af Mangione. „Hann er undir sterkum grun,“ sagði Eric Adams, borgarstjóri New York. „Hann passar við lýsinguna á þeim sem við höfðum verið að leita að. Þar að auki var hann með ýmsa muni sem við teljum að tengi hann við málið.“ Háskólamenntaður dúx Luigi Mangione er 26 ára gamall. Hann var frá Maryland-ríkinu í Bandaríkjunum, en talið er að síðasti búsetustaður hans hafi verið í Honolulu í Hawaii. Hann hafði aldrei áður verið handtekinn í New York, eða annars staðar í Bandaríkjunum svo vitað sé til. Forbes segir að miðað við samfélagsmiðla Mangione hafi hann útskrifast úr Háskólanum í Pennsylvaníu árið 2020 með bachelor- og meistaragráðu í tölvunar- og upplýsingafræðum. Þá var greint frá því árið 2016 í New York Times að Mangione hefði dúxað úr einkaskóla í Maryland. The Daily Pennsylvanian, stúdentablað Háskólans í Pennsylvaníu, greindi frá því að Mangione hefði stofnað klúbb í skólanum sem snerist um rannsóknir og framleiðslu tölvuleikja. Samkvæmt LinkedIn-síðu í nafni Mangione hafði hann farið í starfsnám hjá John Hopkins-háskólanum og hjá tölvuleikjaframleiðandanum Firaxis Games. Þá hafði hann síðastliðinn fjögur ár starfað hjá TrueCar, bílasöluvefsíðu í Kaliforníuríki. Umsögn um Unabomberinn Síða í nafni Mangione á síðunni GoodReads hefur vakið athygli í kjölfar þess að nafn hans var gert opinbert. Þar má meðal annars finna bókadóm um Industrial Society and Its Future, stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins Ted Kaczynski, sem er þekktur undir nafninu Unabomber. Kaczynski, sem lést á síðasta ári, myrti þrjá og slasaði 23 á árunum 1978 til 1995 með bréfasprengjum. Árásir hans beindust að fólki sem hann taldi standa að tækniþróun, sem hann taldi slæma og auka eyðileggingu náttúrunnar. Í stuttum bókadómi Mangione, sem er frá janúar á þessu ári, segir hann að spádómar Kaczynski hafi margir hverjir ræst. „Hann var ofbeldisfullur einstaklingur, sem var réttilega fangelsaður, og réðst að saklausu fólki. Gjörðir hans eru oft sagðar á ábyrgð brjálaðs afturhaldssinna, en réttara er að skoða þær sem gjörðir byltingarsinna með öfgakenndar pólitískar skoðanir,“ skrifaði Mangione. Jafnframt vísaði hann í aðra umsögn um skrif Kaczynski þar sem því er haldið fram að ofbeldi sé nauðsynlegt.
Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira