Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. desember 2024 18:41 Jarðefni á borð við sand, móberg og vikur verða sífellt sjaldgæfari úti í heimi. Nú beina ýmis evrópsk fyrirtæki sjónum sínum til Íslands til að sækja slík efni. Heidelberg virðist hvergi af baki dottið í þeim efnum og mun leita að annarri staðsetningu. vísir Íbúar í Ölfusi hafa með afgerandi hætti hafnað því að veita fyrirtækinu Heidelberg Matarials starfsleyfi í Þorlákshöfn. Oddvita minnihlutans er mjög létt, og bæjarstjóri fagnar því að niðurstaðan sé skýr. Niðurstaða íbúakosninga lá fyrir á sjöunda tímanum. Á kjörskrá voru 1.994, alls kusu 1.310 og var kjörsókn 65,7%. „Já“ sögðu 374 eða 28,5 prósent, „nei“ sögðu 924 eða 70,5 prósent, auðir og ógildir voru 12 eða 1 prósent. Mikill hasar hefur staðið um kosningarnar. Meðal þess sem bent hefur verið á er að Heidelberg sé á bannlistum stórra fyrirtækja og þá vegna brota á mannréttindum og alþjóðalögum sem gætu verið óásættanlegar viðskiptavenjur, náttúruspjöll og svo framvegis. Elliði Vignisson bæjarstjóri hefur ekki viljað gefa upp afstöðu sína í málinu. Hann segir í samtali við fréttastofu að það sé ánægjulegt að fá afgerandi kosningu. Hrönn Guðmundsdóttir oddviti B lista í Ölfusi segir að henni sé létt yfir niðurstöðunni. Hún hefur talað skýrt gegn áformum fyrirtækisins. Hröfnn Guðmundsdóttir.vísir/sigurjón „Ég er í skipulagsnefnd og hef ekki stutt þetta þar. Ég var mjög ánægð að fá þessa íbúakosningu og ég er afskaplega ánægð með þessa niðurstöðu, af því hún er svo afgerandi,“ segir Hrönn sem ræddi málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Varðandi möguleg störf sem hafi glatast segir hún: „Við höfum rosalega mikið í uppbyggingu, risastórar framkvæmdir í laxeldi. Við töldum þetta ekki passa innanum. Sveitarfélagið stendur afskaplega vel fjárhagslega og við höfum verið á þeirri skoðun að við getum svolítið valið hvað við viljum fá.“ Kjörsókn var um 65 prósent, sem bæjarstjórinn var ánægður með.vísir/sigurjón Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Námuvinnsla Skipulag Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Niðurstaða íbúakosninga lá fyrir á sjöunda tímanum. Á kjörskrá voru 1.994, alls kusu 1.310 og var kjörsókn 65,7%. „Já“ sögðu 374 eða 28,5 prósent, „nei“ sögðu 924 eða 70,5 prósent, auðir og ógildir voru 12 eða 1 prósent. Mikill hasar hefur staðið um kosningarnar. Meðal þess sem bent hefur verið á er að Heidelberg sé á bannlistum stórra fyrirtækja og þá vegna brota á mannréttindum og alþjóðalögum sem gætu verið óásættanlegar viðskiptavenjur, náttúruspjöll og svo framvegis. Elliði Vignisson bæjarstjóri hefur ekki viljað gefa upp afstöðu sína í málinu. Hann segir í samtali við fréttastofu að það sé ánægjulegt að fá afgerandi kosningu. Hrönn Guðmundsdóttir oddviti B lista í Ölfusi segir að henni sé létt yfir niðurstöðunni. Hún hefur talað skýrt gegn áformum fyrirtækisins. Hröfnn Guðmundsdóttir.vísir/sigurjón „Ég er í skipulagsnefnd og hef ekki stutt þetta þar. Ég var mjög ánægð að fá þessa íbúakosningu og ég er afskaplega ánægð með þessa niðurstöðu, af því hún er svo afgerandi,“ segir Hrönn sem ræddi málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Varðandi möguleg störf sem hafi glatast segir hún: „Við höfum rosalega mikið í uppbyggingu, risastórar framkvæmdir í laxeldi. Við töldum þetta ekki passa innanum. Sveitarfélagið stendur afskaplega vel fjárhagslega og við höfum verið á þeirri skoðun að við getum svolítið valið hvað við viljum fá.“ Kjörsókn var um 65 prósent, sem bæjarstjórinn var ánægður með.vísir/sigurjón Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Námuvinnsla Skipulag Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira