„Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. desember 2024 13:08 Á myndinni má sjá einn uppreisnarmannanna láta fara vel um sig á skrifstofu í forsetahöllinni eftir að sýrlenska stjórnin féll. AP Photo/Omar Sanadiki Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum við Háskóla Íslands segir erfitt að segja til um á þessari stundu hvaða þýðingu nýjustu vendingar hafa fyrir stöðuna í Sýrlandi. Líkt og fram hefur komið hefur stjórn landsins hröklast frá völdum eftir skyndiárás uppreisnarmanna sem batt enda á fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. „Við þurfum að sjá betur nákvæmlega hvaða hópar þetta eru og hvað þeir ætla sér að gera. Þannig að þetta eru augljóslega stór tímamót, Assad hefur verið þarna við völd í ein 24 ár og hefur auðvitað haft gríðarlega mikil áhrif á allt samfélagið. En við þurfum aðeins að bíða og sjá hverju vindur fram næstu daga,“ segir Þórir. Hlutirnir hafa gerst hratt undanfarna sólarhringa í Sýrlandi og ekki síst í nótt og í morgun þegar því var lýst yfir að uppreisnarmenn hafi steypt forsetanum Bashar Assad af stóli. Ekki liggur fyrir hvar Assad er niður kominn en hann er sagður hafa flúið land. Aðspurður segir Þórir ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvort Assad eigi afturkvæmt, en það sé alveg ljóst að hann hafi tapað miklum stuðningi að undanförnu sem hafi veikt stöðu hans. „Hann er náttúrlega búinn að missa heilmikinn stuðning. Eins og hefur komið fram þá hafa Rússar, sem hafa verið miklir stuðningsmenn hans, verið önnum kafnir á öðrum vígstöðvum. Íranir hafa stutt Assad líka og Hezbollah, og eins og við höfum séð undanfarnar vikur og mánuði þá er þeirra stuðningur hann hefur veikst gríðarlega mikið og það hlýtur að vera einhvers konar lykilatriði í þessu öllu saman og varðandi tímasetninguna líka,“ útskýrir Þórir. „Það er ennþá verið að geta sér til um hvar Assad sjálfur er staddur, hvort hann er í Damaskus eða hvort hann sé farinn. En ég held að það sé ómögulegt að spá eitthvað fyrir um það í rauninni.“ Er hægt að segja til um á þessum tímapunkti hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólkið í landinu og fyrir stöðuna í Mið-Austurlöndum almennt? „Það er allt of snemmt að segja til um það. Við vitum að Assad hefur verið umdeildur, svo ekki sé meira sagt, og það eru einhverjir sem fagna þessu og einhverjir sem syrgja það að hann sé ekki lengur við völd. En við þurfum bara að sjá,“ segir Þórir. Sýrland Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
„Við þurfum að sjá betur nákvæmlega hvaða hópar þetta eru og hvað þeir ætla sér að gera. Þannig að þetta eru augljóslega stór tímamót, Assad hefur verið þarna við völd í ein 24 ár og hefur auðvitað haft gríðarlega mikil áhrif á allt samfélagið. En við þurfum aðeins að bíða og sjá hverju vindur fram næstu daga,“ segir Þórir. Hlutirnir hafa gerst hratt undanfarna sólarhringa í Sýrlandi og ekki síst í nótt og í morgun þegar því var lýst yfir að uppreisnarmenn hafi steypt forsetanum Bashar Assad af stóli. Ekki liggur fyrir hvar Assad er niður kominn en hann er sagður hafa flúið land. Aðspurður segir Þórir ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvort Assad eigi afturkvæmt, en það sé alveg ljóst að hann hafi tapað miklum stuðningi að undanförnu sem hafi veikt stöðu hans. „Hann er náttúrlega búinn að missa heilmikinn stuðning. Eins og hefur komið fram þá hafa Rússar, sem hafa verið miklir stuðningsmenn hans, verið önnum kafnir á öðrum vígstöðvum. Íranir hafa stutt Assad líka og Hezbollah, og eins og við höfum séð undanfarnar vikur og mánuði þá er þeirra stuðningur hann hefur veikst gríðarlega mikið og það hlýtur að vera einhvers konar lykilatriði í þessu öllu saman og varðandi tímasetninguna líka,“ útskýrir Þórir. „Það er ennþá verið að geta sér til um hvar Assad sjálfur er staddur, hvort hann er í Damaskus eða hvort hann sé farinn. En ég held að það sé ómögulegt að spá eitthvað fyrir um það í rauninni.“ Er hægt að segja til um á þessum tímapunkti hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólkið í landinu og fyrir stöðuna í Mið-Austurlöndum almennt? „Það er allt of snemmt að segja til um það. Við vitum að Assad hefur verið umdeildur, svo ekki sé meira sagt, og það eru einhverjir sem fagna þessu og einhverjir sem syrgja það að hann sé ekki lengur við völd. En við þurfum bara að sjá,“ segir Þórir.
Sýrland Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira