Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. desember 2024 23:51 Lögreglan í New York hefur gert dauðaleit í Central Park eftir einhvers konar vísbendingum eða sönnunargögnum. AP/Ted Shaffrey Kafarar á vegum lögreglunnar í New York-borg hafa unnið linnulaust í allan dag í tjörn í Central Park-almenningsgarði við leit að skotvopni árásarmannsins sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á miðvikudaginn. Leit að manninum hefur staðið yfir í fjóra daga, án árangurs. Fréttastofa CNN greinir frá. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan-eyju í New York borg á miðvikudaginn þar sem Thompson var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Maðurinn sem skaut hann til bana flúði vettvang á hjóli í Central Park-almenningsgarð þar sem honum tókst að hylja slóð sína. Nú er talið að árásarmaðurinn hafi síðan yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. Hann gæti því verið staddur hvar sem er um þessar mundir. Byssan sem maðurinn notaði við voðaverkið er enn ófundin. Hjólið sem hann notaði til að flýja vettvang er sömuleiðis ófundið. Lögreglan leitaði í gær að bakpoka mannsins með hjálp fjölda dróna. Nú virðist sem svo að bakpokinn sé fundinn. Lögreglan rannsakar nú bakpoka sem þau fundu í gærkvöldi en hefur ekki staðfest að um réttan bakpoka sé að ræða. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum (FBI) hefur gefið út að hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku árásarmannsins verði verðlaunaður með allt að 50 þúsund Bandaríkjadölum. Vegfarandi virðir fyrir sér auglýsingu sem biðlar til almennings að veita upplýsingar um árásarmanninn.EPA/JUSTIN LANE Borgarstjóri New York, Eric Adams, sagði í dag að það væri augljóslega jákvætt að bakpokinn hafi fundist. „Leyfið honum að halda áfram að trúa að hann geti falið sig á bak við grímu. Við munum komast að því hver hann er og láta hann sæta ábyrgð,“ sagði Adams. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Fréttastofa CNN greinir frá. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan-eyju í New York borg á miðvikudaginn þar sem Thompson var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Maðurinn sem skaut hann til bana flúði vettvang á hjóli í Central Park-almenningsgarð þar sem honum tókst að hylja slóð sína. Nú er talið að árásarmaðurinn hafi síðan yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. Hann gæti því verið staddur hvar sem er um þessar mundir. Byssan sem maðurinn notaði við voðaverkið er enn ófundin. Hjólið sem hann notaði til að flýja vettvang er sömuleiðis ófundið. Lögreglan leitaði í gær að bakpoka mannsins með hjálp fjölda dróna. Nú virðist sem svo að bakpokinn sé fundinn. Lögreglan rannsakar nú bakpoka sem þau fundu í gærkvöldi en hefur ekki staðfest að um réttan bakpoka sé að ræða. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum (FBI) hefur gefið út að hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku árásarmannsins verði verðlaunaður með allt að 50 þúsund Bandaríkjadölum. Vegfarandi virðir fyrir sér auglýsingu sem biðlar til almennings að veita upplýsingar um árásarmanninn.EPA/JUSTIN LANE Borgarstjóri New York, Eric Adams, sagði í dag að það væri augljóslega jákvætt að bakpokinn hafi fundist. „Leyfið honum að halda áfram að trúa að hann geti falið sig á bak við grímu. Við munum komast að því hver hann er og láta hann sæta ábyrgð,“ sagði Adams.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira