Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. desember 2024 11:56 Inga Sæland, Guðmundur Ingi og Áshildur Lóa voru í stuði á kosningavöku Flokks fólksins liðna helgi. Vísir/Vilhelm Stjórnarmyndunarviðræður þriggja flokka halda áfram eftir hádegi dag og er góður taktur sagður í viðræðunum. Þingflokkar Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins hafa allir fundað um gang viðræðnanna en gefa lítið upp um það hvaða málefni eru helst til umræðu. Þingflokkar Viðreisnar og Samfylkingarinnar funduðu hvor um sig síðdegis í gær þar sem formenn flokkanna upplýstu þingmenn um gang viðræðnanna. Ekki hefur náðst í þingflokksformenn né varaþingflokksformenn flokkanna tveggja í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði hins vegar í samtali við fréttastofu í morgun að góður taktur sé í viðræðunum og að samtalið gangi vel. Formenn flokkanna muni funda á ótilgreindum stað nú eftir hádegið. Ræða „allan pakkann“ Þá kom þingflokkur Flokks fólksins kom saman til fundar klukkan ellefu í morgun til að ræða stöðu mála. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður flokksins sagðist fyrir fundinn vera bjartsýnn um framhaldið. „Mér heyrist bara takturinn vera góður, ég veit ekki annað og ég er bjartsýnn,“ segir Guðmundur Ingi. Áttu von á að þið munið ræða einhver ákveðin málefni ykkar í milli í þingflokknum? „Við munum ræða þetta allt saman. Ég held að það sé bara ekkert um annað að ræða en að taka allan pakkann og mér lýst bara mjög vel á þetta eins og ég segi. Eins og ég hef alltaf sagt, góðir hlutir koma hægt og rólega.“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í gær að formennirnir þrír hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og sem og ágreiningsefni. Aðspurður vill hann lítið tjá sig um hvað hann telur að helst gæti valdið ágreiningi í viðræðunum. „Nei ég held að það sé ekki tímabært að tala neitt um það. Við bara látum þetta ganga,“ svarar Guðmundur Ingi. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Þingflokkar Viðreisnar og Samfylkingarinnar funduðu hvor um sig síðdegis í gær þar sem formenn flokkanna upplýstu þingmenn um gang viðræðnanna. Ekki hefur náðst í þingflokksformenn né varaþingflokksformenn flokkanna tveggja í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði hins vegar í samtali við fréttastofu í morgun að góður taktur sé í viðræðunum og að samtalið gangi vel. Formenn flokkanna muni funda á ótilgreindum stað nú eftir hádegið. Ræða „allan pakkann“ Þá kom þingflokkur Flokks fólksins kom saman til fundar klukkan ellefu í morgun til að ræða stöðu mála. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður flokksins sagðist fyrir fundinn vera bjartsýnn um framhaldið. „Mér heyrist bara takturinn vera góður, ég veit ekki annað og ég er bjartsýnn,“ segir Guðmundur Ingi. Áttu von á að þið munið ræða einhver ákveðin málefni ykkar í milli í þingflokknum? „Við munum ræða þetta allt saman. Ég held að það sé bara ekkert um annað að ræða en að taka allan pakkann og mér lýst bara mjög vel á þetta eins og ég segi. Eins og ég hef alltaf sagt, góðir hlutir koma hægt og rólega.“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í gær að formennirnir þrír hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og sem og ágreiningsefni. Aðspurður vill hann lítið tjá sig um hvað hann telur að helst gæti valdið ágreiningi í viðræðunum. „Nei ég held að það sé ekki tímabært að tala neitt um það. Við bara látum þetta ganga,“ svarar Guðmundur Ingi.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira