„Ég hef átt ákveðin samtöl“ Árni Sæberg skrifar 6. desember 2024 11:25 Bjarni bíður átekta hvað varðar stjórnarmyndunarviðræður. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast. Líkt og alþjóð veit eru formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins að funda nokkuð stíft um myndun Valkyrjustjórnarinnar svokölluðu. Á meðan sú stjórn, eða önnur eftir atvikum, hefur ekki verið mynduð situr ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem fastast sem starfsstjórn. Sú stjórn kom saman til fundar í morgun og Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður tók Bjarna tali að fundi loknum. Öll mynstur kalla á aðkomu Valkyrjanna Bjarni segir að hann hafi rætt við formenn annarra flokka frá því að kosið var fyrir tæpri viku. Nú séu þrír flokkar að vinna að því að mynda meirihluta á þinginu og honum sé ekki kunnugt um að aðrar meirihlutaviðræður séu í gangi, enda myndi það kalla á aðkomu einhverra af þessum þremur flokkum. „En ég hef sagt það áður að ég teldi farsælast fyrir þjóðina að hér kæmist á ný borgaraleg ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á lágmarksríkisafskipti, halda álögum í hófi á landsmenn. Ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á að rækta EES -samstarfið, ekki stefna að inngöngu í Evrópusambandið. En við sjáum mikinn áhuga hjá þeim flokkum sem núna sitja saman á að ræða um aðra hluti og hvernig úr þessu spilast er ekki gott að segja.“ Úttalar sig ekki Bjarni segir að hann hafi þegar tjáð sig opinberlega um það að hann hafi átt samtöl um myndun áðurnefndar borgaralegrar ríkisstjórnar en hann muni ekki rekja þau í smáatriðum. Gera má ráð fyrir því að þau samtöl hafi verið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Sigurður Ingi útilokar að taka þátt í ríkisstjórn Rætt var við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, að loknum ríkisstjórnarfundi. Hann leiðir fimm manna þingflokk og gæti því hugsanlega haft áhrif á myndun næstu ríkisstjórnar. Hann segir aftur á móti að Framsókn muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi. „Kosningarnar voru mjög skýrar. Það er ákall um breytingar og að þessi þrír flokkar axli þá ábyrgð. Kosningarnar enduðu þannig að við í Framsókn séum í stjórnarandstöðu.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Líkt og alþjóð veit eru formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins að funda nokkuð stíft um myndun Valkyrjustjórnarinnar svokölluðu. Á meðan sú stjórn, eða önnur eftir atvikum, hefur ekki verið mynduð situr ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem fastast sem starfsstjórn. Sú stjórn kom saman til fundar í morgun og Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður tók Bjarna tali að fundi loknum. Öll mynstur kalla á aðkomu Valkyrjanna Bjarni segir að hann hafi rætt við formenn annarra flokka frá því að kosið var fyrir tæpri viku. Nú séu þrír flokkar að vinna að því að mynda meirihluta á þinginu og honum sé ekki kunnugt um að aðrar meirihlutaviðræður séu í gangi, enda myndi það kalla á aðkomu einhverra af þessum þremur flokkum. „En ég hef sagt það áður að ég teldi farsælast fyrir þjóðina að hér kæmist á ný borgaraleg ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á lágmarksríkisafskipti, halda álögum í hófi á landsmenn. Ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á að rækta EES -samstarfið, ekki stefna að inngöngu í Evrópusambandið. En við sjáum mikinn áhuga hjá þeim flokkum sem núna sitja saman á að ræða um aðra hluti og hvernig úr þessu spilast er ekki gott að segja.“ Úttalar sig ekki Bjarni segir að hann hafi þegar tjáð sig opinberlega um það að hann hafi átt samtöl um myndun áðurnefndar borgaralegrar ríkisstjórnar en hann muni ekki rekja þau í smáatriðum. Gera má ráð fyrir því að þau samtöl hafi verið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Sigurður Ingi útilokar að taka þátt í ríkisstjórn Rætt var við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, að loknum ríkisstjórnarfundi. Hann leiðir fimm manna þingflokk og gæti því hugsanlega haft áhrif á myndun næstu ríkisstjórnar. Hann segir aftur á móti að Framsókn muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi. „Kosningarnar voru mjög skýrar. Það er ákall um breytingar og að þessi þrír flokkar axli þá ábyrgð. Kosningarnar enduðu þannig að við í Framsókn séum í stjórnarandstöðu.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira