Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2024 07:56 Leikskólinn Laugasól við Leirulæk var reistur 1965. Reykjavíkurborg Borgarráð Reykjavíkurborg hefur samþykkt ósk umhverfis- og skipulagssviðs um að stöðva framkvæmdir við endurbætur á leikskólanum Laugasól við Leirulæk og heimild til að rífa húsið til að hægt sé að hanna og reisa nýjan leikskóla á lóðinni. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Endurbætur á efra húsi leikskólans, sem reist var 1965, hafa staðið yfir síðan í maí 2024 en í ljós hefur komið að jarðvegurinn sem byggingin stendur á sé ekki burðarhæfur. Samningi við verktaka hefur því verið sagt upp. Í bókun meirihlutans segir að vegna þessa séu forsendur við frekari endurbætur brostnar og því heimili borgarráð að núverandi hús verði rifið. Verkið fólst í breytingum og endurbótum efri hæðar leikskólans ásamt því að fjölga leikstofum með því að breyta niðurgröfnum kjallara í jarðhæð. Þegar grafið var frá kjallara kom í ljós að engar undirstöður, eða sökklar, voru undir botnplötu hússins og jarðvegsfylling sem húsið hvíli á væri því ekki burðarhæf. Fyrirsjáanleiki í kostnaði Verðkfræðistofan Hnit hafði verið fengin til að gera tvær úttektir á byggingunni og þá var Efla fengin til að leggja mat á hvort rétt væri að halda áfram með endurbæturnar og styrkja burðarvirkið eða þá rífa núverandi byggingu og láta reisa nýjan leikskóla. Lagði Efla til að réttast væri að rífa bygginguna með tilliti til gæða og fyrirsjáanleika í kostnaði. Þá myndi einnig skapast möguleikar á nýju fyrirkomulagi bygginga innan leikskólalóðarinnar. „Meirihlutinn leggur mikla áherslu á að nýr leikskóli á lóðinni fari strax í uppbyggingu, verði í miklum gæðum og rísi hratt. Yfirstandandi er umfangsmikið átak sem miðar að því að fjölga plássum í leikskólum og vinna til baka pláss í leikskólum sem ekki er hægt að nýta vegna framkvæmda og er Laugasól hluti af því,“ segir í bókuninni. Núverandi ástand suðurveggjar einnar álmu Leirulækjar 6, en framkvæmdir hafa staðið yfir á lóðinni síðan í vor.Hnit Eitt það vandræðalegasta Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja í sinni bókun að Laugasól verði rifinn en leggi áherslu á að skynsemi ráði för við uppbyggingu nýs leikskóla. Þá er hvatt til þess að ný leikskólabygging verði byggð af hófsemd. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins segir málið eitt það vandræðalegasta sem hafi komið upp í borginni: Mál sem enginn skilji. „Flokkur fólksins hefur óskað upplýsinga um hversu miklu fé hefur verið varið í endurbætur á húsnæði leikskólans Laugasól í Reykjavík og hvort ekki hafi verið hægt að sjá og meta burðarstyrk í jarðvegi og undirstöðum áður en ráðist var í framkvæmdirnar. En ekki er öll vitleysan eins: Vandinn er bara að svona mál eru ekki ný af nálinni í borgarkerfinu,“ segir í bókunni. Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Foreldrum barna í leikskólanum Laugasól var tilkynnt í gær að járnbending húsnæðis leikskólans væri ekki góð. Verkfræðistofur leggja til að húsið verði rifið. 26. nóvember 2024 15:18 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Endurbætur á efra húsi leikskólans, sem reist var 1965, hafa staðið yfir síðan í maí 2024 en í ljós hefur komið að jarðvegurinn sem byggingin stendur á sé ekki burðarhæfur. Samningi við verktaka hefur því verið sagt upp. Í bókun meirihlutans segir að vegna þessa séu forsendur við frekari endurbætur brostnar og því heimili borgarráð að núverandi hús verði rifið. Verkið fólst í breytingum og endurbótum efri hæðar leikskólans ásamt því að fjölga leikstofum með því að breyta niðurgröfnum kjallara í jarðhæð. Þegar grafið var frá kjallara kom í ljós að engar undirstöður, eða sökklar, voru undir botnplötu hússins og jarðvegsfylling sem húsið hvíli á væri því ekki burðarhæf. Fyrirsjáanleiki í kostnaði Verðkfræðistofan Hnit hafði verið fengin til að gera tvær úttektir á byggingunni og þá var Efla fengin til að leggja mat á hvort rétt væri að halda áfram með endurbæturnar og styrkja burðarvirkið eða þá rífa núverandi byggingu og láta reisa nýjan leikskóla. Lagði Efla til að réttast væri að rífa bygginguna með tilliti til gæða og fyrirsjáanleika í kostnaði. Þá myndi einnig skapast möguleikar á nýju fyrirkomulagi bygginga innan leikskólalóðarinnar. „Meirihlutinn leggur mikla áherslu á að nýr leikskóli á lóðinni fari strax í uppbyggingu, verði í miklum gæðum og rísi hratt. Yfirstandandi er umfangsmikið átak sem miðar að því að fjölga plássum í leikskólum og vinna til baka pláss í leikskólum sem ekki er hægt að nýta vegna framkvæmda og er Laugasól hluti af því,“ segir í bókuninni. Núverandi ástand suðurveggjar einnar álmu Leirulækjar 6, en framkvæmdir hafa staðið yfir á lóðinni síðan í vor.Hnit Eitt það vandræðalegasta Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja í sinni bókun að Laugasól verði rifinn en leggi áherslu á að skynsemi ráði för við uppbyggingu nýs leikskóla. Þá er hvatt til þess að ný leikskólabygging verði byggð af hófsemd. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins segir málið eitt það vandræðalegasta sem hafi komið upp í borginni: Mál sem enginn skilji. „Flokkur fólksins hefur óskað upplýsinga um hversu miklu fé hefur verið varið í endurbætur á húsnæði leikskólans Laugasól í Reykjavík og hvort ekki hafi verið hægt að sjá og meta burðarstyrk í jarðvegi og undirstöðum áður en ráðist var í framkvæmdirnar. En ekki er öll vitleysan eins: Vandinn er bara að svona mál eru ekki ný af nálinni í borgarkerfinu,“ segir í bókunni.
Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Foreldrum barna í leikskólanum Laugasól var tilkynnt í gær að járnbending húsnæðis leikskólans væri ekki góð. Verkfræðistofur leggja til að húsið verði rifið. 26. nóvember 2024 15:18 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Foreldrum barna í leikskólanum Laugasól var tilkynnt í gær að járnbending húsnæðis leikskólans væri ekki góð. Verkfræðistofur leggja til að húsið verði rifið. 26. nóvember 2024 15:18