Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2024 14:31 Cristiano Ronaldo ætti svo sem að vita hver Rafael van der Vaart er, en hér faðmast þeir ásamt Kaka í leik með Real Madrid árið 2010. Getty/Denis Doyle Cristiano Ronaldo sá ástæðu til að senda stutt skilaboð eftir gagnrýnina frá fyrrverandi liðsfélaga sínum, Hollendingnum Rafael van der Vaart. „Ronaldo var ótrúlega sjálfselskur. Ef við unnum 6-0, en hann skoraði ekki í leiknum, þá var hann ekki ánægður. En ef við töpuðum, og Ronaldo skoraði tvö mörk, þá var hann glaður,“ sagði Van der Vaart í hlaðvarpsþætti Talksport. Þeir Van der Vaart og Ronaldo náðu einni leiktíð saman hjá Real Madrid, 2009-10, áður en Hollendingurinn gekk í raðir Tottenham og sallaði inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni. Portúgalski miðillinn MaisFutebol sagði frá ummælum Van der Vaart á Instagram-síðu sinni og einn af þeim sem settu inn athugasemd við þá færslu var opinber reikningur Ronaldos. „Hver er þessi náungi?“ skrifaði Ronaldo, eða einhver á hans vegum. „Hver er þessi náungi?“ skrifaði Cristiano Ronaldo við Instagram-færslu um þau ummæli Rafaels van der Vaart að Ronaldo væri sjálfselskur.Skjáskot/@maisfutebol Það var þó ekki svo að Van der Vaart hefði bara slæma hluti að segja um Ronaldo, í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. „Var hann bara að spila fyrir sjálfan sig? Nei, en hann þráði alltaf að skora. Það er hægt að segja það sama um Ruud van Nistelrooy. Við í liðinu töluðum oft við Ronaldo í Madrid og það var áhugavert því hann sagðist hreinlega hafa þörf fyrir að skora mörkin sín. Hann var algjör vél,“ sagði Van der Vaart. Hollendingurinn lék alls 73 leiki fyrir Real og skoraði í þeim 12 mörk og átti 13 stoðsendingar. Hann lauk ferlinum árið 2018 í Danmörku, sem leikmaður Esbjerg. Ronaldo, sem skoraði 450 mörk og átti 131 stoðsendingu í 438 leikjum fyrir Real, lék í níu ár með spænska liðinu áður en hann fór til Juventus og sneri svo aftur til Manchester United. Hann fór svo til Al Nassr í Sádi-Arabíu árið 2023. Fótbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Sjá meira
„Ronaldo var ótrúlega sjálfselskur. Ef við unnum 6-0, en hann skoraði ekki í leiknum, þá var hann ekki ánægður. En ef við töpuðum, og Ronaldo skoraði tvö mörk, þá var hann glaður,“ sagði Van der Vaart í hlaðvarpsþætti Talksport. Þeir Van der Vaart og Ronaldo náðu einni leiktíð saman hjá Real Madrid, 2009-10, áður en Hollendingurinn gekk í raðir Tottenham og sallaði inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni. Portúgalski miðillinn MaisFutebol sagði frá ummælum Van der Vaart á Instagram-síðu sinni og einn af þeim sem settu inn athugasemd við þá færslu var opinber reikningur Ronaldos. „Hver er þessi náungi?“ skrifaði Ronaldo, eða einhver á hans vegum. „Hver er þessi náungi?“ skrifaði Cristiano Ronaldo við Instagram-færslu um þau ummæli Rafaels van der Vaart að Ronaldo væri sjálfselskur.Skjáskot/@maisfutebol Það var þó ekki svo að Van der Vaart hefði bara slæma hluti að segja um Ronaldo, í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. „Var hann bara að spila fyrir sjálfan sig? Nei, en hann þráði alltaf að skora. Það er hægt að segja það sama um Ruud van Nistelrooy. Við í liðinu töluðum oft við Ronaldo í Madrid og það var áhugavert því hann sagðist hreinlega hafa þörf fyrir að skora mörkin sín. Hann var algjör vél,“ sagði Van der Vaart. Hollendingurinn lék alls 73 leiki fyrir Real og skoraði í þeim 12 mörk og átti 13 stoðsendingar. Hann lauk ferlinum árið 2018 í Danmörku, sem leikmaður Esbjerg. Ronaldo, sem skoraði 450 mörk og átti 131 stoðsendingu í 438 leikjum fyrir Real, lék í níu ár með spænska liðinu áður en hann fór til Juventus og sneri svo aftur til Manchester United. Hann fór svo til Al Nassr í Sádi-Arabíu árið 2023.
Fótbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Sjá meira