Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2024 14:31 Cristiano Ronaldo ætti svo sem að vita hver Rafael van der Vaart er, en hér faðmast þeir ásamt Kaka í leik með Real Madrid árið 2010. Getty/Denis Doyle Cristiano Ronaldo sá ástæðu til að senda stutt skilaboð eftir gagnrýnina frá fyrrverandi liðsfélaga sínum, Hollendingnum Rafael van der Vaart. „Ronaldo var ótrúlega sjálfselskur. Ef við unnum 6-0, en hann skoraði ekki í leiknum, þá var hann ekki ánægður. En ef við töpuðum, og Ronaldo skoraði tvö mörk, þá var hann glaður,“ sagði Van der Vaart í hlaðvarpsþætti Talksport. Þeir Van der Vaart og Ronaldo náðu einni leiktíð saman hjá Real Madrid, 2009-10, áður en Hollendingurinn gekk í raðir Tottenham og sallaði inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni. Portúgalski miðillinn MaisFutebol sagði frá ummælum Van der Vaart á Instagram-síðu sinni og einn af þeim sem settu inn athugasemd við þá færslu var opinber reikningur Ronaldos. „Hver er þessi náungi?“ skrifaði Ronaldo, eða einhver á hans vegum. „Hver er þessi náungi?“ skrifaði Cristiano Ronaldo við Instagram-færslu um þau ummæli Rafaels van der Vaart að Ronaldo væri sjálfselskur.Skjáskot/@maisfutebol Það var þó ekki svo að Van der Vaart hefði bara slæma hluti að segja um Ronaldo, í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. „Var hann bara að spila fyrir sjálfan sig? Nei, en hann þráði alltaf að skora. Það er hægt að segja það sama um Ruud van Nistelrooy. Við í liðinu töluðum oft við Ronaldo í Madrid og það var áhugavert því hann sagðist hreinlega hafa þörf fyrir að skora mörkin sín. Hann var algjör vél,“ sagði Van der Vaart. Hollendingurinn lék alls 73 leiki fyrir Real og skoraði í þeim 12 mörk og átti 13 stoðsendingar. Hann lauk ferlinum árið 2018 í Danmörku, sem leikmaður Esbjerg. Ronaldo, sem skoraði 450 mörk og átti 131 stoðsendingu í 438 leikjum fyrir Real, lék í níu ár með spænska liðinu áður en hann fór til Juventus og sneri svo aftur til Manchester United. Hann fór svo til Al Nassr í Sádi-Arabíu árið 2023. Fótbolti Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Sjá meira
„Ronaldo var ótrúlega sjálfselskur. Ef við unnum 6-0, en hann skoraði ekki í leiknum, þá var hann ekki ánægður. En ef við töpuðum, og Ronaldo skoraði tvö mörk, þá var hann glaður,“ sagði Van der Vaart í hlaðvarpsþætti Talksport. Þeir Van der Vaart og Ronaldo náðu einni leiktíð saman hjá Real Madrid, 2009-10, áður en Hollendingurinn gekk í raðir Tottenham og sallaði inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni. Portúgalski miðillinn MaisFutebol sagði frá ummælum Van der Vaart á Instagram-síðu sinni og einn af þeim sem settu inn athugasemd við þá færslu var opinber reikningur Ronaldos. „Hver er þessi náungi?“ skrifaði Ronaldo, eða einhver á hans vegum. „Hver er þessi náungi?“ skrifaði Cristiano Ronaldo við Instagram-færslu um þau ummæli Rafaels van der Vaart að Ronaldo væri sjálfselskur.Skjáskot/@maisfutebol Það var þó ekki svo að Van der Vaart hefði bara slæma hluti að segja um Ronaldo, í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. „Var hann bara að spila fyrir sjálfan sig? Nei, en hann þráði alltaf að skora. Það er hægt að segja það sama um Ruud van Nistelrooy. Við í liðinu töluðum oft við Ronaldo í Madrid og það var áhugavert því hann sagðist hreinlega hafa þörf fyrir að skora mörkin sín. Hann var algjör vél,“ sagði Van der Vaart. Hollendingurinn lék alls 73 leiki fyrir Real og skoraði í þeim 12 mörk og átti 13 stoðsendingar. Hann lauk ferlinum árið 2018 í Danmörku, sem leikmaður Esbjerg. Ronaldo, sem skoraði 450 mörk og átti 131 stoðsendingu í 438 leikjum fyrir Real, lék í níu ár með spænska liðinu áður en hann fór til Juventus og sneri svo aftur til Manchester United. Hann fór svo til Al Nassr í Sádi-Arabíu árið 2023.
Fótbolti Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Sjá meira