„Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2024 12:58 Margrét Tryggvadóttir er formaður Rithöfundasambands Íslands. Vísir/Anton Brink Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. Þótt listi yfir þá sem hljóta ritlaun verði birtur á fimmtudag hafa nokkrir virtir rithöfundar stigið fram á síðustu dögum og greint frá því að þeir fái engin ritlaun á næsta ári. Á meðal þeirra er Elísabet Jökulsdóttir, Dagur Hjartarson, Halldór Armand og Jónas Reynir Gunnarsson, líkt en Vísir hefur rætt við nokkur þeirra sem fengu neikvætt svar. Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, var spurð hvort einhver breyting hefði orðið á fyrirkomulagi sem gæti skýrt þetta. „Það var auðvitað gerð lagabreyting í vor, þetta er fyrsta úthlutun eftir henni. Það er verið að fjölga mánuðum í áföngum og bæta við tveimur nýjum sjóðum en fyrsta kastið, þá er bara verið að bæta við nýjum sjóðum en það fjölgar ekki mánuðum í öðrum sjóðum. Hins vegar var krafa á nýliðun í hverjum sjóð hækkuð úr fimm prósentum upp í sjö prósent og það bitnar auðvitað á þeim sem hafa fengið áður.“ Nokkrir rithöfundar verða því án launa og fá að vita það með örskömmum fyrirvara. „Fjárhagslega er fullkomlega galið að ætla að vera rithöfundur á Íslandi.“ „Það er bara svoleiðis og mér finnst það í raun alvarlegt mál vegna þess að þau sem geta leyft sér að skrifa þau verða í rauninni að hafa fyrirvinnu eða fjárhagslegan bakhjarl einhvers staðar og þá erum við að sortera hvernig bókmenntir verða til, og það er ekki gott.“ Nú þurfi stjórnvöld að taka við sér og taka meðvitaða ákvörðun um að fjárfesta í tungumálinu. „Við erum á örmarkaði og með örtungumál sem okkur þykir óskaplega vænt um og viljum halda upp á en markaðurinn er ekki að fara að bjarga því fyrir okkur,“ segir Margrét. Hún vill að stjórnvöld ráðist í heildarendurskoðun á fyrirkomulaginu. „Sem myndi þá styðja við skrif, frumsköpun, þýðingar, útgáfu og dreifingu.“ Listamannalaun Bókmenntir Bókaútgáfa Íslensk tunga Kjaramál Tengdar fréttir Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02 Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Þótt listi yfir þá sem hljóta ritlaun verði birtur á fimmtudag hafa nokkrir virtir rithöfundar stigið fram á síðustu dögum og greint frá því að þeir fái engin ritlaun á næsta ári. Á meðal þeirra er Elísabet Jökulsdóttir, Dagur Hjartarson, Halldór Armand og Jónas Reynir Gunnarsson, líkt en Vísir hefur rætt við nokkur þeirra sem fengu neikvætt svar. Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, var spurð hvort einhver breyting hefði orðið á fyrirkomulagi sem gæti skýrt þetta. „Það var auðvitað gerð lagabreyting í vor, þetta er fyrsta úthlutun eftir henni. Það er verið að fjölga mánuðum í áföngum og bæta við tveimur nýjum sjóðum en fyrsta kastið, þá er bara verið að bæta við nýjum sjóðum en það fjölgar ekki mánuðum í öðrum sjóðum. Hins vegar var krafa á nýliðun í hverjum sjóð hækkuð úr fimm prósentum upp í sjö prósent og það bitnar auðvitað á þeim sem hafa fengið áður.“ Nokkrir rithöfundar verða því án launa og fá að vita það með örskömmum fyrirvara. „Fjárhagslega er fullkomlega galið að ætla að vera rithöfundur á Íslandi.“ „Það er bara svoleiðis og mér finnst það í raun alvarlegt mál vegna þess að þau sem geta leyft sér að skrifa þau verða í rauninni að hafa fyrirvinnu eða fjárhagslegan bakhjarl einhvers staðar og þá erum við að sortera hvernig bókmenntir verða til, og það er ekki gott.“ Nú þurfi stjórnvöld að taka við sér og taka meðvitaða ákvörðun um að fjárfesta í tungumálinu. „Við erum á örmarkaði og með örtungumál sem okkur þykir óskaplega vænt um og viljum halda upp á en markaðurinn er ekki að fara að bjarga því fyrir okkur,“ segir Margrét. Hún vill að stjórnvöld ráðist í heildarendurskoðun á fyrirkomulaginu. „Sem myndi þá styðja við skrif, frumsköpun, þýðingar, útgáfu og dreifingu.“
Listamannalaun Bókmenntir Bókaútgáfa Íslensk tunga Kjaramál Tengdar fréttir Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02 Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00
Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02
Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11