Kane kominn í jólafrí? Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2024 17:45 Harry Kane heldur um lærið eftir að hafa meiðst á laugardaginn. Getty/Lars Baron Bayern München verður án markahróksins Harry Kane annað kvöld í stórleiknum gegn meisturum Leverkusen í þýsku bikarkeppninni, og mögulega spilar Kane ekki meira á þessu ári. Enski landsliðsfyrirliðinn fór meiddur af velli í jafnteflinu við Dortmund um helgina og Vincent Kompany, stjóri Bayern, segir ljóst að liðið verði án Kane í næstu leikjum. „Það er mögulegt að hann snúi aftur á þessu ári en hann mun missa af nokkrum leikjum,“ sagði Kompany. Vetrarfrí tekur við í Þýskalandi 22. desember en fram að því á Bayern eftir leikinn við Leverkusen í 16-liða úrslitum bikarsins, deildarleiki við Heidenheim, Mainz og Leipzig, og leik við Shaktar Donetsk í Meistaradeild Evrópu. Leiktíðin heldur svo áfram hjá Bayern eftir jól, þegar liðið mætir Borussia Mönchengladbach 11. janúar. Með menn til að leysa málið Kane hefur skorað tuttugu mörk í nítján leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð, en núna verða mörkin að koma úr öðrum áttum. „Það er ekki hægt að skipta inn manni og fá sama fjölda af mörkum frá honum – þess vegna er hann toppleikmaður,“ sagði Kompany. „En við erum með hæfileika í þessu liði og leysum þetta með öðrum hætti. Við höfum valkosti. Thomas Muller, Mathys Tel, Serge Gnabry, Michael Olise, Leroy Sane. Ég hef nefnt nánast alla. Augljóslega hefur Harry skorað tuttugu mörk en við eigum fleiri sem geta skorað mörk, þar á meðal Jamal Musiala. Við höfum menn til að leysa þetta hlutverk, þó að það sé ekki hægt að fá sama markafjölda frá einum manni,“ sagði Kompany. Bayern freistar þess sem fyrr segir að slá ríkjandi meistara Leverkusen út úr bikarnum á morgun, eftir að hafa mistekist að komast í undanúrslit keppninnar síðan liðið vann hana árið 2020. „Við mætum ríkjandi meisturum – einu af 2-3 bestu liðum Þýskalands – og ég vona að frammistaða okkar verði í takti við mikilvægi leiksins,“ sagði Kompany. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira
Enski landsliðsfyrirliðinn fór meiddur af velli í jafnteflinu við Dortmund um helgina og Vincent Kompany, stjóri Bayern, segir ljóst að liðið verði án Kane í næstu leikjum. „Það er mögulegt að hann snúi aftur á þessu ári en hann mun missa af nokkrum leikjum,“ sagði Kompany. Vetrarfrí tekur við í Þýskalandi 22. desember en fram að því á Bayern eftir leikinn við Leverkusen í 16-liða úrslitum bikarsins, deildarleiki við Heidenheim, Mainz og Leipzig, og leik við Shaktar Donetsk í Meistaradeild Evrópu. Leiktíðin heldur svo áfram hjá Bayern eftir jól, þegar liðið mætir Borussia Mönchengladbach 11. janúar. Með menn til að leysa málið Kane hefur skorað tuttugu mörk í nítján leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð, en núna verða mörkin að koma úr öðrum áttum. „Það er ekki hægt að skipta inn manni og fá sama fjölda af mörkum frá honum – þess vegna er hann toppleikmaður,“ sagði Kompany. „En við erum með hæfileika í þessu liði og leysum þetta með öðrum hætti. Við höfum valkosti. Thomas Muller, Mathys Tel, Serge Gnabry, Michael Olise, Leroy Sane. Ég hef nefnt nánast alla. Augljóslega hefur Harry skorað tuttugu mörk en við eigum fleiri sem geta skorað mörk, þar á meðal Jamal Musiala. Við höfum menn til að leysa þetta hlutverk, þó að það sé ekki hægt að fá sama markafjölda frá einum manni,“ sagði Kompany. Bayern freistar þess sem fyrr segir að slá ríkjandi meistara Leverkusen út úr bikarnum á morgun, eftir að hafa mistekist að komast í undanúrslit keppninnar síðan liðið vann hana árið 2020. „Við mætum ríkjandi meisturum – einu af 2-3 bestu liðum Þýskalands – og ég vona að frammistaða okkar verði í takti við mikilvægi leiksins,“ sagði Kompany.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira